Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 6

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 6
RITSTJORN ÞAKKAR FYRIR VETURINN 6 stúdentablaðið stúdentablaðið 4. tbl. aprll 2002 Ritstjóri: Bjarki Vaitýsson Ritnefnd: Guðmundur R. Svansson, Gunnhiidur Stefánsdóttir, Ingi Rafn Viihjálmsson, Jóna Karen Sverrisdóttir og Sigurbjörn Óskarsson Aðrir höfundar efnis: Bjarni Már Magnússon, Dagur Kristjánsson, Hrafnkell Brynjarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kimm Khagram, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Stefán Pálsson, Tryggvi Þór Hall- grímsson og Þóröur Þórarinn Þórðarson Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Ægir Sævarsson Ljósmyndir: Sigurbjörn Óskarsson, Billi og Bjarki Valtýsson Forsíða: Aðalsteinn Prófarkalestur: Valdís Ólafsdóttir Útlitshönnun: Aóalsteinn Þór Hallgrímsson Umbrot: Reykvísk útgáfa ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja Netfang ritstjóra: bjarkiv@hi.is Hugleiðing VIII Sumardagurinn fyrsti hefur yfir sér undarlega áru. Andlit fólks fyllast gledi, skrautlegir sumarjakkar eru dregnir fram og födurlandinu pakk- ad niður í kompu. Börnin skynja veikleikamerki á foreldrum og heimta ís sem fullorðna fólkið sam- þykkir án frekari málalenginga. Hin léttklædda hersing tekur síðan á rás og sameinast öðru fólki sem einnig leit á dagatalið, uppgötvaði að sum- arið væri komið og skundaði út í leit að lífi og grósku vorsins. Bíllinn er skilinn eftir heima því leti er ekki lið- in á degi sem þessum og litlir fætur gera sitt besta til að halda í við skrefalangar fyrirmyndirnar arka íbyggnar á svip móti garranum sem brátt læsir sig ofan í lungun svo liggur við köfnun. Börnin skilja ekki af hverju lopahúfan og ullarvettling- arnir voru skilin eftir heima né af hverju þau klæðast nú sandölum, næfurþunnum sumarjakka og allt of litlum derhúfum. Þau skilja heldur ekki afhverju frostdauðar lóur liggja víðs vegar á bakinu og fara að væla þegar kaldur vindurinn króar þau af úr öllum áttum og blæs daunillum anda sínum niður sumarklædd bök- in sem allt eins gætu verið ber. Foreldrarnir átta sig smám saman á mistökunum og rifja upp nákvæm- lega sama gjörning árið áður með hroll í huga. Hér dugir þó hvergi að ----- — u --r.^4. u _;-/ /„x*/, ” „j. uv/f/u uuiiuiút i iv/fyui n n i I lUHItUui um niður í bæ þar sem hann sam- einast öðrum stærri og með bláar varir og klakakennd tár koma þau sér fyrir í miðri þvögunni í von um að stela yl af manneskjunni næst þeim. Ræðuhaldarar, trúðar og leik- arar látast í umvörpum á sviðinu og þvagan fyrir neðan þá getur sig ekki lengur hreyft því hún er frosin sam- an og bíður þess eins að leggjast á bakið að hætti lóunnar. Yfir frostbit- inni mannmergðinni fljúga svo brauðfeitir mávar og glotta við gogg. Kæru háskólastúdentar, takk fyrir veturinn og eigið gott vinnusumar. bv Ritstjórn Stúdentablaðsins skólaárið 2001-2002 skipuðu Guðmundur Rúnar Svansson, Bjarki Valtýsson ritstjóri, Sigurbjörn Óskarsson, Jóna Karen Sverrisdóttir, Gunnhildur Stefánsdóttir, Dagur Kristjánsson og Ingi Freyr Vilhjámsson. Á myndina vantar þá tvo síðastnefndu. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA NÆSTA VETUR? - er hætta á að þín grein verði lögð niður? í heimspekideild við Háskóla íslands er boð- ið upp á svokallað M.Paed.