Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 9
stúdeittablaðið 9 j HEiL-GEÐ-BRIGÐI ÁN FOR-DÓMA mynd: billi riöji fundurinn í málfundaröð Stúdentaráós og jafn- réttisnefndar Háskóla íslands fór fram 18. mars sl. og fjallaði um fordóma gegn geðsjúkdómum. Fyrir- lesarar voru Hannes Pétursson sviósstjóri geðdeildar Land- spítala-Háskólasjúkrahúss, Þórunn Stefánsdóttir sem ný- verið gaf út bókina Konan í köflótta stólnum, sem er per- sónuleg reynslusaga um baráttu hennar við þunglyndi og Héðinn Unnsteinsson verkefnisstjóri Geðræktar. Auk fyrir- lesara sté Edda Heiðrún Bachman í pontu og las upp úr bók Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um Björgu C. Þorláksson. . Fundurinn var vel sóttur og Ijóst er að opin umræða um geósjúkdóma verður æ brýnni enda talið að um 50 þúsund íslendinga glími við geðraskanir af ýmsum toga. Við feng- um Héðin Unnsteinsson til að fræða okkur þetur um geð- sjúkdóma, geðheilbrigði og geðrækt og hvað meiri fræðsla getur áorkað til að létta á þeim sleggjudómum sem fólk ieyfir sér aó kasta fram þegar geðræn vandamál eru ann- ars vegar. Við byrjuðum þó á því að fá hann til að segja okk- ur af tilurð verkefnisins sem hann er í forsvari fyrir; Geð- rækt. Tilurð verkefnisins „Verkefnið er í raun barnið mitt en alls hef ég unnið að málatlokknum í sjö ár. Fyrstu fimm árin vann ég mikið sem talsmaður geð- sjúkra en vorið 1999 komst ég yfir mikið efni um „Mental Health Promotion“ sem þýtt hcfur verið geðrækt (nýyrði Þórarins Eld- járns) og stendur fyrir heilsueflingu á gcði. I júnílok sama ár var ég búinn að fullmóta hvernig hægt væri að koma á fót geðheilsuefl- ingu (geðrækt) á íslandi og fékk til liðs við mig Svein Rúnar Hauksson lækni, Sigurð Guðinundsson landlxkni og fleira gott fólk. Hugmvndin vatt fljótlega upp á sig og að lok- urn var ákveðið að setja á laggirnar samstarfs- verkefni Landlæknisembættisins, geðsviðs Landspítalans, Heilsugæslunnar í Reykjavík og Gcðhjálpar. Eg byrjaði í launuðu starfi í janúar 2000 og var ætlunin að verkcfnið myndi standa yfir í þrjú ár. Verkefnið hefur komið víða við á tveimur árum, gefið út fræðsluefni í skóla og fyrir almenning, haldið út vcfsíðu, staðið fyrir námskeiðum í EHÍ, geðveikum dögum í HI, tekið þátt í Evrópu- verkefnum fyrir hönd íslands o.fl., auk allra fyrirlestranna. Á þeim tveimur árum sem lið- in cru hef ég talað við yfir 15.000 manns á fyrirlestrum, borgarafúndum, í framhalds- skólum og fyrirtækjum þar sem geð, tilvist, heilsa og ýrnis konar -dómar eru ræddir. Auk mín hefiir Dóra Guðrún, samstarfsmaður minn í Geðrækt, haldið fyrirlestra um geð- rækt fyrir grunnskólanema, kennara og for- eldra. Það fór mikil vinna í að fjárntagna verkefnið því heildarkostnaður er um 15 milljónir á ári en nú koma að því tvö ráðu- neyti og fimm fyrirtæki auk Háskóla íslands. I’etta verkefni var mjög tímabært því íslenska heilbrigðiskerfið hefur ekki verið nægilega vakandi fyrir átökum sem lúta að forvörnum og heilsueflingu því þangað rennur ekki beint nema um 2% aíþeim 96 milljörðum sem var- ið er til heilbrigðismála og almannatrygginga á þessu ári, og þessu þarf að breyta.“ 20 25% fólks á íslandi þjást af geðröskunum Heildargengi geðraskana á Islandi er talið vera á bilinu 20-25% og segir Héðinn mikil- vægt að skilgreina forvarnarþáttinn betur, hvað lýðheilsa sé og hverjir eigi að sjá um lýð- heilsustofúna. Hann segir að læknar og heil- brigðisstarfsfólk telji sig vita mest um málið en bendir á að í raun hafi heilbrigðisstarfsfólk fyrst og fremst vit á veikindum og vill tala urn x'eikindastarfsfólk. „Hættan er sú að það verði byggður annar fllabeinsturn í kringum forvarnir og heilsuefl- ingu og þar með verði lýðheilsa aldrei annað en heilsa, vegna