Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 228
Jörundur Svavarsson. formaður stjórnar, tilnefndur af Háskóla (slands. Magnús
H. Guðjónsson. tilnefndur af sjávarútvegsráðuneyti. Rögnvaldur Ólafsson.
tilnefndur af Háskóla fslands og Sigurður Valur Ásbjarnarson. tilnefndur af
Sandgerðisbæ.
Starfslið Háskólasetursins eru þeir háskólakennarar og nemendur sem aðstöðu
hafa í setrinu hverju sinni og þeir fræðimenn sem stjórn Háskólasetursins býður
starfsaðstöðu hverju sinni. Eftirfarandi kennarar og nemendur störfuðu í lengri
tíma við rannsóknir á árinu 2006 í Háskólasetrinu: Jörundur Svavarsson.
prófessor í sjávarlíffræði, sem sá um daglegan rekstur. Guðmundur V. Helgason.
sérfræðingur. Halldór P. Halldórsson, M.S.. doktorsnemi. Gunnar Þór
Hallgrímsson. doktorsnemi (samstarf við Náttúrustofu Reykjaness), Sigríður
Kristinsdóttir. M.S. nemi (samstarf við Náttúrustofu Reykjaness). Eric dos Santos.
meistaranemi. ÓskarSindri Gíslason, meistaranemi. Marinó Fannar Pálsson,
meistaranemi og Guðjón Már Sigurðsson. meistaranemi. Auk þess stunduðu
Bjarnheiður Guðmundsdóttir. sérfræðingur. Sigríður Guðmundsdóttir.
sérfræðingur og Bryndís Björnsdóttir. doktorsnemi. Titraunastöð Háskóta Istands
meinafræði að Keldum, rannsóknir í tengslum við Háskólasetrið.
Rannsóknir
Rannsóknir í tengslum við Háskólasetrið tengjast einkum fuglum og lífríki sjávar.
Helstu verkefni sem unnið var að innan Háskólasetursins voru:
• Útbreiðsla botndýra (krabbadýra. burstaorma) á íslandsmiðum. Rannsóknirnar
voru unnar í samvinnu við Rannsóknastöðina í Sandgerði og eru htuti af hinu
umfangsmikla rannsóknarverkefni Botndýr á íslandsmiðum. í rannsóknunum
tóku þátt þau Jörundur Svavarsson prófessor. GuðmundurV. Helgason sjávar-
líffræðingur og Ólafía Lárusdóttir meistaranemi.
• Framtíðaefni í botnmálningu skipa. Talsverðar rannsóknir fóru fram á eitur-
efnum. sem til greina koma í framtíðinni sem virk efni í botnmálningu skipa. í
rannsóknunum tóku þátt þeir Haltdór P. Halldórsson doktorsnemi. Jörundur
Svavarsson auk þeirra Áke Granmo og Anneli Hilvarsen. Kristinebergs
sjávarrannsóknastöðinni. Svíþjóð.
• Útbreiðsla og lifnaðarhættir brennihvelju (Cyanea capillata) á íslandsmiðum.
Brennihvelja hefur valdið miklum skaða í íslensku fiskeldi. Enn er lítið vitað um
lifnaðarhætti og útbreiðslu tegundarinnará Islandsmiðum. AVS sjóðurinn veitti
styrk til rannsókna á marglyttunni og hefur Guðjón MárSigurðsson meistara-
nemi unnið að tilraunum með hveljuna í Háskólasetrinu. Verkefnið er unnið í
samvinnu við Ástþór Gíslason. Hafrannsóknastofnun. Jörund Svavarsson og
Samherja.
• Krabbinn Cancer irroratus á (slandsmiðum. Nýlega fannst krabbinn Cancer
irroratus í fyrsta sinn við Island. Krabbinn hefur að líkindum borist með
kjölvatni til ístands. Meistaranemamir Marinó Fannar Pátsson og ÓskarSindri
Gíslason unnu að rannsóknum á krabbanum við Háskólasetrið en rannsókn-
irnar beinast að mati á stofnstærð krabbans og útbreiðslu og tímgunarháttum
hans á íslandsmiðum. Einnig tók kanadíski skiptineminn llyse Blair Darwish
þátt í rannsóknunum. Rannsóknimar eru styrktar af Verkefnasjóði
sjávarútvegsins. deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði.
• Vemduð svæði í sjó við ístand. Sigríður Kristinsdóttir M.S. nemi vann að
meistaraprófsverkefni sínu sem felur í sér mat á þörf þess að vemda sérstak-
lega svæði í sjó og því hvaða forsendur þurfa að vera fyrir slíkri vemdun.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness og Svein Kára
Valdimarsson forstöðumann.
• Áhrif tófu á varphætti sílamávs. Frá 2004 hefur Gunnar Þór Hatlgrímsson unnið
að doktorsverkefni sínu sem snýr að tófu og sílamávi. Verkefnið er samstarf
Líffræðistofnunar Háskólans, Náttúrustofu Reykjaness. Háskólaseturs
Suðumesja og Náttúrufræðistofnunar ístands. Rannsóknin snýst um að kanna
hvað veldur því að tófan hefur áhrif á útbreiðslu sítamávsins á Miðnesheiði og
athuga hvort tófan geti einnig haft áhrif á þéttleika og/eða stofnstærð þeirra.
• Tilraunir með bóluefni. Áfram var unnið að tilraunum á bóluefni á vegum
Bjamheiðar Guðmundsdóttur, Sigríðar Guðmundsdóttur og Bryndísar Bjöms-
dóttur. Tilraunastöð Háskóla (slands í meinafræði að Ketdum.
Annað
Sýningin „Heimskautin heitla". sem fjallar um ævi og starf landkönnuðarins.
leiðangursstjórans og læknisins Jean-Baptiste Charcot var opnuð í Háskótasetri
Suðurnesja 25. febrúar 2007. Þetta er langtímasýning sem Sandgerðisbær
stendur að ásamt Háskólasetri Suðurnesja. Á sýningunni er fjallað um Charcot í
máli og myndum og jafnframt eru sýndir munir sem barnabarn Charcot. frú
226