Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 6
Kátur og Lukka I APRÍLBLAÐI Dýraverndarans í fyrra var saga af hundinum Kát og þeim mikla þætti, sem hann átti í því að bjarga fé mínu frá bráðum bana á aðfangadag jóla árið 1931. Hér segi ég nú aðra sögu af Kát. Það var hinn 16. júlí 1932, að ég fór sem oftar á sjó. Þegar ég var búinn að henda aflanum upp úr bátnum, settumst við félagar á klöppina og fórum að drekka kaffi. Kátur kemur þá með spýtu og leggur við fæturna á mér. Um hana var bundinn spotti. Ég leit varla á spýtuna, held- ur tók hana og henti henni út á sjó eins langt og ég gat. Hann synti strax eftir spýtunni, en ekki færði hann mér hana, en hann var vanur að sækja allt, sem hent var í sjóinn, og taldi sér skylt að færa þeim það, sem hent hafði. Þetta hann var fullt af meðalaglösum, áburðardósum, sáraumbúðum og lækningatækjum. „I veikindum eru fuglar nákvæmlega eins og menn,“ segir Nath fuglalæknir. ,,Þeir þjást af sótthita, meltingartruflunum, andarteppu, illkynj- uðum ígerðum — og svo vitanlega afleiðingum margs konar meiðsla, og þeir eru þakklátir fyrir rétta hjúkrun og læknisaðgerðir nákvæmlega eins og mennirnir.“ Hann þagnar, og ég segi: ,,En ekki þarf nú að dekra jafnmikið við þá og mennina?“ Fuglalæknirinn brosir. „Víst þarf þess,“ segir hann. „Það er nú til dæmis að taka, að ekki má skilja fugl eftir einan, ef hann er orðinn hræddur. Fuglar þola mjög illa einveru, sérstaklega ef þeir eru þjáðir. Ég hef veikan fugl alltaf í nánd við heilbrigða fugla, sér- staklega af annarri tegund. Það eykur líkurnar fyrir bata og flýtir fyrir batanum." Ég spyr Shiv Nash, hvernig á því standi, að fleiri fuglar séu í spítalanum á sumrin en á vet- urna. Hann svarar: „Fuglarnir reyna að leita sér að svölum stöo- Hundur að grafa mann úr fönn gerði hann aftur og aftur eða svo lengi sem maður entist til að veita honum þá ánægju að kasta. Vitanlega var ég ekkert að fást um það, þótt hundurinn færði mér ekki spýtuna, en ég átti eftir að komast að raun um, að hann meinti tals- vert meira með þessari spýtu en það að láta mig taka hana og henda henni í sjóinn. um, þegar hitinn kvelur þá. Þeir fljúga þá á alls konar hindranir, rekast á loftnet eða glugga- karma, svo að eitthvað sé nefnt, og úti á víða- vangi verða þeir fyrir árásum katta og ránfugla og hljóta skrámur og sár.“ „Hér eru ránfuglar og njóta lækningar?“ segi ég- „Já, það er dálítið svipað um ránfuglana og suma menn. Þeir særa aðra fugla og drepa þá oft og tíðum, en sjálfir verða þeir svo fyrir barðinu á einhverjum sér meiri og hljóta sár og beinbrot og þurfa svo á hjálp að halda. Auðvitað vísum við þeim ekki á bug. Við getum bara ekki haft þá innan um aðra fugla, þó að þeir séu veikir. Við verðum að loka þessa sjúklinga okkar inni í sér- stökum búrum.“ „Tekur ekki batinn oft langan tima?“ „Það fer nú auðvitað eftir því, hvað að er. Á um það bil tíu dögum grær brotinn limur. Og þegar sjúklingur er afhentur okkur innan sex stunda frá því að slysið vildi til, er yfirleitt alltaf hægt að setja brotna liminn rétt saman, svo að hægt sé að sleppa fuglinum, þegar bati er fenginn, út í loftin blá.“ 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.