Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 5
Reykjavík, maí 1939. 4. tbl. Sauðburður. ii. Því var lýst að nokkuru í síðasta lílaÖi, hversu örugt og gagngert eftirlit margir fyrri tíðar bæncl ur höfðu eða létu hafa með ám sínum á vorin og þó einkanlega um sjálfan sauðburðinn. Er engi vafi á þvi, að sú árvekni forðaði mörgu lambi frá hráð- um dauða og frelsaði margar ær frá miklum þján- ingum. Snúningarnir og fyrirhöfnin við ærnar á vorin var hvorttveggja í senn: hagsmúnastarf og líknariðja. Nú mun, því miður, nokkur breyting á þessu orðin, að minsta kosti i sumum sveitum og sýsl- um. Þegar fé er farið af gjöf og úr húsi að vor- inu, mun allvíða lítið að því hugað eða um það skeytt fyrstu vikurnar, nema því að eins, að veðra- far sé svo óhagstætt, að bein hætta sé á ferðum af þeim sökum. Þessi breyting er ekki til bóta, heldur jwert á móti. En hún er ef til vill afsakanleg, eins og nú er komið. Sé um það spurt hvað valdi, verða svör- in nokkuð oft á þá leið, að fólksekla í sveitum sé orðin svo mikil og alvarleg, að til vandræða horfi. Þær fáu hræður, sem hafist enn við á graslend- inu, sé svo störfum hlaðnar, að ])ær geti með engu rnóti á sig bætt vökum og erli við sauðfé. Víðast hvar sé nú orðið ærið fátt um vistráðin hjú, og unglingarnir leiti margir að heiman, undir eins og þeir sé fleygir og færir. Sumir fari nú raunar held- ur fyr — og detti fæstir í „lukkupottinn". — Hins vegar sé efnahagur flestra bænda þannig, að litið vit geti í því verið, að ráða kaupfrekt aðkomufólk til þessara snúninga. Þess beri og að gæta um flang- ur-lið það, sem helst kynni að vera fáanlegt, að fæst af því kunni skepnum að sinna af neinu viti. Og enn sé það, að sumt þetta fólk telji naumast virð- ingu sinni samboðið, að rölta kring um „skynlausar skepnur'*. Það vilji ekkert urn neinar skepnur vita og kunni ekki með þær að fara. — En af þessum vandræðum leiði að sjálfsögðu, að mörgum bænd- um verði með öllu ókleift, að sinna ám sínum að neinu ráði um sauðburðinn. Þeir hafi engan tíma til þess. Þá vanti fólk til flestra starfa. En mörgu sé jafnan að sinna á þessum árstíma, voryrkjum og öðru, sem eigi verði hjá komist eða á frest sleg- ið að skaðlausu. í línum þeim, sem fara hér á eftir, verður stutt- lega á ])að hent, hversu farið getur og farið hefir oft og einatt, þar sem ekkert er að ám hugað á vorin, en alt látið ráðast og fara eins og verða vill. Þegar illa viðrar um sauðburðinn, hrakviðri ganga og umhleypingar, er ávalt nokkur hætta á þvi, a' lömh ofkælist þegar eftir fæðingu, komist ekki á spena og krókni fljótlega. Var lítilsháttar að þessu vikið í síðasta blaði, og skal ekki endurtekið hér. Góðar mjólkur-ær, sem gengið hafa vel undan vetri, verða oftast nær mjög illa úti, er þær missa undan sér, t. d. þegar eftir burð. Júgrin eru full af broddi og mjólk og verða smám saman þanin og stálhörð, ef enginn er við höndina, sá er líknað getur og lin- að „forðabúrið“. Rekur þá bráðlega að ])ví, að júgrið fer að bólgna, en ]dví næst grefur í því, og getur meinið orðið að drepi. Eru slíkar ær aumk- unarverðir krossberar og einatt hörmulega til reika. Hefir sá, er þetta ritar, séð fáeinar ær, sem mist höfðu lömb sín, ærið illa útleiknar sakir þess, að

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.