Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Page 4

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Page 4
1 4 stúdentablaðið fregwir Sumarstörf stúdenta I’cgar sumarið er komið og próflok í nánd tlykkj- ast stúdentar út á vinnumarkaðinn til að auðga sig af reynslu og byggja upp smá fjárhagslegan vetrarforða. Við litum til Hönnu Maríu Jóns- dóttur á Atvinnumiðstöð stúdenta og spurðum hana út í ástand vinnumarkaðar og þá möguleika sem nemendum bjóðast á honum. ekki mikið af einhverjum stjórnunarstöðum en fyrirtækjaflóran sem er í viðskiptum hjá okkur er mjög breið.“ Kröfur stúdenta Gern stúdcntnr miltlnr kröfur til sumnrstnrfn sinnn? Fjöldi starfa í maímánuði „Okkur sýnist ástandið vera svipað og í fýrra en þá voru 90 stúdentar ráðnir til sumarstarfa í maí- mánuði. Astandið versnaði mjög milli áranna 2000 og 2001 en okkur sýnist komið jafnvxgi í þetta á ný og vil ég taka sérstaklega fram að það er engan veginn of seint að ná sér í vinnu þótt komið sé fram í maí því langflest störf koma einmitt inn í þeim mánuði, hreyfing er mikil og störfin stoppa stutt við. Við hvetjum því fólk til að fylgjast með vefnum og Iáta okkur vita sé það búið að ráða sig annað svo við fáum betri mynd af ástandinu eins og það raunverulega er.“ Öll flóra atvinnulífsins í boði Hvcrs Ings stiirf bjóönst stúdentum nðnllejjn ? „í raun kemur allt milli hirns og jarðar hingað inn. Við erum með á skrá alls kyns verkamanna- störf eins og vinnu í malbiki, skurðargreftri o.s.frv. og einnig sérhæfð störf á rannsóknarstof- um þar sem óskað er eftir ákveðinni sérfræði- menntum. Svo fáum við mikið af þessurn hefð- bundnu sumarafleysingastörfum í stofnunum og biinkum, spítölum, verslunum og ferðaþjónustu. Þetta eru auðvitað sumarafleysingastörf og því „Þau störf sem eru í boði haldast í hendur við kröfur stúdenta og við sjáum að ákveðin störf eru vinsælli en önnur. Fólk vill gjarnan vinna dagvinnu og eitthvað sem hugsanlega gæti nýst þeim í framtíðinni. Það eru eðlilegar kröfur en hins vegar er fúllt af stúdentum sem verða að þiggja störf til þess að hafa eitthvað að gera í stimar. Köfurnar mættu því kannski ekki vera mikið meiri því að einhverju leyti verða kröflir vinnumarkaðar og stúdenta að haldast í hendur. Ég heföi samt viljað sjá fleiri krefjandi sumarstörf fyrir stúdenta heldur en hingað berast. Það er leiðinlegt þegar háskólanemar eru búnir að stunda nám sitt lengi og hafa aldrei raunverulega unnið að námstengdum verkefnum. Það þarf að efla meðvitund atvinnulífsins um að búa til spennandi verkefni fyrir stúdenta yfir sumartím- ann því námsmenn gera almennt séð ekki kröfur um há laun því þeir eru frekar á höttunum eftir góðri reynslu. Framboð tblks með góðar náms- gráður eykst stiiðugt og þá fer atvinnureynsla að skipta meira máli og bæði stúdentar og atvinnu- markaðurinn mega vera aðeins meðvitaðri um þessa þróun“, sagði Hanna María að lokum. Verð á erlendum bókum lækkar Alþingi samþvkkti nýlega frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á erlendar bækur. 1. júlí lækkar skatturinn úr 24.5% í 14% og verður skatturinn þá jafnhár á' erlendum og innlendum bókum. Sigurður Pálsson, rekstrar- stjóri Bóksölu Stúdenta, segir hátt í 90% áf bók- um sem notaðar séu við Háskóla Islands vera cr- lendar og því sé hér um miklar gleðifregnir að ræða fyrir stúdenta. Að sögn Sigurdar voru færð fyrir því rök á sín- um tíma að standa ætti vörð um íslenska tungu og menningu og því skyldu íslenskar bækur vera í neðra þrepi virðisaukaskattsins. Hörður Einars- son hrl. höfðaði mál á hendur stjórnvöldum fyr- ir Héraðsdónti Reykjavíktir sem leitaði í kjölfár- ið álits hjá EFTA-dómstólnum. EFTA-dómstóll- inn komst að þeirri niðurstöðu að skattlagning- in stæðist ekki EES-samninginn og samþykkti Alþingi áðurnefnt frumvarp 20. apríl sl. með öll- um greiddum atkvæðum. 