Dýraverndarinn - 01.05.1939, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN
27
Sigurför.
Margir munu þeir bæjarbúar og á ýmsum aldri,
sem yndi hafa af sumargestunum á Reykjavíkur-
tjörn, — öndum, krium og öðrum fuglum. Fáéinar
endur verpa i Tjarnarhólmanum að sögn, en aÖrar
suÖur í Vatnsmýri, í móum og skurða-bökkum, eink-
um í nánd við lækjar-sytrur þær, sem þar eru. —
t „fyllingu tímans“, þegar alt er úr eggi skriSið,
leggur móðirin af stað með hópinn sinn. Og ferð-
inni 'er heitið út á Reykjavíkur-tjörn. Það er kvíð-
vænlegt ferðalag, því að margvíslegar eru hætturn-
ar. — Kisa læðist á forboðnum leiðum, mjakar sér
áfram, lætur sem minst á sér bæra, kúrir sig nið-
ur, en hefir stöðugt vakandi auga á bráð sinni •—
yndislegum, brúnum smá-hnoðrum, sem móðirin er
að basla við að koma út á lækinn ■—• mýrar-lænuna,
sem endar í „jarðgöngunum“ svörtu og geigvæn-
legu, þ. e. steinlímspípu mikilli, sem hirðir mýrar-
vatnið og veitir því út í Tjörn. Eiga mæðurnar
oft í ærnu stríði, er koma skal börnunum á læk-
inn. Kjánarnir litlu vita ekki sitt rjúkandi ráð og
trítla sinn í hverja áttina. —
Kisa fer sér hægt. En alt af mjakast hún nær
og nær og veiðiklóin leikur liðug i skeiðum, reiðu-
l)úin til þess, að grípa bráðina, ef færi gefst. En
stundum bregðast allar vonir og tilræðið mishepn-
ast. Kisa tekur því með stillingu, sest um kyrt og
sleikir út um — lætur sem hún hafi alls ekki verið
í neinum veiðihug eða orðið fyrir vonbrigðum. Hvað
á annan hátt. Hitt er þó meira hrygðarefni, er hel-
strið þeirra verður þungt og langt. — Sá er eng-
inn sannur dýravinur, sem finnur ekki til þess í
hjarta sínu, engu síður en pyngju, er skepnur þær,
sem honum er trúað fyrir og ætlað að gæta og
vernda eftir föngum, líða þjáningar og dauða, sakir
vangæslu hans eða hirðuleysis. Það er skylda hvers
einasta manns, sem skepnur hefir undir höndum, að
fara vel með þær og gæta þeirra ávalt sem allra
Hest. — En brýnust er ]>ó sú skylda — og ætti jafn-
framt að vera ljúfust — á þeim tímum, er þessir
agætu og nytsömu vinir okkar bera nýtt líf inn í
heiminn — til yndis og hagsltóta alþjóð og einstak-
hngum.
varðaði hana um þessa vesalinga! Ekki vitundar-
ögn!--------Samt hefði nú óneitanlega verið gám-
an, að fá einn eða tvo spriklandi dúnhnoðra í
munninn! —
Krummi mun og hafa gætur á því, er unga-mamma
leggur upp í hið rtiikla ferðalag. Hann cr árrisull
og alt af á flakki, vargurinn sá arna, sí-hungraður
og gefur að mörgu gætur. •—
Veiðibjallan hefir það líka til, að l>regða sér suð-
ur yfir Tjörn og Vatnsmýri og líta eftir, hvort þar
sé ckki einhver veiðivon. Fer hún oft í það mund,
er fjórðungur lifir nætur eða heldur seinna, að vitni
kunnugustu manna. Flýgur lágt, hefir á öllu gætur
og grípur hvern unga, er til verður náð. Þar eru
ekki grið gefin. Gerist hún nú æ djarfari, er hætt-
an er engin. Og enn er fleira að varast. Móðirin
getur einatt orðið fyrir árásum og barnamissi á
leiðinni frá hreiðri til Tjarnar.
„Jarðgöngin“ við Tjarnar-endann eru nokkuð löng
og ærið dimm. Er og svo að sjá, sem sumurn ung-
um standi mikil ógn af því kolsvarta gímaldi. Sá,
sem ]>etta ritar, varð einhverju sinni vitni að því,
er önd kom sunnan Tjarnarlækinn með krakka sína.
Hafði sú níu barna að gæta og tókst snildarlega. —
En ferðalagið reyndist ærið tafsamt. Sumir þessara
nýju borgara i ríki náttúrunnar, flutu með bökk-
um, en aðrir bárust fyrir megin-straumi og fóru
greiðara miklu en hinir. Á einum stað var holbekt
og hurfu tveir unganna undir bakkann. — Öndinni
leist ekki á blikuna, enda var nú úr vöndu að ráða.
Ótækt með öllu að láta sum börnin halda áfram,
eftirlitslaus og óvernduð, en hitt þó enn fráleitara,
að fara frá kjánunum tveim, sem undir bakkann
voru horfnir. Móðirin tók þann kostinn, sem skyn-
samlegastur var: Ilraðaði sér niður fyrir hópinn,
sem á undan fór, og reyndi að gera óvitunum skilj-
anlegt, að lengra mætti ekki halda að sinni. Svo hóf
hún upp raust sína og kallaði i sí-fellu á krakkana
undir bakkanum — og loksins komu ])eir! Þá gladd-
ist móðurhjartað og áfram var haldið í skyndi.
Byririn var þægur og bárust hnoðrarnir litlu mjög
fyrir straumi, en móðirin hélt þeim á miðjum lækn-
um, eftir því sem við varð komið. — Og brátt nálg-
aðist „siglingin" hið mikla „ginnungagap". Þá vand-
aðist málið. Sumir ungarnir, þeir er í mestum
straumnum voru, fengu ekki stöðvað sig og bárust
viðstöðulaust inn í myrkið — inn í steinlíms-gím-