Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 12
3^ DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur a8 minsta kosti átta sinnum útá ári. Dýráverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefitt út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er att vinna att upp- eldis- og menrtingarmáli allra þjótta, en J?aö er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sizt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Dýraverndunarfélag íslands. Fjarri því! Iiún: Segðu mér nú alveg eins og er, elsku-hjart- ans Stjáni minn •— var það ekki aðallega vegna jarðarinnar hérna, sem þér fór að lítast vel á mig? Hann: Nei, Guðríður mín — mér hefði litist al- veg eins vel á þig, þó að hann faðir þinn hefði átt tiu jarðir! Hélt það vœri köttur! Maður nokkur var kærttur fyrir það, að hafa skotið á söngvara, sem var að raula ,,amorsvers“ fyrir utan gluggann hjá henni dóttur hans. Hann var ,,forsmáður“ biðill, söngvara-garmurinn, en von- aðist til að geta töfrað stúlkuna með söng sínum og náð ástum hennar að lokum. — Það ])ótti held- ur hrottalegt tiltæki, að 'skjóta á piltinn og spyr dóniarinn föður stúlkunnar hvers vegna hann hafi gert þetta. — Maðurinn þverneitar þvi, að hann hafi skotið á nokkurn söngvara, en kannast hins vegar við, að hafa skotið. — Eg hélt að það væri köttur, segir hann — eitt þessara venjulegu ásta- fressa, sem orga og grenja allar nætur og halda fyrir manni vöku. — Dómarinn bendir manninum á, að ekki sé leyfilegt að skjóta á ketti. Maðurínn: Eg hélt að kötturinn væri sárlasinn — hljóðin voru svo ámátleg og átakanleg. Dómarinn: Áðan sögðust þér hafa haldið, að um venjulegt ásta-fress væri að ræða. — Maðurinn: Já, eg liélt það lika fyrst í statt, en svo breytti eg um skoðun. Dómarinn: Eg bendi yður á, að þér hafið alls ekki leyfi til að skjóta á lasinn kött. Þér hefðú átt að gera lögregl- unni aðvart og láta hana taka greyið. — Maður- inn: Það getur verið. En gái þér að þvi, herra dóm- ari, að ýlfrið var svo hryllilegt, að eg hélt að kött- urinn væri lræði hrygglirotinn og djöfulóður! Fékk fyrir ferðina, fiiliur sá! Kona nokkur, ung og kannske fögur og elsku- leg, bað manninn sinn að bregða sér út fyrir dyrn- ar og stökkva á brott fáeinum leðurblökum, sem væri að flækjast i kringum húsið þeirra. Þær ætti ekki þar að vera, óhræsin! — Maðurinn hélt að það væri nú hægur vandi og ekki lengrar stundar verk. — Svo kysti hann konuna sína á rósrauðar varirnar, en hún tók vindlinginn út úr sér á með- an. Því næst greip hann tennis-spaða frúarinnar, snaraðist út úr húsinu og lagði til orustu vitt hina illu og óboðnu gesti. — Segir nú ekki af hinu mikla stríði, en handleggs- brotinn koni mann-garmurinn aftur til konu sinn- ar elskulegrar, og l)ar sig heldur aumlega. Kvaðst hafa æpt og orgað, hlaupið og harnast, baðað út öllum öngum og barið loftið með spaðanum! — En er bardaginn hefði staðið sem hæst og sigur- vonirnar verið i þann veginn að byrja að glæðast, hefði sér orðið sú skyssa, að slæma spaðanum á vinstra upphandlegg sinn með þeim hörmulega ár- angri, att ])i]ian hefði hrokkið i sundur! Munið að gjalddagi blaðsins cr 1. júlí. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Pósthólf 566, Ileykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Otgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.