12-20% lækkun fyrir stúdenta „Vægi íslenskra bóka í útgjöldum nemenda er veigalítið því mesti kostnaðurinn liggur í þessum stóru erlendu bókum. Efvið horfúm bara á virð- isaukaskattinn og gefúm okkur að aðrar stærðir séu fastar, þá er þetta bein lækkun upp á 8.4%. Það er hins vegar von mín að verðlækkun gæti numið 12-20%, miðað við verðlag í janúar 2002, þegar nemendur korna hér aftur til náms í haust en það er vissulega bundið hagstæðri þróun gengis, verðhækkunum erlendis og góðum samningum Bóksölu'stúdenta við erlenda útgef- endur“, sagði Sigurður. Stúdentaráð vakti fyrst máls á þessti með ályktun í desember og stjórn Stúdentaráðs ályktaði aftur um málið þann 10. apríl sl. og sendi áskorun til fjármálaráðherra þess efnis að virðisaukaskattur yrði lækkaður á erlendar bækur til samræmis við íslenskar. FLEIRI HUNDRUÐ N0RRÆN UNGMENNI FÁ SUM- ARVINNU Á VEGUM N0RDJ0BB Á HVERJU ÁRI. „Ef mann langar að breyta til eitt sumar er Nor- djobb það besta“, segir Matthildur frá íslandi. „Ég vildi prófá eitthvað nýtt og mig langaði rnikið til útlanda. Ég fór að skoða hvað væri í boði og mér leist vel á Nordjolib þar sem að maður er öruggur um að kynnast folki. Ég bjó í Svíþjóð þegar ég var lítil og mig langaði mikið að fara þangað aftur“, segir Matthildur Sigur- jónsdóttir sem cr 23 ára gömul. Matthildur hef- ur í tvö sumur verið Nordjobbari í Stokkhóhni. Matthildur sækir nú um Nordjobb í þriðja skipti. Síðastliðin tvö sumiir voru það skemmtileg að hún ákvað að sækja um enn á ný ásamt félögum sem hún kynntist gegnum Nordjobb. „Hingað til hefur allt verið alveg frábært, en það lang- skemmtilegasta er að fá að kynnast nýju fólki frá öðrum löndum“ segir Matthildur um reynslu sína af Nordjobb. I Finnlandi eru bestu atvinnumöguleikarnir, Noregur og Danmörk bjóða best laun, Svíþjóð hefúr flest störf og Island býður upp á spennandi tómstundadagskrá... ...en ekki má gleyma Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi sem bjóða einnig Nordjobb sumar- vinnu. Það er um margt að velja og það má finna upplýsingar um löndin, störfin, tómstundir, hús- næði og ferðalagið á nýrri heimasíðu www.nor- djobb.net. Það er ekki of seint að sækja um Nordjobb! Við tökum við umsóknum til loka maí. Enn er hægt að senda inn umsókn til höfuð- stöðva Nordjobb í Stokkhólmi. Sumarstörf eru á lausu í öllum löndum! Nordjobb veitir þátttak- endum einstakt tækifæri til að fá sumarvinnu, al- þjóðlega starfsreynslu, þekkingu á tungumálum og menningu frændþjóðanna og á santa tíma kynnast nýjum vinum. Allt þetta á einfaldan og öruggan hátt! Viltu vita meira? Arhugaðu heimasíðu Nordjobb eða hafðu samband við okkur: Nordjobb í Svíþjóð, Stefán Vilbergsson, sími: +46 (0)8 506 113 35, tölvupóstur: stefán@nor- den.se Norrænu höftiðstöðvarnar, Tuovi Ruottinen, sími: +46 (0)8 506 113 36, tölvupóstur: tuovi@norden.se 124 námsmannaíbúðir rísa við Eggertsgötu 24 Glöggir háskólastúdentar hafa væntanlega tekið eftir miklum framkvæmdum á lóð Eggertsgötu 24 en þar mun rísa stein- steypt fjölbýlishús á sex hæðurn. Framkvæmd- ir þessarar byggingar hófúst haustið 2001. Garðuriiin verður 5.600 fermetrar og ’mun rúma 124 stúdentaíbúðir ásamt lítilli hverfis- verslun á götuhæð. Að sögn Guðrúnar Björnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta, hefur verkinu miðað vel áfram, uppsteypun gengið vel og útlit fyrir að fyrstu 30 íbúð- irnar verði afhentar í byrjun sept- ember 2002. Um helmingi umsókna vís- að frá Þörfin á stúdíóíbúðum fyrir einstaklinga er mikil og hefur aukist undanfarin ár. Stúdentar hafa í auknum mæli sóst eftir einstaklingshúsnæði og er Egg- ertsgata 24 byggð með þessar óskir í huga. Eins og er hefúr Félagsstofnun stúdenta 512 útleigueiningar á sínum snærum og því Ijóst að aðstaða mun batna til muna þegar nýi garðurinn verður tekinn í fulla notk- un. „Utleigueiningum mun fjiilga niikið með Eggertsgötu 24 en við mætum vaxandi eftir- spurn í einstaklingsíbúðir líka með því að gera breytingar á íbúðum í öðrum húsum þar sem fjórbýlum er brevtt í tvíbýli og tvíbýlum í ein- býli. I nýja húsinu verða fjórar íbúðareiningar lagðar undir litla verslun sem við höfúm kost á að breyta í íbúðir ef verslunin gengur ekki. Eins og staðan er í dag er urn helming þeirra scm sækja um garðavist vísað frá en við vitum að eftirspurn eftir húsnæði á görðunum er enn meiri því margir telja sig ekki eiga möguleika á að fá úthlutað og sækja ekki um. Við vitum þvi að þörfin er meiri en þær rúmlega 1000 um- sóknir sem okkur berast árlega gefa til kynna.