Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 6
2Ö DÝRAVÉRNDARINN þeim haf'Öi engin hjálp komiÖ. Tvö dæmi eru minnis- stæ'Öust, fárra ára gömul. Var sami ma'Öur eigandi beggja ánna og báÖar fundust samtimis. TaliÖ var. a'Ö lömbin mundu hafa króknað þegar eftir fæ'Ö- ingu og ekki komist á spena. — Júgrin voru stokk- bólgin og holgrafin. Þegar i þau var skorið, foss- aði út bló'Ö og gröftur, en ódaun lagði af svo megn- an, a'Ö undrun sætti. Má nærri geta, hvilikar þján- ingar þessar vansælu mæður hafa verið búnar að liða. Reynt var a'Ö hreinsa júgrin og bæta meinin eftir föngum. En hjálpin kom of seint og sárin höfðust illa vi'Ö. Um haustið höfðu báðar ærnar verið óvenju magrar og skjátulegar, mæddar á svip og ólikar því, sem þær áttu að sér. Þeim var lógað, þvi að liklegt Jiótti, að júgrin mundu ónýt. Meðan eftirlit var meira og betra en nú gerist, kom það vitanlega sjaldnar fyrir, að ær rnistu und- an sér. En bæri þaÖ við, og væri ekki hægt að bæta þeinr missinn, með því að venja undir þær tvílemb- ing eða móðurleysingja, var þess ávalt gætt, að mjólka þær við og við, meðan þær væri að geldast. Stöku bændur höfðu að vísu þann sið, að láta mjólka slíkar ær daglega til fráfærna og höfðu þær svo í kvíum að sumrinu. En erfitt reyndist stundum og snúningasamt, að ná þeim í hús, og urðu margir unglingar leiðir og þreyttir á þeim sífelda erli og eltingaleik. En væri þeirn heitið hálfri nyt ánna aÖ hlaupa-launum, ])á horfði málið óneitanlega öðruvísi við og heldur betur. Þá kemur það og stundum fyrir, síðan er eftirlit þvarr með ám um og eftir burð, að sumar ær búi við stöðug óþægindi í júgri, sakir ofmikillar nijólk- ur, þó að þær hafi ekki mist undan sér. Vel fram gengnar ær, sem hafa ekki nema fyrir einu lamlú að sjá, mjólka oft meira en lambið getur torgað. Þegar svo vill til, og mannshöndin kemur ekki til hjálpar, verða ærnar iðulega hall-júgra, sem kallað er, því að oft mun það svo, er lambið fær nægju sína úr öðrum spenanum, að það snerti alls ekki við hinum. Það sýgur altaf sama spenann -—■ „sinn spena“. Afleiðingin verður sú, að hinn þrútnar og verður óaðgengilegur, er júgrið þenst út og harðnar af mjólk, sem í það safnast og fær enga útrás. Verð- ur þetta eigi all-sjaldan að meini og getur valdið Ijólgu og ígerð. Má og nærri geta, hvernig ánni lið- ur, er svona hagar. Sífeld óþægindi, sífeldar þrautir. Sjást þess og iðulega inerki, að slíkar ær kveinki sér meðan lömbin eru að sjúga, enda fara þau sjald- an mjúklega að „móðurbrjóstinu", er þau stálpast og ráða sér ekki fyrir kátínu og fjöri. — Áður var það talinn sjálfsagður hlutur, að hreyta eftir þörf- um allar ]>ær ær, sem mjólkuðu meira .en lömbin þurftu eða gátu torgað. Var það oft góður sopi og þakksamlega þeginn, sem æ'rnar lögðu í bú bænda með þessu hætti, fyrstu dagana og vikurnar eftir burð. Að lokum skal nefnt eitt dærni, er sýnir ljóslega, hversu hörmulega þær ær eru farnar ,sem geta ekki borið hjálparlaust, en enginn hirðir um og enginn líknar. Þær eru oft lengi að deyja, — heyja ]irot- laust strið og kvalafult, uns þær bugast. að lokum og lífið fjarar út. Fyrir nokkurum árum veitti bóndi ein.n þyí at- hygli, að ein fallegasta og besta ærin hans kom ekki fram i vor-smalamenskum. Þótti honum það grun- samlegt, ]>ví að hún hafði sjaldan út úr landareign- inni farið, svo að vitað væri. En nú hafði hún ekki sést frá því um sumarmál, er ánum var slept úr húsi. Reynt var að halda spurnum fyrir um hana, en kom fyrir ekki. Enginn hafði orðið hennar var. Þóttist bóndi vita, að eitthvað mundi hafa að henni orðið og liklegast, að hún væri dauð. Hún gat hafa farið niður um snjóhuldu eða stungist í pytt og far- ist meÖ þeim hætti. Lágfóta gat hafa orðið henni að liana. Hún gat og hafa dáið af „barnsförum“. Og fleiri gátu orsakirnar verið. Þótti bónda slæmt, ef dauð væri nú sú ærin, sem lagt hefði í bú hans vænsta reifið og þyngsta dilkinn. — Og einhverju sinni, er hann átti leið um svo nefndar Kvosir þar í heimahögum, rakst hann á hræið af ánni. Hún hafði ekki getað kornið lambinu frá sér og dáið með það i burðarliðnum. Hún hafði kosið sér vallgróna laut, er lambsóttin gerði vart við sig, og háð þar hinsta stríðið. Fluttst stað úr stað, friðlaus af sótt og kvölum, barist um og sparkað, svo að grasrótin var horfin og alt í flagi. Enginn veit hversu lengi hún hefir þjáðst, en vafalaust hefir helstríðið verið mjög langvint. Lambið var hrútur, óvenjulega mikill vexti og höfuðstór, og hafði staðið á hnakkanum. Kvaðst bóndi hafa orðið fyrir miklu tjóni, því að ærin hefði mátt heita á besta aldri, en lambið vafa- laust orðið afbragð annara hrúta. — Á þjáningar ærinnar mintist hann ekki einu orði. Það er vitanlega slæmt og fjárhagstjónið oft og einatt tilfinnanlegt, er skepnur farast af slysum eða

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.