Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 3
Betur má ef duga skal Verðlaunaritgerð I. eftir Valtý Guðmundsson á Sandi ÞEGAR við leiðum hugann að dýravemdunarmál- inu, dylst engum, hversu mikið hefur á unnizt frá bví fyrsta, og er skylt að geta þess, hvort sem vikið er að því máli í ræðu eða riti. Og þó að ófélagsbundnir forvígismenn þess fyrir og eftir síðustu aldamót ynnu talsvert á — og má þar einkum nefna Tryggva Gunnarsson og ýmis af skáldum okkar — þá hefur þó mest unnizt síðan Dýraverndunarfélag Islands tók til starfa. En betur má, ef duga skal. Ennþá er víða pott- Kyndill frœðslu og þekkingar lýsir til aukins þroska og menningar. Þannig hefur farið á mörgum sviðum, og vonandi verður sú raunin á vettvangi dýraverndunar- málanna. ur brotinn í þessu efni, og ætla ég hér að fara nokkrum orðum um þrennt. Ur því öllu er auð- velt að bæta, ef vilji er fyrir hendi, og hann er það raunar, svo framarlega sem allt of þrásækinn viðvíkjandi hrossasölu til útlanda á síðustu ára- tugum, því að nú keppast þeir, sem með þessi uiál fara fyrir stjórnarvöldin, um að leita að þeim útlendingum, sem vilja þiggja að gjöf heila hópa af merum — og láta graðhesta fylgja. Ég a hér m .a. við það, að fyrir ekki mörgum árum voru gefnar nokkrar úrvalshryssur og graðhestar til Þýzkalands í því skyni að skapa þar framtíðar- uiarkað fyrir íslenzka hesta. Hvílík glópska." Eins og áður er á drepið hér í blaðinu, mundi bað standa öðrum nær en Dýraverndaranum að vera á verði um hagsmunamál íslenzkra bænda, °g mundi þar fyrst og fremst mega nefna til Búnaðarfélag íslands og ráðunauta þess og Stétt- arfélag bænda. En það kapp, sem lagt er á út- flutning graðhesta og fylfullra hryssa, sýnir kannski betur en nokkuð annað hinn furðulega vilja íslenzkra manna, sem öðrum fremur ættu að vera ábyrgir, til að þóknast meira og minna duld- um erlendum hagsmunum og þjónum þeirra, þjónum, sem leita með ýmsu móti lags um að fá jafnvel ólíklegustu menn til að vinna að sínum málstað í stað þess að standa á verði um lög til verndar íslenzkum hestum — og um virðingu og hagsmuni þjóðarinnar. Það væri ekki úr vegi, að sjálfir bændurnir athuguðu, hvort allt sé með felldu, þar sem lög hafa verið brotin, lögum breytt — allt eftir er- lendum kröfum, og jafnvel hrossaræktunarfélög, og Búnaðarfélag íslands fengin til að mæla með útflutningi, sem augljóslega brýtur í bága við hagsmuni íslenzkra bænda í framtíðinni, þessir aðilar beinlínis fengnir til að vera þeir bakhjarlar, sem geri fært að særa undanþágur út úr land- búnaðarráðuneyti og landbúnaðarráðherra! DÝRAVERNDARINN 19

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.