-nám í dönsku, ensku og íslensku og er það skilgreint sem rannsóknartengt kennaranám. I 104. grein reglugerðar Háskóla Islands segir að nemendur geti hafið M.Paed.-nám að loknu BA-prófi við heimspekideild Háskóla Islands eða jat'ngildu prófi við annan háskóla sem deildin viðurkenn- ir. Til M.Paed.-prófs er krafist rninnst 45 ein- inga. Þar af skulu minnst 30 einingar vera úr þeim námskeiðum aðalgreinar sem sérstaklega eru ætluð verðandi kennurum eða þykja henta \'el sem undirbúningur undir kennslu í fram- haldsskóla. Þá skulu að minnsta kosti 15 ein- ingar vera úr námskeiðum í kennslufræði til kennsluréttinda. Þetta nám er tiltölulega nýtt af nálinni og því hafa kornið upp vandamál því tengdu. Stúdent- ar í M.Paed.-námi í íslensku (með íslensku sem sérgrein) komu að máli við mig og tjáðu mér vandræði sín. Stúdentar þessir hófú námið síð- astliðið haust. Tvö þeirra ákváðu að tára þá leið að taka fýrst 30 einingar í aðalgrein sinni en 15 einingar í kennslufræðum á seinna ári og var þeim tjáð að það vrði ekkert vandamál. Þessar 15 einingar sem taka á í kennslufræðum skipt- ast þannig að bæði er kennd almenn kennslu- fræði og líka kennslufræði sérgréinar. Þessi tvö námskeið fléttast saman og því verður að taka þau samtímis. Nú í mars þegar þessir umræddu stúdentar áttu að skrá sig í námskeið fi'rir næsta ár var þeim tjáð að ekkert yrði úr kennslu í kennslufræðum sérgreinar þeirra, heldur ætti að bíða í eitt ár og kenna þetta einungis á tveggja ára fresti. Þetta þýðir að þau verða að gjöra svo vel að taka sér frí frá skóla næsta ár. Eins og áð- ur sagði var ekkert minnst á þetta við þau þeg- ar þau hófu námið. Málin standa þannig að deildin á í miklum tjárhagsvandræðum og því þarf að grípa til Jressara aðgerða. Þessum um- ræddu stúdentum finnst í sjálfu sér allt í lagi að þessi námskeið verði bara kennd annað hvert ár en betra hefði verið að þau hefðu verið látin vita af þessu strax. í athugun er hvort möguleiki sé fýrir þau að taka þetta við aðra háskóla hérlendis líkt og Kennaraháskólann eða Háskólann á Akureyri. Er ekki einmitt alltaf verið að reyna að gera samstarfið þarna á milli meira og betra? Að nemendur eigi kost á því að taka brot úr námi við aðra háskóla í landinu. Margir innan veggja skólans vilja halda þvf fram að nám f hinum há- skólunum sé alls ekki sambærilegt námi við Há- skóla íslands og því verði þetta ekki góð leið fi’rir þau. Þau tá mjög loðin svör og greinilegt er að ekki eru allir sammála í þéssu. Sumir segja að ekkert yerði hægt að gera fi-rir þau en aðrir vilja leita einhverra leiða. Auðvitað vill svo sem enginn að þau jafnvel hrökklist frá námi vegna jiessa. En þótt nú sé unnið hörðum höndum við að bjarga vandamálinu, þá er það vítanlega óþolandi að komið sé aftan að stúdentum á þennan hátt. Stúdentar verða að geta treyst Há- skóla íslands og þeim loforðum sem þeir fá. Þeir eiga ekki að þurfa að vera varir um sig líkt og í þessu tilfelli. Víst er að Háskólinn verður að taka sig á og leysa þetta vandamál sem fyrst. Nauðsynlegt er fi'rir þessa stúdenta að fá málin á hreint fljótlega svo þau geti ákveðið hvað gera skal næsta ár. 9S I

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.