Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 8
unum og stökk hástökk. Oftast tókst henni ekki í fyrstu atrennu að ná með goggnum taki á vísin- um, en hún reyndi aftur og í þriðja sinn. Loks skall nefið utan um hann, en líka sprotann, sem hann hékk á. Svo dinglaði þá maddaman þarna á nefinu eins og einhver furðuávöxtur, unz sprotinn slitnaði af með vísinum á. Margar ferðir maddömu Zebúlon niður í land- helgina voru beinlínis farnar í þeim tilgangi að ræna eða sníkja mat í íbúðarhúsinu. Hún æddi rakleitt upp á tröppurnar, oggaði við hurðina og hjó í hana með nefinu. Ef opið var inn í fremri forstofuna, labbaði hún sig út í það hornið, sem fjærst var dyrunum, og hugaði að matarskál Kát- ínu. Ef þar reyndist eitthvað ætilegt, fékk mad- daman sér bragð, en knúði síðan á innri hurðina. Væri opið inn í eldhús, fór hún hiklaust þangað, vatt sér þegjandi inn undir eldavélina og athugaði birgðir Lobbu. En hún lét sér þær ekki nægja, þótt einhverjar væru, heldur fór og hitti húsfreyjuna, sem þó var máski inni í stofu, nam staðar fyrir framan hana, kíkti á hana þrákelknislega og sagði: „Ogg, gogg o-o-o-o!“ Það þýddi: Ég fer ekki fyrr en þú blessar mig. Ef útidyrnar reyndust lokaðar og enginn heyrði eða þóttist taka eftir kalli og bukki maddömunn- ar, snaraði hún sér ofan af tröppunum, vaggaði að eldhúsglugganum og flaug á rúðumar með háværum kröfuhrópum. Þegar hún rak nefið í rúðu, kvað við hátt, og þótti okkur alls ekki undir því eigandi, að glerið þyldi mörg slík högg. Einu sinni, þegar ég var einn heima og sat við ritvélina, fannst mér gust leggja inn með skrif- stofuhurðinni. Æ, ég hafði þá víst skilið eftir opið út, og ég, sem sagði stundum við hann Þór, ef honum varð þetta á: Við ætlum alls ekki að hita upp allan Fossvoginn! Ég stóð á fætur og fór fram. Jú, jú, það var opið út á tröppur og inn í eldhús líka. Ég heyrði eitthvert ókennilegt hljóð, skrjáf mundi það meðal annars hafa verið, en hvað meira? Ég vék mér inn í eldhúsdyrnar og sá mad- dömu Zebúlon standa á eldhúsborðinu. Hún hafði höggvið gat á laukpoka, sem Unnur var nýkomin með úr bænum, og var nú að reyna að kroppa í sig innihald hans. En það gekk böslulega. Mad- daman hjó aðeins við og við í stóran lauk, en skók svo hausinn og hryllti sig alla, og vætu- „Gerðu svo vel, Snati!" straumar runnu úr augunum á henni. Svona — nú gapti hún og virtist standa á öndinni. Hún leit á mig, hallaði undir flatt og var beinlinis ásakandi á svipinn. Svo kom romsa í geðofsalegum kok- tón, auðheyrt, að hún sagði: „Þarf nú endilega að láta svona bannsett óæti liggja hér á glámbekk?“ Síðan rak hún upp org, þeyttist ofan af borð- inu og rauk með vængjaslætti út úr öllum dyrum. Svo sá ég hana tifa upp eftir og heyrði vonzku- lega skræki, sem munu hafa jafngilt blóti og for- mælingum bálreiðrar manneskju. Hún lét ekki sjá sig oftar þennan dag. Daginn eftir var rok og regn, og hænsnin fóru ekki út. En upp úr nóni kallaði Unnur: „Guðmundur, komdu nú snöggvast!“ Ég fór fram. Unnur horfði út um eldhúsglugg- ann. Ég hraðaði mér þangað og sá maddömuna koma vafrandi niður brekkuna. Stormurinn skók hana, vatt henni sitt á hvað, og kamburinn stóð beint upp í loftið eins og barkað segl — eða slóst niður fyrir augun. Nú dundi á henni svo þétt hryðja, að einungis urðu greindar mjóar rákir af blökku fiðri milli fosshvítra regntaumanna. Snöggvast staldraði hún, sneri sér undan ósköp- unum, og stélið blés út, sveigðist upp og út til hliðanna. En brátt vék hún sér á ný til réttrar stefnu og hélt áfram að valtra ofan eftir. Svo vot sem hún var, mundi ekki annað vænna en Unnur tæki á móti henni í fremri forstofunni með veit- ingum, sem hún léti sér nægja. Guðmundur Gíslason Hagalín. 56 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.