Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 24
24 stúdentablaðið HKL MEÐ AUGUM HASKOLASTUDENTA íslensk þjóð keppist um þessar mundir við að fagna 100 ára afmæli nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Fjölmiðlar hafa ekki legið á liði sínu og ákvað Stúdentablaóið að slást í hópinn og spyrja valinkunna háskólastúdenta út í skoðun þeirra á skáldinu og verkum hans. Fyrstur á vcjji okkar var íslenskuneminn Anney Þórunn Þorvalds- dóttir ojj fckkst Pnin til að bregöast við eftirfarandi spurningum: Lestu verk Halldórs Laxness? Já, ég hef gert: eitthvað af því. Ekki nóg samt. Hvernig upplifir þú verk Laxness? Mér finnst þau oft þurr til að byrja með en þegar maður kafar aðeins dýpra í þau, vaknar áhugi og þau verða meira spennandi. Það hefur verið einhver umræða um stafsetninguna á bókum hans og finnst mörgum hún fráhrindandi en mér tínnst það ekki. Mér finnst hún einmitt passa mjög vel inn í þá stemmningu sem verk hans mynda. Hvert er eftirlætisverk þitt eftir hann? Ædi það sé ekki SjálfsUttfólk. Það er fyrsta verkið sem ég las eft- ir hann og persónurnar sitja alltaf dálítið í manni eftir lesturinn. Eg hef lesið hana oft og hún verður alltaf skemmtilegri og skemmti- legri, það koma alltaf upp ný’ir fletir sem vekja áhuga manns. Hvað varstu gómui þegar þú þyrjaðir að lesa verk Hail- dórs og hvaða aldur telur þú að sé æskilegur til að hefja lestur þeirra? Ég var sextán ára og að mínu mati líklega of ung. Ég var ekkert að botna of mikið í bókinni og fannst þetta bölvað bull því ég skildi þetta ekkert almennilega. Það fer auðvitað cftir hverjum og einum hvenær menn eru tilbúnir að tileinka sér verk af þessu tagi. Sjálf var ég ekki komin inn á þessa línu þá og hafði mcira gaman af ástar- sögum og öðrum bókmenntum í léttari kantinum. Er einhver persóna verka Halldórs þér sérstaklega hug- leikin? Bjartur fór alltaf í taugarnar á mér til að byrja með. Ég þoldi varla að lesa bókina því mér fannst hann svo leiðinlegur en því oft- ar sem ég las bókina, þá skildi ég hann á annan hátt og breyttist Bjartur eiginlega í eina af niína uppáhaldspcrsónum Laxness þegar fram í sótti. Hvað tengir þú nafninu Halldór Laxness? Ég tengi það helsta bókmenntasnillingi þjóðarinnar. Lítur fólk á nafn Laxriess sem menningariega stofnun frekar en mannveru? Ég held að ttmræöan sé að þróast dálítið út í Laxness sem menn- ingarlega stofnun. Eg heid að það sé eðlilegt, mannveran glevmist því lengra sem tímanum líður og verkin tala. Er gert of mikió úr nóbelsskáldinu? Nei, það helc íg eklci. Mér finnst frægð hans verðskulduð. Finnst þér þjoöin fttgna afmælí hans á viðeigandi hátt? Mér finnst þetta viðeigandi og gott ef jretta verður til þess að kynna verk hans nánar. Krakkar eru ekki aö kynnast honum á rétt- an hátt því þau eru skikkuð til þess að lesa helstu verk hans í grunn- skóla og nenna því oft ekkert. Et þetta umstang verður til þess að vekja áhuga fólks á honutn, þá finnst mér það jákvætt. Hefur ungt fóik áhuga a Laxness? Ég er aucivitað í slíku umhverfi hér i Árnagarði þar sem nánast allir hafa áhuga á honum, eÖa í þaö minnsta skoðun en hvað sé að