“ Mið tekið af þörfum fátlaðra Hvcruijj verön íbúöirnnr innréttnönr iiij verður miö tckiö nf þörfum fntlnörn viöjjcrö þcirrn? „Ibúðirnar eru mjög svipaðar íbúðunum á Skerjagarði. Þetta eru stúdíóíbúðir með litlu baðherbergi, geymslu inni í íbúðinni og cinu rými sem í er stofa, svefnaðstaða og eldunarað- staða. íbúðunum fylgir bakaraofn, ísskápur og fjórar hellur. Hvað þarfir fatlaðra varðar þá ber okkur samkvæmt byggingareglugerð að hafa ákveðinn fjölda af íbúðum fyrir fatlaða. Við uppfyllum þá reglugerð en þessar íbúðir hafa samt sem áður verið vannýttar og það býr ein- ungis fatlaður einstaklingur í. einni íbúð á Stúdentagörðum í dag. A Eggertsgiitu 24 verður samt sem áður ein íbúð innréttuð að þöriúm fatlaðra einstaklinga og þrjár íbúðir til viðbótar hannaðar þannig en ekki sérútbúnar. Við getum hins vegar breytt þeim ef þörf cr á en eins og áður sagði hefiir eftirspurn fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði hjá okkur verið lít- il.“ Verslun fyrir stúdenta Að sögn Guðrúnar heftir ekki verið samið við ákveðinn aðila um rekstur verslunarinnar á Eggertsgötu 24 en áhugi sé fyrir hendi. Hrað- búðakeðjurnar 10-11, 11-11 og Straxverslanir Nettó hafa verið nefndar í þessu sambandi en þreifingar eru skammt á veg komnar enda verður garðurinn ásamt versluninni ekki tilbúinn fyrr en um áramótin 2003-2004. „Hugmyndin með versluninni er að þar eigi stúdentar kost á að versla á hagkvæmu verði en slíkri hagræðingu fylgja færri vörutitl- ar. Það má búast við að búðin verði sérsniðin að stúdentum og vöruúrvalið talsvert öðruvísi en í venjubundnum hraðbúðum. Eðlilegt er að könnun fari fram meðal stúdenta þegar nær dreg- ur opnun verslunarinnar svo þeir hafi sitt að segja við útfærslu hennar. Stefnt er að því að FS sjái ekki um rekstur verslunarinnar heldur leigi rýmið út til annarra aðila.“ Framtíðarskipulag Stúdentagarðanna Hvcrnijj verður uppbyjjjinjju Stúdcntnjjnrðn húttnð á nxstu nrum ? „Lóðin við Eggertsgötu 24 er okkar síðasta lóð og verður framkvæmdum við hana lokið eftir eitt og hálft ár. Við höfúm leitað’ til Há- skólans og Reykjavíkurborgar og óskað ef’tir fteiri lóðum á svæðinu. Háskólinn á engar lóð- ir eftir fyrir okkur og Reýkjavíkurborg getur ekki úthlutað okkur frekara svæði fyrr en fram- tíð flugvallarins skýrist. Miðað við núverandi skipulagshugmyndir er því lítið að hafa á svæð- inu fyrr en eftir árið 2016. Stúdentaráð ályktaði um þetta mál í fyrrahaust og fundaði með borgarstjóra sem tók vel í að finna lóðir handa okkur annars staðar í millitíðinni til að hægt \’erði að halda uppbyggingu áfram. Nið- urstaðan af þeim fimdi var sú að skipaður var viðræðuhóptir með tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg, tveimur frá FS og einum frá Stúdentaráði. Hópurinn hefiir liist cinu sinni og farið yfir auða bletti í borginni og reynt að finna heppilega lóð. Við höfum óskað eftir einni i miðbænum þar sent byggja mætti hús fyrir talsverðan fjölda íbúa og er það mál nú í skoðun. Einnig hefur verið rætt við nágranna- sveitarfélögin og er Garðabær að ljúka við 12 íbúða byggingu sem verður tekin í notkun í haust. Ekki heftir verið gengið frá því hvort FS sjái um reksturinn en um úthlutun munu lík- iega allir geta sótt sem stunda nám á hásköla- stigi á höfúðborgarsvæðinu. Að auki hefúr ver- ið leitað til Hafnarfjarðar og var því vel tekið og á ég von á að önnur svcitafélög fylgi í kjiil- farið“, sagði Guðrún að lokum.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.