Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 31

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 31
Röskva studentablaðið 31 Fyrstu vikur þessa starfsárs hatá einkennst af sama starfskrafti Röskxrn og einkenndu það síðasta og samstartsviljinn er engu minni heldur. Annar Stúdentaráðsfundur vetrarins Meðal þess sem rætt var á öðrum Stúdenta- ráðstúndi vetrarins var vinna við úthlutunarregl- ur LÍN. Fylkingarnar hefúr greint á um for- gangsatriði í sambandi við þær reglur og því ekki við öðru að búast en miklar umræður yrðu um lánasjóðsmál. Röskva gagnrýndi sem fyrr þá tor- gangsröðun að leggja áherslu á að lækka skerð- ingarhlutfall í stað þess að hækka frítekjumarkið. Til þess að sjóðurinn sinni hlutt'erki sínu sem té- lagslegur jöfnunarsjóður er nauðsvnlegt að leggja áherslu á að stúdent geti unnið sér inn því sem það kostar að framtleyta sér, áður en lánin byrja að skerðast, frekar en hversu mikið þau skerðast eftir það. Það á ekki að vera forgangsat- riði að hækka aðeins lán þeirra sem hafa hæstar tekjurnar. Samkvæmt skilgreiningu sjóðsins á hann í rauninni að veita þeim tekjuhæstu lægri lán en tryggja það að öllum sé gert kleift að stunda nám og gera það óþarft að vinna með námi. Rætt var urn breytingar á lögum um virðis- aukaskatt á erlendar bækur. Því var tágnað að bú- ast mætti við breytingu á frumvarpi til laga þess efnis að virðisaukaskattur af erlendum bókum verði lækkaður úr 24,5% í 14% eða til jafhs við skatt á innlendar bækur. Þar sem flestar náms- bækur stúdenta eru erlendar að uppruna er þetta mikið hagsmunamál fyrir stúdenta. í byrjun des- ember ályktaði Stúdentaráð þar sem bent var á hvílíkt hagsmunamál þetta væri fyrir stúdenta og hvatti stjórnvöld til að bregðast við sem fyrst. Röskva lagði einnig áherslu á í si. kosningum að áfram yrði unnið að þessu máli. Röskva leggur fram þau málefni sem hún lofaði að vinna að Síðustu vikur hafa verið ntjög viðburðaríkar hjá Röskvu, fyrstu fundir hafa nú verið haldnir í fastanefndum Stúdentaráðs og liafa fúlltrúar Röskvu verið mjög virkir og lagt tfam tjölda mála. Meðal þess rná nefna að í atvinnulífsnetnd lögðu fúlltrúar Röskvu meðal annars fram til- I<>gu þess efnis að tengsl hollvinafélaga deilda annars vegar og nemenda hins vegar yrðu efld. Þann 18. apríl sl. var haldinn samráðsfundur vegna þessa máls þar sem for- menn allra hollvinafé- laga, deildarforsetar og formenn nemendafé- laganna hittust tíl að ræða etlingu hollvina- félaganna. Hagsmunanetnd fundaði og var þar rneðal annars lagt fram mál sem Röskva setti ffam í síð- ustu kosningabaráttu en það er tillaga að nám- skeiðahandbók svipaðri þeirri sem þegar er til staðar í viðskiptairæðiskor. Þar gefa nemendur góð ráð og ábendingar varðandi hina ýrnsu kúrsa. í menntamáianefnd var lögð fram tillaga urn vinnureglur við prófsýningar, mál sem er mörg- unt ofarlega í huga á þessum árstíma. Það er víða pottur brotinn varðandi prótsýningar og nauð- synlegt að nemendum sé tryggður sá réttur sem þeir hatá samkvæmt reglugerðum Háskólans. Það er margt um að vera í alþjóðanetúd. Full- trúar trá Stúdentaráði eru á leið til Póllands í maí, á tlmd ESIB sem eru samtök evrópskra stúdentasamtaka. Alþjóðanefnd mun einnig hatá nóg á sinni könnu í sumar við að skipuleggja ráðstefnu norrænna stúdentasamtaka sem haldin verður hér á landi í haust. í jafnréttisnefnd var samþykkt að hetja átak vegna ein- eltis í haust. Á stærsta vinnustað landsins er nauðsyn- legt að fá umræðu um mál eins og ein- eltí og að fólk sé upplýst um hvert hægt sé að leita verði fblk fyrir slíku. Breytingar á ráðningakjörum