gerast meðai ungs fóiks annars staðar treysti ég ntér í raun ekki til að segja neitt um. Myndir þú skíra nornin þin eftir persónu úr verkum hans? Ég mvndi ekki skíra börnin mín ákveðnu nafni bara vegna þess að einhver persóna úr verkum Halldórs ber þa<5. Ef nafnið er hins vegar áhugaverr þá sé ég ekkert að því að skíra barnið mitt eftir því, ég myndi þó gera það á forsendum nathsins en ekki verka Laxness. Önnur í röðinni var Guðrún Sif Friðriksdóttir mannfr&ðinemi: Lestu verk Halldórs Laxness? Éig hef náttúrlega lesið það sem var skyida að lesa í menntaskóla og svo einhverjar tvær til viðbótar. Ég er samt á leiðinni að lesa fleiri! Hvernig upplifir þú verk Laxness? Mér fimist þau mjög skemmtileg en samt hata þau alltaf þennan alvarlega undirtón. Ég er mjög hrifin af tímabilinu í kringum Sölku Völku, Sjnifststtfólk og Heimsljós. Mér finnst Halldór mjög góður í því að skrifa um alvarleg málefni en samt koma með skemmtilega gullmola fulla af húmor inn á milli. Hvert er eftirlætisverk þitt eftir hann? Ég held það sé Salka Valka þótt það sé orðið mjög langt síðan ég las hana. Er einhver persóna verka Halldórs þér sérstaklega hug- leikin? Ég er mjög hrifin at' Sölku og einnig dettur mér i hug Jón Hreggviðsson og séra Jón prímus en Halldór hetur auðvitað skrif- að mikið af góðurn og eftirminnilegum persónum svo ég heid ég geti ekki valið neina eina sérstaka. Hvað tengir þú nafninu Halldór Laxness? Orð eins og nóbelsskáldið, bókmenntir, tsland og þjóðernis- kennd koma fljótt upp í hugann. Lítur fólk á nafn Laxness sem menningarlega stofnun frekar en mannveru? Hann stendur auðvitað fyrir ansi margt í íslenskri þjóðarsál þar sem hann er nú einu sinni nóbelsskáldið. Hann er einnig að vissu leyti ákveðin sönnun íslendinga fyrir því hvcrsu mikil bókaþjóð við erum. Loksins þurftum við ekki endalaust að vitna í gömlu íslend- ingasögurnar því núna höfum við áþreifanlegt menningartákn í nú- tíðinni. Er gert of mikið úr nóbelsskáldinu? Nei, ég held ekki. Mér finnst hann mjög merkilegur og því allt í lagi að það sé gert mikið með hann. Finnst þér þjóðin fagna afmæli hans á viðeigandi hátt? Að mínu rnati er hann allra merkilegasti rithöftindur íslendinga á tuttugustu öldinni og mér finnst hann eiga það skilið á hundracð ára fæcðingarári sínu að þjóðin minnist verka hans. Hefur ungt fólk áhuga á Laxness? Ég held að hann geti höfðað vel til ungs fólks þó að það sé hætta á að hann verði einhver kvöð vegna þess að það er skylda að lcsa hann í skólum. Hann. er samt alls ekki bara fyrir eldri kynsióðir og mér finnst hann engan veginn erfiður aflestrar. Myndir þú skíra börnin þín eftir persónu úr verkun hans? Nei, ég hef nú ekki rekist á persónu úr verkum hans ennþá sem cr svo merldleg að ég fári að skíra börnin mín eítir henni. Ég myndi líka alltaf frekar velja nafn heldur cn einhverja ákveðna persónu ti) að skíra eftir. viðtöl: bv myndir: sibbi Að lokum hittum við á Guðmund Frey Sveinsson mastersnema í Op- inberri stjórnsýslu sem hann scjjir vera beint framhald stjórmnál- fraóijjrunns BA-námsins. Lestu verk Halldórs Laxness? Nei, ég hef ekki lesið verk Halldórs