Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 10
DÝRAVERNDARINN 30 hrundið. — Og i jrriðja lagi er slik starfsemi barna vel til ])ess fallin, að vernda ]>au frá götusolli og vandræða-slangri út og suður, sem vissulega getur haft margt misjafnt í för með sér og orðið að ill- um vana, sem oft og einatt reynist örðugt af að láta. En hver sá, sem öðrum líknar, býr i haginn fyrir sjálfan sig. — Sérhver fórn af barnsins hálfu eyk- ur gleði þess og treystir grunninn undir höll gæf- unnar. Forgöngumaður að stofnun dýraverndunarfélaga þeirra, sem hér um ræðir, var Lúdvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, ritari „Dýraverndunarfélags ís- lands“. Er hann einn hinn mesti áhugamaður um dýraverndunarmál og margt annað, sem kunnugt er, og hefir verið „lífið og sálin“ í dýraverndunarfé- lögum barnanna alla tíð. — En það liggur i augum uppi, að fátt eða ekkert er vænlegra til eflingar þeirri hugsjón, að sem flest'ir horgarar þjóðfélags- ins verði sannir dýravinir, en einmitt það, að ala börnin upp við þá hugsun, að dýrin eigi fullan rétt á sér, eins og við mennirnir, og fulla kröfu til þess, að æ sé vel að þeim búið. — Ef æskan er með, óhvikul og hjarta-heit, þá er sigurinn skamt undan. „Dýraverndunarfélagi íslands“ er því lifs nauðsyn, að laða æskuna að hinu góða og sálubætanda mál- efni, sem ]íað berst fyrir. „Dýraverndunarfélög barna“ eru háð eftirliti stjórnar „Dýraverndunarfélags íslands“. En henni til aðstoðar hafa verið og eru sérstakir menn. Fé- lögin halda fundi í barnaskólum úthverfanna og hafa skólastjórar og kennarar sýnt málefninu góðvild og fullan skilning. Skal þeim hér með- goldin þökk fyrir þann mikilsverða stuðning, er þeir hafa fúslega í té látið. L. C. M. hefir átt viðræður við dagblöðin um dýraverndunarfélög barna og segir hann í lok ]ieirra viðræðna: „Eg geri mér góðar vonir um, að félögin haldi á- fram að dafna og b'yggi eg þær vonir mínar fyrst og fremst á hinum ágætu gæslumönnum ]æirra og lifandi áhuga barnanna sjálfra, en þessi starfsemi fé- laganna er einn liður í ]>ví, að ala börnin upp þann- ig, að þau geti orðið góðir og nýtir borgarar í ])jóð- félaginu." Skilja hundar mannamál ? Það er oft deilt um það, hvort húsdýrin okkar skilji ef til vill eitthvað af því, sern við segjum. Náttúrlega þarf ekki að deila um það, að ]>au skilja meinignuna í einstökum setningum, cn ]tar með er ekki sagt, að þau skilji orðin sjálf. Ekkert húsdýr er eins nátengt manninum, eins og hundurinn og það væri því líklegast, að tala um að hann skildi eitthvað af því, sent við tölum, og ekki sist vegna-viturleiks hans og takmarkalausa þjónseðlis. Eg vil aðeins benda hér á nokkur atvik, sem benda i þessa átt. Þegar ég var um fermingu heima hjá foreldrum mínum, þá áttum við hund, sem var kominn að fót- um fram fyrir elli sakir og oft hafði verið ráðgert að drepa, en ekki komist í framkvæmd. Svo er það einn dag, að við erum að borða inni í eldhúsi og hundurinn er að vasast ])ar, en misti af flestu sem við fleygðum til hans, því hann sá svo illa og hin- ir hundarnir hirtu það. Pabbi segir þá alt í einu: Eg má nú til að fara að fá einhvern til að skjóta hann Sínó, þvi hann getur ekki einu sinni etið. Hann hafði vart slept orðunum ])egar Sínó rak upp hljóð og snarast út. Ekki hafðist hann i bæ- inn allan daginn og hvernig sem við reyndum að vera góð við hann, þá ýlfraði hann aumkunarlega og skalf á beinunum... Bóndi nokkur, sem bjó á Skjöldólfsstöðum á Jök- uldal flutti að Hofteigi í sömu sveit. Milli þ'ess- ara bæja er um tveggja tíma reið. Bóndi þessi átti tík með tveim stálpuðum hvolpum og var annar ])eirra skilinn eftir á Skjöldólfsstöðum, ])egar flutt var. Nú líður nokkur tími og það ber ekkert á því, að tíkin taki sér það nærri, að hvolpurinn var skil- inn frá henni. Dag einn kemur svo gestur frá Skjöldólfsstöðum að Hofteigi og segir það til tið- inda, að hundapest geisi ])ar efra á Dalnum og hvolþ- urinn hafi drepist úr henni. Rétt á eftir er tíkin horfin og finst hvergi, ])ó leitað sé. Seinna fréttist að tikin hefði komið i Skjölfólfsstaði um daginn og auðsjáanlega farið hratt yfir. Fyrst hafði hún farið þangað sem hún hafði legið á hvolpunum og þegar hún fann hann ekki þar, hafði hún leitað um

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.