Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 8
28 DÝRAVERNDARINN Réttleysi dýranna. Danskur bóndi gerist sekur um furðu- lega illkynjað athæfi. Ein af kúm hans tekur kálfsótt úli i liaga og fæðingin er örðug. Bóndi gripur til þess ráðs, að láta tvo ækishesta draga frá henni kálfinn. Kýrin bilast svo, að afturhluti líkamans verður máttlaus, en skemmist auk þess og bólgnar innvortis. Dýralæknir skoðar liana þrem dögum eftir hið frumlega til- tæki hóndans, vitnar um heilsufar henn- ar og lætur þess jafnframt getið, að fram- ferði hóndans hafi verið með öllu ósæmi- legt. — Dýravinir kæra hóndann, dýra- læknar fordæma athæfi lians og almenn- ingsálitið rís gegn honum. — En dómstól- arnir velta vöngum og komast að þeirri niðurstöðu, að í rauninni hafi bóndinn ekkerl til saka unnið. — Og svo er mál- ið afgreitt með einhverju rausi, sem kall- að er áminning! Svo bar til í septembermánuÖi síðastl., að bónda nokkurum í Orum (nálægt Höjslev) var tilkynt, að ein kýrin hans hefði tekið kálfsótt úti í -haga, og væri svo að sjá, sem íæðingin ætlaði að ganga seint. Brá hann við þegar og fór á vettvang, reyndi að draga kálfinn frá kúnni, en tókst ekki. Hugkvæmd- ist honum þá að fá ækishest, er í notkun var fyrir vagni þar á næstu grösurn, og láta hann vinna verkið. Var nú fengið traust rei])i og og tókst hónda einhvern veginn að koma því á kálfinn. Síð- an var taugin bundin i hestvagninn og reynt að teyma klárinn áfram með hægð. En talið var, að hann hefði eigi beitt allri orku sinni og har tilraunin engan árangur. Taldi hóndi ekki fullreynt með þessu og hugsaði sem svo, að vissara gæti verið, að hafa hestana tvo! Mundu þeir nýtast hetur við „ljósmóð- urstörfin“ og færi þá alt í lag hjá kusu, ef á væri tekið svikalaust. Nú vildi svo heppilega til, að skamt undan var maður einn í vinnu og hafði sá tvo hesta fyrir æki. Var hann fús til að reyna, er hóndi skor- aði á hann. Þvi næst var alt undirbúið af nýju, en maður sá, er hestunum stýrði, taldi þá örugga og samtaka í drætti. Og er alt var tilbúið, teymdi ekill- inn hesta sína af stað, svo sem væri þeir fyrir venju- legu æki, en þeir tóku á rösklega og fæddist þá kálfurinn. Þóttist nú bóndi vel hafa sýslað. En hráðlega kom í ljós, að kúnni mundi ekki ætla að heilsast sem best. Hún lá kyr og stundi. Fékst ekki til að rísa á fætur, hverra ráða sem leit- að var. Bóndi skildi ekkert í þessu. — Engu líkara, en að hún gæti ekki hreyft sig — kýr-skömmin! En heim varð hún að komast. Ekkert vit i ])ví, að láta hana liggja úti í haga. Og bráðlega komst bóndi og aðrir viðstaddir að þeirri niðurstöðu, að aftur- hluti líkamans mundi ærið máttlitill. Að lokum voru fengin sérstiik tæki, til þess að lyfta kúnni upp á flutningabifreið. Eftir það var henni ekið heim. Bóndanum var nú á það bent, að réttara mundi, úr ])ví sem kornið væri, að láta dýralækni líta á kúna. En hann kvað það ástæðulaust. Kýrin aldið. Aðrir flutu við bakkana, i hægurn straumi eða engum, og varð ekki hetur séð, en að þeir ætl- uðu að láta þar fyrirberast, þrátt fyrir skipanir rnóður sinnar. Og nú varð öndin enn í miklum vanda stödd. Hún vildi ekki fara frá þeim börn- unum, sem eftir voru, en þurfti jafnframt að sinna hinum, sem straumurinn hafði tekið og borið inn í sortann. Hún kallaði inn í myrkrið, en fékk vit- anlega ekkert svar. Þá hvarf hún ])angað sjálf, að- eins augna1)lik, — kom aítur að vörmu spori. ■— Og nú var ekki til setunnar boðið! Fyrst var kallað á hörnin, oftar en um sinn og all-skörulega, en er seint þótti við brugðið, tók hún ungana, einn og einn, og ýtti þeim frá landi, uns straumurinn tók þá og fleytti þeim inn í myrkragöngin. — Bráðlega tóku hnoðrarnir litlu að fljóta út á Tjörnina, og nokkurum augnablikum síðar kom öndin sjálf, ærið hnakka-kert, hróðug og húsmóðurleg með ]>á síð- ustu. — Þar með var þrautin unnin —- sú hin mikla ])raut. að koma öllum börnunum heilu og höldnu út á Tjörnina — út á ,,hafið“. Og fögn- uðurinn var mikill og móður-gleðin innileg. Svona gengu ]>essir flutningar. En sumar endur munu fara ,,landveg“ alla leið. Ætla menn, að þeim sé ennþá hættara við slysum og barnamissi.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.