Laxness síðan ég þurfti að lesa þau í menntaskóla. Við hjónin erum sarnt búin að ákveða acð nota fæðingarorlofið í sumar til að lesa nokkur verka hans. Hvernig upplifir þú verk Laxness? Ég held að maðurinn hafi verið með náðargáfti. Að hann hafi haft citthvað auka sem maður getur ekki þjálfað sig upp í. Það sem ég upplifi er því sönn snilligáta. Hvert er eftirlætisverk þitt eftir hann? Ég held ég geti ekki svarað þessu af því að ég hef ekki lesið nógu margar bækur eftir hann en ef ég tek mið af umræðunni og því sem ég hef kynnt mér í kringum verk Halldórs, þá held ég að Sjálfsutt fólk muni hötða mjög til mín. Er einhver persóna verka Halldórs þér sérstaklega hug- leikin? Eins og áður sagði þá hef ég ekki lesið nóg og því erfitt að dæma en Snæfríður íslandssól var kvenskörungur mikill og ef ég væri feminísti myndi ég veðja á hana. Eiún höfðar samt ekkert beint til mín sem einstaklings. Hvað tengir þú nafninu Halldór Laxness? Ég tengi það fyrst og fremst þeirn hnyttnu tilsvörum og sögum sem af honum gengu i lifandi lifi og ganga auðvitað enn. Hann hitti einhvern vcginn naglann alltaf á höfuðið. Ég hcfði gjarnan viljað hitta hann og spjalla við hann. Það væri gaman ef það kæmi út bók bráðum scm segði skemmtilegar sögur af karlinunt. Lítur fólk á nafn Laxness sem menningarlega stofnun frekar en mannveru? Æitli það sé ekki það sem maður ætti að óttast, þ.e. að það væri verið að búa til mcnningarlega stofnun úr honum. Ég held að það sc bcinlínis hættulegt og miklu betra að hugsa um hann sem pcr- sónu, föður, kvennamanninn eins og Auður Laxness crrðacði það o.s.frv. Ég tel því betra að halda hinu mannlega í tári Halldórs að fölki í stað þcss að setja hann á einhvern stalL Er gert of mikið úr nóhelsskáldinu? Nei, ég hef hevrt aðeins af þcirri umræðu en tel að þaö sé eng- in ástæða til að óttast þaö. Fólk cr frjálst og menn geta þá bara val ið hvort þeir taki þátt í umræðunni og fylgist með eða ekki Finnst: þér þjóðin fagna afmælí hans á víðeigandi hátt? Já, þaö finnst mér tvímælalaust. Hundrað ára afntæli verður cin ungis cinu sinni og get ég sagt fyrir sjáifkn mig að umræðan hefur kveikt mikinn áhuga hjá mér og verðui til þess að ég fér aö lesa haatn núna, sem hugsaniega hefði annar:: getað dregisl. Nú vill maður ckki ganga meðai manna án þess að hatá lesið einhver verk eftir hann og mann langar virkilega tii að geta talað um þau. Þetta tei ég vera árangur afmælisátaksins og er það hið besta mál. Hefur ungt fóík áhuge á Laxness? )ig held að það sé afskaplega mikiivægt að iáta nemendur í grunnskólum lcsa Laxnes: svo þeir kynnist verkum hans. Eívort sem verkin höfða til þeirra þá eða eklci, þá búa þau alltaf af lcs- reynslunni svo verkin verða aðgengilegri seinna. Myndir þú skíra bömin þin eftír persónu úr verkum hans? Þetta er mjög góð spurning því við ræddum þetta á heimilinu ' gærkvöldi! Ég kom með þá tillögu að nú myndum við lesa bæk urnar og finna eitthvert gott nafn, enda um mörg tálleg nöfn að ræcða. Konan féllst nú ekki á þacð svo þacl eru allar líkur á að þetta gangi ekki eftir hjá mér!

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.