Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 12
Mósi Hann átti indæl æskuár, gekk lengi undir móð- ur sinni og teygaði þrótt og fjör úr guðadrykkn- um, móðurmjólkinni. Þar að auki naut hann um- hyggju móðurástarinnar. Hann var því vel undir lífið búinn, enda var honum ætlað veglegt ævi- starf. Hann átti að verða reiðhestur ungu hús- freyjunnar. Hún var hestavinur, kunni á þeim tök og mat mikils gæði þeirra og yndisleik. Við þenna íturvaxna, fráneygða fola batt hún miklar von- ir. Hún var ekkert smeyk, þótt öll viðbrögð þessa ungviðis sýndu, að hann bjó yfir ofsafjöri. I æsku var hún vön að þjóta yfir holt og vegleysur á lítt tömdum angurgöpum. Sat hún örugg og keik á baki þeim, hvort heldur þeir voru með reiðver eða berbakaðir. Snemma tókst vinátta milli ungu konunnar og Mósa. Gekk svo langt, að hún þurfti ekki annað en kalla á hann. Kom hann samstundis, ef hann heyrði rödd hennar. Mósi brást ekki vonum húsbændanna. Hann varð gæðingur. Skeiðhestur og töltari, fjörmikill og flýtir með ágætum. En vanstillingar gætti í fari hans. Meðal annars kom hún fram í styggð svo mikilli, að ómögulegt var að handsama hann í haganum. Efldir karlmenn gáfust upp í þeim eltingaleik. Varð þá húsmóðirin sjálf að leggja á stað. Þegar hún var komin í kallfæri við Mósa, nefndi hún nafn hans. Hlýddi hann því kalli taf- arlaust og kom til hennar bljúgur eins og lamb. Ekki er vitað, hvort húskarlar hafa ætlað að lækka ofstopann í Mósa, er þeir tóku upp á því fíflskapar- og fantabragði, að beita honum fyrir æki. Þá raun þoldi hann ekki. Hann varð bók- staflega vitstola. Æddi hann í tryllingslegum ótta yfir hvað sem var. Að lokum slitnuðu böndin og hann losnaði við ækið. Vinkona hans gekk til hans niður á túnið, þar sem hann stóð titrandi eins og laufblað í vindi eftir átökin og skelfinguna. Hún klappaði honum og mælti til hans huggunarorð- um. En hann leit til hennar hryggum, skelfdum augum. Kattasögur Skap- og vei&ivargur KJÓI gamli á Brattavöllum var vargaveiðiköttur, enda bæði stór og grimmur. Hann var kolsvartur, nema hvað hvítur díll var á bringunni á honum. Hann var lánaður milli bæja á Árskógsströnd, þegar mikið bar á rottum. Heima hjá okkur drap hann sjö rottur fyrsta sólarhringinn, sem hann var þar. Um kvöldið var farið með Kjóa niður í kjall- ara. Þar hékk bútungur og hertir þorskhausar. Rotta stökk niður úr hausakippunni, en náði varla gólfinu fyrr en Kjói var búinn að hremma hana. Einn morguninn lá dauð rotta á miðju bað- stofugólfinu — ósnert, því að Kjói gamli komst ekki yfir að torga veiðinni. Stína vinnukona gekk um gólf í æsingi og tautaði: ,,Ég þori ekki að taka hana, ég þori ekki að tak’ana!“ Loks þreif hún hræið og þeytti því í ofboði út í skafl. Kjói var heimarikur og þoldi illa aðra ketti, drap jafnvel suma. Samt hélzt við heima stór köttur gulbröndóttur, og var „vopnaður friður“ milli þeirra Kjóa. Þó gat út af brugðið. Uppi á háu framhúsþaki lágu kettirnir stundum með hæfilegu millibili og bökuðu sig í sólinni. En skyndilega heyrðist kannski hvæs, og sá brönd- ótti kom í loftköstum niður á búrvegginn, og ruku af honum hárin. Einu sinni var hætt komið. Eftir þetta áfall varð Mósi aldrei samur. Hann hræddist allt. Hann þoldi ekki hnakktösku aftan við hnakkinn. Hann þoldi ekkert. Jafnvægi hans var brotið niður. Enginn treysti honum né gat verið öruggur á baki hans. Örlög hans voru ráðin, grátleg og grimm. Hann var skotinn átta vetra. Þannig geta skilningsleysi og hrottaskapur lagt líf í rústir, hvort sem í hlut á maður eða málleys- ingi. Guðrún Jóhannsdóttir. frá Ásláksstöðum. 60 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.