Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 16
læk. Þegar kom fram yfir hádegi, gerðist Rauðka þorstlát og fékk að þamba úr læknum. I næstu ferð stanzaði hún á sama stað til að drekka, og svona gekk það í hverri ferð. Ég tók að undrast þorstann í skepnunni og fór að gefa henni gætur. Sá ég þá, að hún setti flipana aðeins niður í vatn- ið og hélt þeim þar, en drakk ekkert. Hún var einungis að hvíla sig með þessu bragði! Túnsækin var Rauðka í meira lagi, en völlur- inn þó ógirtur. Við siguðum frá túninu á kvöldin, en sáum þá stundum hvergi Rauðku. Kom síðar í ljós, að hún faldi sig á bak við fjárhúsin og var þar að bíta í óðaönn. Var hún vanin af þessu með hrossabrestinum. Eitt sumar á túnaslætti var farið að sækja hrossin á kvöldin og hýsa þau. Fór því fram nokk- ur kvöld. En þá tók Rauðka upp á því að fara hátt upp í Hámundarstaðahlíð, þegar leið að kvöldi. Fylgdu hin hrossin henni eftir, því að hún var greinilega foringi þeirra. Við nenntum ekki að sækja hrossin svona langt og töldum víst, að þau mundu eira þarna um nóttina. En um morg- uninn stóðu þau öll í túninu, og var auðséð, að þau höfðu komið snemma nætur; svo mikið gras var bælt og bitið, og þétt lágu hrossataðshrúg- urnar. Nú var vakað í leyni næstu nótt til að fylgjast með háttalagi Rauðku. Jú, hún færir sig upp hlíðina og bítur hin rólegasta um kvöldið. Klukkan langt gengin tólf fer hún að standa kyrr og horfa heim til bæjar, og rétt um lágnættið tekur hún allt í einu strikið niður hlíðina og heim í tún. Skokkuðu öll hin hrossin á eftir henni — alveg heim að bæ. Upp frá þessu voru hrossin alltaf hýst á kvöldin, þó að langt þætti að sækja þau. Rauðka var mjög duglegt beitarhross og glúrin að finna snöp, þótt lítið væri um haga fyrir fann- fergis sakir. Fylgdu hin hrossin henni trúlega. Var okkur jafnan meinlaust til hennar, þrátt fyrir brögðin og duttlungana. Og ellidauð varð Gamla Rauðka að lokum. ATHUGIÐ Nauðsynlegt er að kaupendur tilkynni bústaðaskipti. Van- skil hafa orðið á blaðinu vegna þess, að kaupendur hafa látið það hjá líða. Ég veit, herra, húseigandi, að það er bannað að hafa hund í húsinu, en yður hefur láðzt að hanna okkur að hafa fíl! TRALLI hefur því miður týnzt í bili, enda kominn á flækingsaldur, en vonandi leitar hann aftur heim. EFNISYFIRLIT yfir árgang 1958 fylgir næsta blaði Dýraverndarans. DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstj.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni, Garðahreppi (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Þorgils Guðmundsson, Hraunteigi 21 (Sími 34344. Pósthólf 993). Þorgils er að hitta á Fræðslumálaskrifstofunni alla virka daga frá kl. 9 til 5. Verð blaðsins er kr. 30.00. Gjalddagi er 1. júlí. Vinnið kappsamlega að útbreiðslu Dýraverndar- ans. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 32 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.