Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 14
ar hafa ef til vill leikið sér við bömin, og máski hefur einhver konan, sem misst hefur nýfætt barn, tekið að sér ylfing og gert hann að brjóstmylk- ing sínum, eins og dæmi eru til enn í dag hjá villiþjóðum. Hundurinn er að minnsta kosti elzta húsdýrið, og hundsbein hafa fundizt í átta þús- und ára gömlum öskuhaugum í löndunum, sem liggja að Norðursjónum. í Sviss hafa verið graf- in úr jörðu mjög gömul hús, sem reist hafa verið á staurum, og þar hafa fundizt bein úr hundum, ásamt beinaleifum kúa, kinda, geitna og svína. Hesturinn kemur frekar seint til sögunnar sem húsdýr, en þó mun hann hafa verið orðinn húsdýr Kínverja fyrir fjögur þúsund árum. Kettir flutt- ust ekki til Evrópu fyrr en um það bil einni öld eftir Krist og ekki til Norðurlanda fyrr en skömmu áður en Norðmenn námu land á Islandi. Austur- landabúar tömdu úlfaldann mjög snemma á öld- um, eins og sjá má til dæmis á Heilagri ritningu, en ekki eru nema 500 ár síðan Afríkubúar tóku að temja zebradýr og strúta. Og enn eru menn að gera sér að eins konar húsdýrum dýr, sem ekki hafa verið það áður, og þarf ekki annað en benda á loðdýraræktina. En eftir hverju hafa mennirnir farið þegar þeir völdu sér húsdýr? Hvers vegna hafa þeir tamið dýr, sem villt eru jafnerfið viðfangs og hesturinn, hreindýrin og svínin, en ekki rádýr og hirti ? Hvers vegna hafa þeir ekki gert Ijónið að húsdýri, þar eð það er engan veginn eins blóðþyrst og grimmt og orð hefur verið á gert, heldur ósköp góðlát- legt, ef ekki skerst í odda við það? Við vitum, að fornkonungar Egypta tömdu það og höfðu það með sér í hernað. Þama hefur fóðrunin ráðið úrslitum. Kýrnar þrífast á grasi, en hirtir og rádýr lifa í skóglendi. Og það er dýrt og erfitt að afla ljóni fóðurs, en hundkvikindi, sem getur gert svipað gagn, þarf engin ósköp og er ekki vant að fæðunni. DÝRALÆKNAFÉLAG ÍSLANDS á í haust aldarfjórðungsafmæli. Félagsins og sam- starfs íslenzkra dýralækna við dýraverndunarsam- tökin verður allrækilega minnzt í næsta tölublaði Dýr avemdarans. YNGSTU LESENDURNIR Blaðinu eru nú teknir að berast málshættir, orð- tæki, örnefni, mannanöfn og fleiri tegundir orða, sem eiga sér rót í samneyti manna við dýrin eða athugun á þeim. En blaðið óskar eindregið eftir því, að fleiri sendi slíkt, og munu nokkur bóka- verðlaun verða veitt þeim, sem mesta rækt leggja við verkefnið. Töluköttur Ef þið nennið að leggja saman tölurnar, sem þessi kisi er gerður úr, þá fáið þið að vita, hve margar mýs hann hefur á samvizkunni. Það segir að minnsta kosti sá, sem teiknaði hann! Hann er norskur, er mikill vinur íslenzkra barna og biður að bera þeim beztu kveðjur. Hann sé viss um, að þau vilji vera vinir dýranna og gæta þess, að vel sé með þau farið. 62 DÝRAVERNDARINK

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.