þess að lýðurinn fái ekki tæki- færi til þess að móta hana og hvernig er unn- ið að henni. Ástæðan fyrir því að Geðræktin hefur gengið vel og náð til tjölda fólks er sú að við komurn til móts við fólkið í landinu. Við erum vitaskuld studd af heilbrigðisyfir- völdum en nálgumst fólkið á allt annan hátt. Það er beinlínis hættulegt að loka lýðheilsu inni í einhverri heilbrigðis(veikinda)stofnun. Við megum ekki missa sjónar á því að mark- aðskerfið er stærsti heilsuskaðvaldur í vest- rænu samfélagi og besta leiðin til að berjast gegn því er að nota það sjálft. Stota eins og Lýðheilsustofa getur aldrei unnið slíkan slag, cn með réttum aðferðum og nálgunum er hægt að hatá töluverð áhrif og um það snýst m.a. Geðræktarverkefnið.“ Félagsauður og mannauður Hvnð felst í orðinu geðröskun ? „Orðið sjálft felur í sér röskun á geði sem er sú staðreynd þegar hin andlega líðan er far- in að hala það mikil áhrif á daglega breytni og rútínu að hún dregur úr framleiðni, námsá huga, vinnuafköstum og öðru slíku. Röskun- in verður svo mikil að viðkomandi þarf að leita sér hjálpar. í dag cru lykilorðin í þessu sambandi lélagsauður og mannauður eða Social og Human Capital. Evrópusambandið er t.d. að átta sig á því hversu gríðarlcg áhrif þunglyndi hefi.tr á félagsauð því heilsan cr undirstaða alls sem við gerum. Heilbrigður maður með fullt starfsþrck á sér ftillt af draumum, veikur maður á sér bara einn og hann er sá að verða frískur á ný. Heilbrigðis- kerfið sem slíkt hefúr minnst að gera með heilsuna sé horft á hana í þessu víðara sam- hengi því það eru svo margir aðrir tilvistar- þræðir sem spinnast saman við hana, eins og samskipti vio aðra, vinnuaðstaða, fordómar, í hvernig húsnæði viðkomandi býr o.s.frv. Það má ekki gleyma þv! að allt hangir þetta á sömu spýtunni og geðraskanir og andleg vanlíðan hafa áhrif á félagsauð hverrar þjóðar og þar með á velferð hennar og efnahag. Evr- ópusambandið hcfur þegar brugðist við þessu vandamáli og \ið verðum að gera slíkt hið sama.“ Fordómar gegn geðsjúkum Er íslcnskt snmfélajj fordómafullt ígnrð þeirrn snn þjnst nfgcðsjúkdómum ? „Já, það er það og verður um alla tíð. I’etta skánar þó því fólk er sem betur fer upplýstara en áður. Hættan við fordóma sem beint er gegn geðsjúkum er sú að þeir hafa slæm áhrif á þá sem eru að reyna að ná bata og ýta þeim oft út í veikindi aftur. Ein af helstu ástæðum þess að ég kom fvrst frarn árið 1994 og talaði hispurslaust um þessa hluti, er sú aö ég ntissti 1 af hverjum 4 vina minna við það að leggjast inn á geðspítala. Mér var hatnað um vinnu í kjölfar, að því er mér fannst hreinskiptni um heilsufarsmál, og þá grcip mig þörfin til að benda á það að við sem höfum veikst af geð- sjúkdómum erunt ekkert öðruvísi en allt það tólk sem legið hefiir á spítala af öðrum sök- um. Verstu fordómarnir eru samt hjá geð- sjúkum sjálfiim og þá gagnvart sjálfum sér. Næstversta atbrigði fordóma finnst mér oft vera i heilbrigðiskerfinu, hjá læknum, hjúkr- unarstartsfólki og aðilum sem vinna þar, og svo höftim við auðvitað alls kyns fordóma úti í þjóðfélaginu sjálfú. 1 þessari fordómaumræðu er ágætt að velta fyrir sér spurningunni hversu ólíkt er ólíkt og hversti öðruvísi,. öðruvísi sé? Mannverurnar eru flestar í einhverjum fyrirfram ákveðnum staðalmyndum og stærst þeirra er samfélagið. Það er alltaf ákveðinn hópur sem stendur fyr- ir utan þetta rnengi samfélagsins, en flestir sem eru í því reyna að toga þessa aðila aftur inn. Sumir brotna því miður og fara aftur inn en cf það væru ekki einhverjir þarna fyrir ut- an, þá myndi aldrei neitt breytast í þessu mannfélagi okkar. Við munurn öll eftir því þegar Björk söng nteð bumbuna út í loftið og tólk hneykslaðist í umvörpum út um allt