Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Síða 224
• Skáldævisagan - lífshlaup og höfundarverk Þórbergs Þórðarsonar. Markmið
þess erað rannsaka skáldævisöguna sem bókmenntagrein. einkum m.t.t.
verka Þórbergs Þórðarsonar.
• Munnleg hefð í Austur-Skaftafellssýslu. Verkefnið snýst um skráningu.
greiningu og miðlun á viðtölum og öðru menningarsögulegu efni sem
varðveitt erá segutbandsupptökum. Samstarf við Menningarmiðstöð
Hornafjarðar og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fræðasetrið tók einnig, á einn eða annan hátt, þátt í neðangreindum verkefnum á
vegum annarra aðila innan Háskóla Islands:
• Þolmörk ferðamennsku á Lakasvæðinu. unnið af Önnu Dóru Sæþórsdóttur
og Rögnvaldi Ólafssyni
• Vægi umhverfismála í Alþingiskosningum 2007. unnið af Einari Mar
Þórðarsyni hjá Félagsvísindastofnun
• Tengsl loftslags- og jöklabreytinga suðaustan í Vatnajökli. doktorsverkefni
Hrafnhildar Hannesdóttur við jarðfræðiskor
• Islenskt landslag: fagurfræði og verndargildi. doktorsverkefni Guðbjargar R.
Jóhannesdóttur við heimspekiskor
• Gróðurframvinda og breytileiki í Eldhrauni, mastersverkefni Jónu B.
Jónsdóttur við líffræðiskor.
• Þá annaðist fræðasetrið ráðgjöf til Sveitarfélagsins Hornafjarðar varðandi
mat á umhverfisáhrifum áætlana vegna nýs hringvegaryfir Hornafjarðarfljót.
Fræðasetrið stóð á árinu fyrir málþingum um austfirsku rithöfundana Torfhildi
Hólm og Guðjón Sveinsson, auk fjölþjóðlegrar námsstefnu um
landslagsrannsóknir. Haustið 2007 var tilkynnt að fræðasetrið fengi samtals 32
m.kr. framlag á tímabilinu 2007-2009 í tengslum við mótvægisaðgerðir
ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda.
Háskólasetrið í Hveragerði
Almennt yfirlit og stjórn
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla íslands í Hveragerði hefur starfað frá árinu
2000. Samstarfssamningur um starfsemina hefur verið gerðurtit þriggja ára í
senn og var hann endurnýjaður í upphafi 2006. Setrið er starfrækt sem sérstakt
félag en þátttakendur í því nú eru Háskóli íslands, Landbúnaðarháskóli íslands,
Hveragerðisbær, Rannsóknastofnunin Neðri Ás. Prokaria-rannsóknir ehf. (nú
Prokatín ehf.). Sunnlensk orka og Orkuveita Reykjavíkur.
I stjórn setursins sitja Rögnvaldur Ólafson. dósent við eðlisfræðiskor raunvísinda-
deildar og forstöðumaður og stjórnarformaður Stofnunar fræðasetra hjá Háskóla
Islands, formaður. SigurðurS. Snorrason. dósent við líffræðideitd Háskóla
íslands, Ágúst Sindri Karlsson hdl., fyrir Prokatín ehf., Gísli Páll Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar. Ástaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla ístands,
Steinar Friðgeirsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá RARIK og Hótmsteinn
Sigurðsson, framkvæmdastjóri ytri tengsta og umsýstu hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Hafinn er undirbúningur að stækkun setursins með því að byggja á grunni þess
upp Fræðasetur Háskóla íslands á Suðurlandi með starfsstöðvum í Hveragerði, á
Selfossi og í Gunnarsholti. Viðfangsefni þess munu verða á sviði tandnýtingar í
víðum skilningi.
Aðstaða
Aðsetur Háskólasetursins er að Reykjum. Ölfusi en setrið leigir þar aðstöðu hjá
Landbúnaðarháskóta fslands. Þar eru nú skrifstofur setursins ásamt
sameigintegri rannsóknarstofu með Landbúnaðarháskóla íslands og
Rannsóknarstöð skógræktar. Setrið hefur einnig til afnota íbúð hjá
Rannsóknastofnuninni Neðra Ási til að nota sem fræðimannsíbúð auk þeirrar
vinnuaðstöðu í Hveragerði sem Neðri Ás hefur lagt því tit. Sú aðstaða er til reiðu
fyrir fræðimenn og nemendur sem vinna að rannsóknarverkefnum, m.a.
verkefnum sem tengjast landshlutanum eða starfssviði setursins. íbúðin var
talsvert notuð á árinu og vinnuaðstaðan einnig.
Rannsóknirog þjónusta
Á árinu vann Háskótasetrið að rannsóknarverkefnum vegna ftokkunar vatna í
Garðabæ (Vífilsstaðavatn og Vífitsstaðatækur), Reykjavík (Rauðavatn og
222