Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 16
Fréttir frá Alþjóðasambandi dýraverndunarfélaga I. I febrúar 1958 yfirgaf japanskur suður- heimskautsleiðangur bækistöð sína í Suðurhöfum. Vegna óveðurs skildi leiðangurinn eftir 15 sleða- hunda. Er atvik þetta varð kunnugt í Japan, reis meðal almennings mikil óánægja og gremja. Ári síðar var japanskur leiðangur á ferð á sömu slóðum. Fundu leiðangursmenn tvo af hundunum á lífi. Dýraverndunarfélög í Japan hafa nú reist sleðahundunum minnisvarða við 330 metra háan sjónvarpsturn i Tókíó. Dýravinir í Japan hafa notað atburð þennan til þess að þróa með japönskum börnum mann- úðartilfinningu gagnvart dýrum. II. Mikið „syndaflóð" flæðir nú yfir 2500 fer- mílna svæði í Mið-Afríku. Flóð þetta stafar af því að stífla mikil hefur verið reist yfir farveg Zambesifljótsins, þar sem heitir Kariba. Flóð þessi hófust í des. 1958, og er áætlað, að vatns- magnið nái ekki hámarki fyrr en á árinu 1963. Þeir, sem gerðu verkáætlanir eru nú ásakaðir fyrir skilningsleysi á velferð allra þeirra dýra, sem eiga heimkynni á flóðasvæðinu. Á þessu svæði lifa fílar, zebradýr, apar og ýmsar teg- undir geita og svína. Dýr þessi hafa leitað at- hvarfs á eyjum, sem myndazt hafa. Margar þess- ara eyja fara í kaf, er vatnsborðið hækkar. Leið- angrar hafa verið gerðir út dýrunum til björg- unar, en starfið er mjög erfitt, því að bátar eru þarna litlir og erfitt að hemja villt dýr á flekum. Náttúruverndarnefndir víða um heim hafa hafið fjársafnanir til þess að gera út hjálparleiðangra og búa þá hentugum tækjum. Væri þörf á því, að Nói gamli væri endurfæddur og kominn með Örkina sína á flóðasvæðið við Kariba. III. 1958 gengu í gildi ný allsherjarlög í Bandaríkjunum varðandi aflífun búfjár. Dýravin- ir þar vestra fagna mjög þessum lögum. IV. Dýravinir í Kanada fagna nýrri gerð dýraboga, sem þar hafa verið teknir í notkun og fyrirskipaðir af þvi opinbera. V. Macquarie-eyja er í 900 mílna fjarlægð til suð-austurs frá Tasmaniu. Eyja þessi hefur verið óbyggð í mörg ár eftir að fuglatekja og sel- veiði var þar bönnuð. Eyjan er aðsetursstaður margra fuglategunda, t. d. eru þar 4 mörgæsa- tegundir, 2 albatrossa-tegundir og svo nokkrar tegundir fýlunga. Meðan leyfðar voru þar veiðar, urðu þar al- dauða tvær sérstæðar fuglategundir. Nú hefur frétzt, að ríkisstjórnin á Tasminu ætli að leyfa, að veiðistöð sé þar rekin á ný. Margs konar alþjóðafélög um náttúruvernd og dýravemd hafa snúizt gegn þessari fyrirætlun. VI. Vakin hefur verið athygli spænskra stjórn- arvalda á því, hve algengt sé meðal spænskra barna að fara illa með dýr. Bent er á, að ekki sé von á góðu þegar þess séu dæmi, að 5000 spænsk skólabörn hafi í einum spænskum bæ verið boðin til nautaats. Að vísu voru nautin kálfar, en þeir voru kvaldir og hrjáðir og síðar drepnir fyrir augum bamanna. VII. Alþjóða hvalveiði-ráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu um, að það hafi efnt til rann- sóknar á mannúðlegri aflífun hvala. VIII. Dýraverndunarfélag háskóla (UFAW) hefur gefið út bók um loðdýraveiðar, „Facts about furs“, þar sem sýnt er fram á, að veiðar villtra loðdýra séu óþarfar loðfeldamarkaði heims- ins vegna ræktunar loðdýra og framleiðslu ýmissa „loð-efna“, sem fullkomlega geta komið í stað loðfeldanna. I þessu sambandi er bent á árangur af notkun slíkra efna í fatnaði leiðangurs- manna á Suðurheimskautslandinu. DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstj.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni, Garðahreppi (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Þorgils Guðmundsson, Hraunteigi 21 (Sími 34344. Pósthólf 993). Þorgils er að hitta á Fræðslumálaskrifstofunni alla virka daga frá kl. 9 til 5. Verð blaðsins er kr. 30.00. Gjalddagi er 1. júlí. Vinnið kappsamlega að útbreiðslu Dýraverndar- ans. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 64 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.