fram- kvæmdastjóra-sem ekki rná ræða I ár var í fyrsta skipti staða framkvæmdastjóra Stúdentaráðs auglýst en áður hafa sitjandi stúd- entaráðsliðar skipað stöðuna. Röskva hefúr ítrek- að í gegnum tíðina lýst sig mótfallna ráðningu utanaðkomandi framkvæmdastjóra og lagt sér- staka áherslu á mikilvægi þess að framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs þekki vel til Háskólasamté- lagsins. Vaka hefúr lagt aðaláherslu á bókhalds- og viðskiptaþekkingu framkvæmdastjóra. Það var því Röskvu að vissu leyti gleðiefiii að Vaka skyldi viðurkenna mun á hagsmunatæki stúdenta og hverju öðru fyrirtæki og breyta í grundvallar- atriðum forgangsröðun sem fram kom í starfs- auglýsingunni til samræmis við málflutning Röskvu. Síðastliðin U'ö ár hatá ráðningarsamningar við formann og framkvæmdastjóra Stúdentaráðs verið lagðir fram enda eðlilegt að þar sé allt fyrir opnum tjöldum. I ár hefúr verið horfið frá þessu og launamálin ekki rædd opinskátt. Rösk\a lagði fram bókun á síðasta Stúdentaráðsfúndi þar sem hún harmaði að ekki stæði til að ræða þessa ráðn- ingarsamninga opinskátt. Breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra sem Röskva telur rétt að stúdentar viti um enda er þar um að ræða allt að 100.000 á mánuði eða rúma miiljón á ári. Röskva andmælti þessum breytingum að sjálfsögðu harðlega. Röskv'a óskar öllum stúdentum gleðilegs sum- ars og hvetur þá um leið að fylgjast með www.roskva.hi.is sem mun verða uppfærð reglu- lega í sumar. Það er aldrei að vita hvaða skemmt- un mun verða á dagskrá. Sjáumst hress. Kvedja Röskva BreytSngar voru gerðar á ráðningarsamningi við fram- kvæmdastjóra sem Röskva teiur rétt að stúdentar viti um, enda er þar um að ræða allt að 100.000 á mánuði eða rúma milljón á ári r Arangur á fyrstu dögum 50 milljón króna sparnaður fyrir stúd- enta Fyrstu dagar nýs meirihluta hafa verið vel nýttir og það hefur verið nóg að gera í hags- munabaráttu stúdenta síðustu mánuðina. Ljóst er að með nýju fólki korna nýjar hugmyndir og nýjar starfsaðférðir og árangurinn lætur ekki á sér standa. Þann 10. apríl sendi stjórn Stúdentaráðs áskorun til fjármálaráðherra þess efnis að hann beitti sér fyrir því að skattur á erlendum bókum yrði lækkaður til jafns við skatt á innlendum. Kom fram í ræðu ráðherra þegar hann flutti frumvarp um málið á AJþingi að ekki hefði verið nauðsynlegt að taka málið fyrir strax á yfirstand- andi þingi en eftir ábendingu trá SHI hafi hann tekið af skarið. Um mjög stórt hagsmunamál er að ræða fyrir stúdenta þar sem gera má ráð fyrir að 90% af þeim bókum sem notaður eru til náms í Háskóla íslands séu erlendar. Síðustu misseri hafa bækur hækkað mikið í verði og eru dæmi þess að nem- endur í einstökum deildum hafi þurft að borga allt að 40 þúsund krónur fyrir bækur á önn. Því verður þessi lækkun kærkomin fyrir stúdenta og enda munu þeir verða varir við töluvert lægra verð á bókum strax í haust en gera má ráð fyrir að sparnaðurinn geti numið 50 milljónum króna! Opið allan sólarhringinn Vaka hefur lengi barist tj’rir því að byggingar standi stúdentum opnar allan sólarhringinn. Stúdentar hafa oft kvartað yfir því að byggingar loki of snemma þegar nálgast próf og mörgum hentar betur að lesa á nóttunni. Mikilvægt skref í þá átt var stigið núna þar sem Oddi verður op- inn nemendum á nóttunni í fyrsta skipti. Urn er að ræða tilraun á vegum Stúdentaráðs undir for- ystu Vöku og Háskóla íslands til þess að kanna hvort þörf sé á næturopnun bygginga á próf- tíma. Ef í ljós kemur að þörf sé fyrir lengri opn- unartíma á próftíma á þessi tilraun eftir að styðja okkar málflutning í kröfu um bætt að- gengi að byggingum. 