Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 14
meira en lítið gefnar fyrir að fela sig, þegar þær ætluðu að fara að verpa. Miðhlutann úr deginum mátti ég skríða inn undir hlöðugólfið, leita í arfa, káli og blómagarði, já, kíkja ofan í gjótur í tún- fætinum og jafnvel í glufur í klettinum ofan við túnið. En víst bar þetta árangur, — þau voru ekk- ert fá, eggjakílóin, sem hún amma sendi kaupmann- inum, og það fjölgaði óðum aurunum í sparibyss- unni minni. „Ja, hvort þú átt ekki nokkrar krónurnar, þegar dregur að jólum,“ sagði amma. Hún var orðin sú brattasta, en sagðist hafa svo mikið að gera, að ég yrði að halda áfram mínu starfi, — gera það fyrir hana. „Maður verður víst að reyna það,“ svaraði ég. „Ég hef nú alltaf haldið upp á það fólk, sem lengi hefur tollað við sama starfið," sagði amma og gaf mér myndarlegan kandísmola sem ábæti á kaupið mitt. En eins og vill verða um einvalda, varð Pótífar valdagráðugri og herskárri, eftir því sem hann elt- ist. Hann rauk ekki bara á hunda og ketti, heldur líka á strákinn hann Jakob í Efrihúsum. Hann lagði á flótta fyrir honum, enda stóð aftur af hon- um hvít hárrokan, því að Jakob var berhöfðaður og Pótífar notaði sér það. Ég var hreint ekkert óánægður með þetta, því að Jakob var dálítið eldri en ég — og ég hafði fengið á honum að kenna. Þá fékk og flökkulýðurinn, Tatararnir, sig full- reyndan á Pótífar. Allir Tatarar höfðu ótta af hon- um, eftir að hann tók því tak, hyskinu hans Hunda- Bjarna og hennar Önnu stóru. Þau komu kvöld eitt nokkru eftir höfuðdaginn. Hænurnar voru setztar á prikin sín, en Pótífar var enn á ferli. Hann dikaði um hlaðið ærið háleitur og þóttist svo sem húsbóndi á heimilinu. Hunda-Bjarni fleygði sér á hlöðubrúna með skinnskjóðu sína á baki, tók ofan hattkauf- ann og fór að þurrka sér um sveittan skallann, þótti gott að láta kvöldgoluna svala sér. Hann átti ljómandi fallegan rósóttan vasaklút, sem gekk í augun á mér, en ég stóð á varinhellunni og var að hugsa um, hvort ég ætti að labba mig út á hlaðið. Hvort sem Pótífar hefur espazt af því, hve litrík- ur hann var, vasaklúturinn hans Hunda-Bjarna, og fundizt hann vera að keppa við sig um skart — eða hvort honum hefur aðeins þótt hann gera sig of heimakominn, þá er svo mikið víst, að hann flaug upp á skallann á gestinum og hjó þar með nefinu og rispaði með sporunum. Hunda-Bjarni varð viti sínu fjær af sársauka og hræðslu og hringsnerist í 46 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.