Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 6
44 DYRAVERNDARINN Lisa er Ijómandi fcdlecjur, lítill köttur. llún getur alltaf verið að leika sér, og vel kann hún að meta sólskinið. En hún líkist meira en lítið œttingjum sínufti' austur í Asiu, þarna scm hún byitir sér í grasinu og hyggst að sýna Ijósmyndaranum í ivo heimana. E. E. Yelland: bahAtta milli dýba Allt frá upphafi dýralífs á jörðu okkar, hafa dýrin háð baráttu sín á milli. Menn skipa dýr- unum í þrjá flokka: a) dýr: lifandi vera með tilfinningu og hæfileika til að hrcyfa sig, en hefur ekki skynsemi. h) húsdýr: ferfætt, heimaalið dýr. c) maður: spendýr, sem stendur upprétt, liefur tvær hendur, skynsemi, andlega hæfileika og getur talað. Af öllum dýrunum er maðurinn grimmastur. A Spáni og í Mexíkó lifa menn, sem hafa það að sérgrein að vinna sér inn peninga með nautapyndingum. Kynsystkin þeirra hafa hina mestu ánægju al' viðhafnarmiklum sýningum þeirra, sem nefndar hafa verið nautaat, en ])að er rangnefni á nautapyndingum. 1 síðastliðnum ágústmánuði gaf að líta á strætum horgarinnar Linares á Spáni við- hafnarmikla skrúðgöngu manna í marglitum og fögrum klæðum, og fór þar meistari nauta- morðingjanna, umkringdur lífverði sínum, nautakvölurunum. Fylking ])essi liélt til hring- leikhússins stóra, sem þegar var orðið yfirfullt af manndýrum, sem þyrsti eftir hávaða pynd- inganna og morðanna á nautunum, sem fram- kvæmd voru af sérfræðingum í þeirri iðju. Þegar fylkingin kom inn á leiksviðið, stóðu áhorfendur upp í hrifningu og hylltu hetjurnar með mörgum húrrahrópum. Þegar liin hátíðlegu formsatriði voru um garð gengin, var fyrsta nautið rekið inn á sviðið. Það tregðaðist við að hreyfa sig. Það langaði ckki til að berjast. Menn ráku það áfram með því að stinga það með hvössum örvum. Það hreyfir sig ekki. Þetta fellur manndýrunum ekki í geð. Þá veifar maður rauðri kápu fyrir framan augu þess, til að fá ])að til að ráðast á sig. Hann lætur nautið lilaupa lengi á eftir kápunni. Þegar nautið cr orðið örþreytt, kemur maður mcð örvar til að knýja það til að hlaupa á nýjan leik. Hann er á hestbaki, og þegar nautið geysist að hon- um, stingur hann fimlega í herðalcamb þcss örvum, sem skreyttar eru marglitum böndum. Nautið, sem orðið er lalj)reytt og kvalið því sem næst til dauðs, verður æðisgengið af sárs- auka. Þá er komið að nautamorðingjanum, að leika listir sínar. Hann er aðalpcrsónan í aug- um fjöldans. Allir girnast að sjá, hvernig hann stingi sverði sínu í hnakka nautsins. Hinir blóðheitu Spánverjar hafa mætur á þef af nýrunnu blóði. Nautið nemur staðar .... lítur í kring uffl sig .... eins og maður, eins og það spyrji: „Hversvegna kveljið ])ið mig af slíkri grimmd?“ Þá koma aðrir nautakvalarar og beita öllum þcim brögðum, sem þeir þekkja og iðju þeirra tilheyrir, til að fá nautið á sprett aftur, til að reka það á móts við sverðið, sem falið er bak

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.