Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1951, Qupperneq 6

Dýraverndarinn - 01.09.1951, Qupperneq 6
36 DYHAVERNDARINN Fyrsta kona, sem stígur Loga á bak. Hann athugar þessa nýlundu með reistum höfuðburði og vökulum augum. Logi sairit loksins verðskuldaða viðurkenningu. Að minnsta kosti ineðal almennings vakti hann meiri at- hygli en nokkur hinna gæðinganna. Var þó eftir að láta hann sýna stökklist sína, þegar liann meiddist. Þáð átti að verða daginn eftir. í þetta sinn voru hon- um líka dæmd fyrstu verðlaun. Sigurður Helgason. Hesturinn og hamingja mannsins Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund, í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur — og knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur. (Úr Fákar eftir Einar Benediktsson.) Margan skrautvagninn hef ég séð, þar sem sá, er dró hann, var miklu meiri og göfgari hinum, sem ók. C. C. FLÓTTI Herti stökk um hjarn og þá hungruð tæfa greni frá. Há var þögn á hennar vör, hræddist veiðimannsins för. Hún sinn maka hníga sá harðan gaddinn niður á. Byssukúla brjóstið hjó, blóðugt dýr þar helið sló. Ung að verja inni börn eigi til þess hafði vörn. Engin var þar önnur leið, aðeins þeirra dauðinn beið. Þungra harma beiskjubál bæði nísti hug og sál, allt um kring var opin neyð, óstöðvandi kvöl og deyð. Iljar særði eggjagrjót, ótal hættur risu mót, óferjandi alls staðar, engum líkna henni bar. Mannaleiðum flýði frá, fjöllin bláu stefndi á. Loksins þar hún friðinn fann, fjarlægum í klettarann. Lömuð móðir lappir á lagðist freðnum steini hjá. Hungurvofan hörð og köld hefur þarna tíðum völd. Manndyggðanna merkin grönn minna á gæðin illa sönn. Verkin bæði vond og grimm verða heimi élin dimm. Kibba, kibba Kibba, kibba, komið þið greyin, kibba, kibba, græn eru heyin. Kibba, kibba, gemsar og gamalær og golsóttur sauðarpeyinn. Nálgast nú sólin náttstaðinn, nú ertu fjarri, vinurinn. Skyldum við hittast í morgunmund? Mild verður gleðin við endurfund. Sig. Ágústsson.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.