land. En hvað er hún ! dag? Hún er frábær lista- maður og besta landkynning scm Island hef- ur átt. Allt hetúr þetta með sjálfsmynd og sjálfstraust að gera, og ef þessir þættir cru ekki nógu sterkir, þá eru menn dæmdir til að vera í norminu. Þegar einhver hættir sér svo út fyrir mörkin, þá er svo auðvelt fyrir þá sem eru innan mengisins að bregðast við í sinni minnimáttarkennd með tordómum. Þá er sú staða komin upp að íordómurinn segir meira um þann sem er „innan“ heldur en tim þann sem er fyrir „utan“. Fordómar verða ákveðið varnartæki hinna „venjulegu" til að draga þá sem eru öðruvísi niður á sama plan. Garnan er að segja frá því að einmitt núna 1. maí er að hefjast átak landlæknis og Geðræktar ! sam- vinnu við fjölmarga aðra aðila þ.á.m. Stúd- entaráð HI, um fordóma: Sleppum fordóm- um, blásum þá burt, kyssum þá bless. Átakið stendur í mánuð og er ft-rst og fremst ætlað að vekja fólk til vitundar í sjáltsskoðun sinni á orsökum, birtingarformum og atleiðingum fordóma.“ Opin umræða Það komu upp misjöfn viðbrögð við erindi þínu d fundinum ojj sú rödd beyrðist nð bcst vicri nð Intn scm fiestn vitn nfsjúkdómnum vcgna þcss að snmfé- Intjið vtri ckki tilbúið nð tnkn slikum fréttum. Hvcr eru viðbrögð þin vtð slíkum vióbrögóum ? „Ég segi það bara hreint út að þetta er al- gjört kjaftæði. Auðvitað er þetta skoðun og manni ber að virða hana eins og hverja aðra skoðun en tjandakornið þetta minnir mig bara á strút sem ætlar ekki einungis að grafa hausinn heldur að hylja sig allan frá toppi til táar. Flestir sem legið hafa á geðdeild vilja aldrei ræða revnslu sína frarnar, en þetta er einmitt það versta sem viðkomandi einstak- lingur getur gert því slíkt hjálpar engum. AA samtökin tala cndalaust um málefni alkó- hólista á hundruðum fúnda úti um allt land og það sama þarf að gerast hjá geðsjúkum. Geðraskanir eru gríðarlega algengar mcðal lslendinga og það ýtir bara undir önnur veik- indi að ætla sér að tala aldrei um það. Við- komandi þarf engán veginn að koma fram opinberlega og tjá sig um þetta því sérhæfð samtök bjóða fram aðstoð sína þar sem hægt er að konva fram undir nafnleynd, það þarf að huga að fjölskyldunni og draga alla þætti þins venjubundna iífs inn í þetta. Það er því eng- inn að segja að þetta sé auðvelt, en það er ör- ugglega crfiðara að þegja um þetta. Við verðum líka að temja okkur víðan hugsanahátt og reyna að ýta tmdir umburðar- lyndi meðal þjóðarinnar gagnvart ólíkum lífs- formum. Ég held að enginn hugsi ! raun svona vítt en það gerir öllum gott að lciða hugann að þessu. Fjölskyldutengsl og uppeldi eru gríðarmikilvægir þættir inn í þessa um- ræðu því bömin gera það sem fyrir þeirn er haft. Éjg held að þessi stöðugi hraði sé ekki bar? að drepa heilsuna heldur manngildið sem slíkt Það er orðið allt of algengt að heyra íslensk ungmenni hafii skoðanir efir hcntug- ieika og það er ag-alegt að hlusta upp á eilíf skoöanaskipli þeirra eftir ,,behag“. Ég tel þctta vera í beiriu sambandi við neikvæð áhrif rnarkaðarins og þess lífsstíis scm við ölum af okkur. Stór hluti af okkar sjúkdómum eru lífsstílstengdir og það er margt i nútímasam- féiagi sem er hreint ekkert tii fyrirmynáar þótt við r.eijum marga af þeim hlutum til sjáif- sagðra mannréttinda hins vestræna heims. Ef við viljum búa í umburðarlyndara óg'skiin- ingsríkara samfélagi þá verðum við hreiruega aó aia upp betri einstaklinga því hornsteinn slíks samfélags hlýtur aó vera i uppeidinu og (iblskyidunni. Það er hægc að orða þetta bannig að gildismat mótar viöhorf, viðhorf væður skoðuntim, skoðauir ráða breyrni og , breytni ræður lífsstfl. .Svo ef þú vilt hafii áhrif, hafðu bá áhrif á gildismat fólks.“ bv

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.