Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Page 4

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Page 4
20 DÝRAVERNDARINN KISA Þegar illa á mér lá og ornuðu tárin hvarmi, til mín komstu, kisa grá, og kúrðir mér að barmi. Mér finnst enginn efi á |>ví þótt aðrir vilji ei trúa, að kattarþeli þinu í þöglar ástir búa. Margir segja, að söngur þinn sé af verra tagi. Þú hefur samt í sál mér inn sungið dýra bragi. Mig hafa glatt þín ljóðin löng og látið tárin þorna, er þú kvaðst kattarsöng kát um bjarta morgna. Guðmundur Guðmundsson. (Úr kvæðinu Kisa). Tvær litlar kisur að hnupla úr mjólkurfötunni. (Dyrev. Ungdomsbl.) Aðalbjörg Skarpliéóinsdóttir: SKOT I FJARLÆGÐ Úti er íslenzkt vor, inni er kyrrð og friður. Ó, þú indæla vor, friðsælt og fagurt! Nú vaknar allt, sem lífsanda dregur, vaknar og lifnar eftir vetrardrungann. Það er vorþeyr í lofti. Ótal raddir berast til mín og óma í eyrum mér. Litlu, yndislegu sumar- gestirnir eru að boða komu sína hingað á yztu norðurslóð. — Hlusta þú, sál mín, og um þig mun streyma viðkvæm ró. Það er vormorgunn í allri sinni dýrð. Sólin skín skært og blítt yfir allt og alla; vorsólin ljúfa, sem bræðir klakann og græðir flest mannleg mein. Litlu lækirnir kveða sinn Ijúfasta óð, og fuglarnir kvaka í lofti. — Já . . . „Gott á fuglinn fleygi, sem fjötra engin bönd; en fótur vor er fastur, er fljúga vill önd‘‘. Og kyrrðin varir ekki lengi. Skyndilega er hún rofin með einu snöggu skoti, og svo koma fleiri á eftir. Hvað er að gerast? Því er auðvelt að svara. — Það er verið að skjóta fugla. Þessi fagri morgunn er valinn til svo andstyggilegs verknaðar. Hvernig má það ske, að til skuli vera nokkur mannshönd svo grimm að geta valdið þeim ósóma að níðast svo miskunn- arlaust á saklausum smælingjum? Þið varnarlausu, vængfleygu vinir mínir! Hvað hafið þið til saka unnið? Hví er ráðizt á ykkur a morgni lífsins með morðvopnum og þið sviptir lífi — eða það, sem verra er — særðir, ef til vill illa særðir? Þið eruð, eins og fleiri, að fagna vori þessa morgunstund. Ykkur grunar ekki, að hætt- an sé svo nærri. Þið vitið ekki, hve mannshugur- inn er harður í ykkar garð. Ó, þú vesæla mannskepna! Hvilíkt illvirki drýg' ir þú, og það á þessum degi, þegar allt er að íklæð- ast skrúða vorsins. Á slíkum degi eiga allir að fagna nýju vori og nýju lífi, en ekki taka sér morð- vopn í hönd og læðast síðan í skotfæri við varn-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.