Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 4
42 DÝ&AVERNbÁRíNM niður að höfn og fara að skipa út, og þá yrði ekki Jia>gt að skipta úr þvi. Og kalh'ð kom til mín. Ég fékk alll í einn þau skilaboð úr næsla húsi, en þangað hafði verið hringt i síma, að ég œtti að koma stax með Skjóna inn að Tungu. Ég rank np]) til handa og fóta. Skjóni var í girðingu vestur í Bráð- ræði. Ég fór á hjóli og teymdi hann með mér hjólandi, því að ég vissi, að þannig mundi ég verða fljótari, en ef ég riði honum. Skjóna lá aldrei á, þegar maður var kominn á hak hon- um. Ég komst inn að Tungu, áður en það var orð- ið um scinan, en tæpara mátti það ekki standa. Þegar ég kom, átti að fara að hleypa út. Voru nú liöfð snör handtök, heizlum skipt, og Skjóni fór i hópinn, sem rekinn var af stað. Ég ræskti mig hrausllega, því að eitthvað kom í hálsinn á mér, og ég sá illa nokkur andartök, on svo leið þetta frá. Ég stóð þarna við tóma réttina með rauða folann í laumi. Ekki gat ég setið á hjólinu og teymt Jiann, ég varð að skilja það eftir. Á lieimleiðinni mætti ég manni, og sagði ég lion- um frá hestaskiptunum. Hann liristi höfuðið og gekk brott. Um kvöldið hitti þessi maður föður minn og sagðist lialda, að hann væri ekki með réttu ráði að láta þennan fallega grip, sem hefði vcrið stríðalinn, fyrir þetta ódó, því að þessi folaræfill mundi aldrei geta borið hann. Hann yrði gangandi eftír sem áður, þó að hann færi ef til vill einhvern tíma á bak þessu kríli. Pabbi varð fár við, en J)að manninn að Jiafa ckki áhyggjur af þessu, að minnsta kosti ekki. meðan Iiann gcngi á sinum fótum, en ekki lians. Skildu þeir að svo mæltu og varð fátl um kveðjur. Þegar ég kom heim með þann rauða, flykkt- ist allt heimilisfólkið út til þcss að skoða grip- inn. öllum fannst hann fallegur en lítill. Gam- all hestamaður, sem bjó í næsta húsi, kom líka. Honum lcizt vel á folann og taldi hann hafa ýmis einkenni góðra reiðhestsefna. En ekki þótti honum þó góð skipti að fá þcnnan fyrir annan eins grip og Skjóna. En pabbi sagði, að folinn mundi verða góður handa strákdindl- inum. Annars þyrfti ekki um það að sakast, þó að þessi hestaskipti kynnu að hal'a verið misráðin, ])að væri þá ckki fyrsta vitleysan, sem hann h.cl'ði gcrl um dagana, cn mundi verða sú síðasta á þessu sviði. Var folinn síðan látinn i girðinguna, þar scm Skjóni hafði ver- ið. Bar nú ekkert til tiðinda. Ég fór til folans alltaf, þegar tækifæri gafst. Hann var styggur við mig i'yrst í stað, en það fór af, þegar hann liafði lært að éta brauð, scm ég færði honum, en í byrjun fannst honum lítið til þess koma. Einu sinni færði ég honum líka mjólkursopa, og það kunni hann að mcta. Hann hélt áfram að sleikja ílátið löngu cftir að allt var búið úr því. — Hver hafði kennt honum að drekka mjólk? Það skyldi þó aldrci hafa verið hún, sem forð- um daga tók að sér að ala hann eingöngu á moðinu frá kúnum? Um þetta leyti skirði ég hann með hátíð- legri athöfn, og það sem meira var — upp úr mjólk. Enginn var viðstaddur nema ég einn, sem betur fór, því að það er ekki víst, að skírn- arsiðirnir hafi verið alveg hárréttir og ræðan ef til vill ekki boðleg áheyrendum. Við þetta tækifæri hlaut hann nafnið — Snigill. Um haustið var Snigill tekinn snemma í hús. Innan skamms át hann allt, sem að honum var rétt, matarleyfar, sykur, súkkulaði, epli, app- elsínubörk. — Allt át Snigill. Svo var farið að temja gripinn. Eg beizlaði hann og teymdi hann með mér, ýmist gangandi, hlaupandi eða hjólandi, því að enginn var hest- urinn til að haí'a við tamninguna. Um hátíðar var hann farinn að elta mig, hvert sem ég fór, þó að ég hefði hann ekki i taumi, og einu gilti, þó að ég væri á hjóli. Fór hann þá stund- um fram fyrir og beið mín svo, þegar honum fannst það hentast. Einu sinni sem oftar, var Snigill kominn alllangt fram í'yrir mig. Kom mér þá til hugar að fela mig bak við rimlagirðingu, sem var þarna nærri, og gerði ég það. Ég var á hjóli, en skildi það eftir utan við girðinguna. Leið nú góð stund, þar til ég sá hann koma. Hnusaði hann öðru hverju upp úr götunni, nam staðar við og við, mændi og hneggjaði tvisvar, svo

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.