5 niilljónir til rannsóknaverk- efna Sjóðnum Þekking stúdenta í þágu þjóðar var komið á laggirnar á dögunum og gefst stúdentum kostur að sækja styrki til rann- sókna og náms sem nerna allt að 500 þúsund krónum hver. Sjóðurinn er tílraunaverkefni til eins árs og er stofnfé hans um 5 milljónir en það kemur frá Byggðastofnun og þeim sveitarfélög- um sem að sjóðnum standa. Stúdentaráð undir forystu Vöku hefur síðustu daga verið að móta reglur fyrir sjóðinn og gengið frá samningum \áð allmörg sveitarfélög senr koma að fjármögnun hans. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Stúdentaráðs www.student.is. Annar fundur Stúdentaráðs starfsárið 2002-2003 Á öðrum fundi nýs Stúdentaráðs sem var haldinn 18.apríl síðastliðinn var mörgum góðum málum ftindinn farvegur. Þar er helst að nefiia að stefna Stúdentaráðs var mörkuð í viðræðum stúdenta við stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- mann en mikill sátt ríkti um áherslur á meðal stúdentaráðsliða. Stefnan var sett á að hækka grunnframfærsluna, lækka skerðingarhlutfallið og hækka frítekjumarkið en síðustu ár hefúr meirihluti Stúdenta- ráðs ekki sýnt vilja til lækkunar á skerðing- arhlutfallinu. Þar var einnig samþykkt ályktun til stuðnings á frum- varpi sem var flutt á Alþingi nú á vordög- um sem miðar að því að stúdentar i leigu- húsnæði sem innifel- ur aðgang að baði og eldhúsi fái húsaleigubætur. Nú þegar er þessi réttur tryggður fyrir fólk sem býr á görðum en margir hafa ekki kost á húsnæði þar og þarf því að leita á almennan markað sem oftar en ekki er mun óhagstæðari. Því er nokkurt hagsmunamál að tryggja þeim hópi námsmanna sem ekki býr á görðum sambærileg kjör og þeim sem búa á görðum. Nánari upplýsingar um fúndi Stúdentaráðs er að finna á www.student.is. Ráðið en ekki skipað í starf fram- kvæmdastjóra Nýverið var ráðið í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs en ákveðið var að ráða á faglegum torsendum í fyrsta skipti í sögu ráðsins. Ákveðið var að leita eftir einstaklingi sem hefði þekkingu á bókhaldi, reynslu úr atvinnulífinu og þekkingu á háskólasamfélaginu. Stjórn SHI samþykkti ein- róma að ráða Brynjólf Ægi Sævarsson sem er 26 ára viðskiptafræðinemi á lokaári og er mikið gleðiefni að einhugur xárðist ríkja um ráðningu hans. Framkvæmdastjórinn mun sjá um dagleg- an rekstur ásamt því að hafa yfirumsjón með út- gáfustarfsemi SHÍ. Það er von Vöku að sú venja skapist að ráða á faglegum fbrsendum en ekki sé valið úr hópi stúdentaráðsliða eins og hefur ver- ið gert á síðustu árunt. Ekki er útilokað að fram- kvæmdastjóri geti starfað lengur en eitt ár í senn og þannig tryggt að reynsla og þekking glatist ekki af skrifstoftmni. Með aukinni þekkingu á rekstri er von til þess að það fjármagn sem ráðið heftir úr að spila nýrist betur. Auk þess sparast mikið á því að ráða ekki sérstakan auglýsinga- safnara fyrir rekstur Stúdentablaðsins eins og hefúr verið venja síðustu ár en slíkir safnarar taka um 20-40% af þeim tekjum sem þeir afla. Gleðilegt sumar Um leið og Vaka óskar öllum stúdentum gleðilegs sumars viljum við minna á að nú er að tára af stað öflugt sumarstarf félagsins. Við hvetj- um alla stúdenta sem hafa áhuga á að taka þátt í hagsmunabaráttu stúdenta með öflugu télagi að hafa samband við okkur í gegn um heimasíðuna okkar www.vaka.hi.is. Þar er að finna nýjustu fréttir úr starfinu ásamt áherslum og stefnumiðum Vöku. Ljóst er að með nýju fólki koma nýjar hugmyndir og nýjar starfs- aðferðir og árangurinn lætur ekki á sér standa.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.