Dýraverndarinn - 01.05.1981, Síða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Síða 12
eðlilega minnkað, en er þó enn stærstur. í haust er leið urðu talsverð blaðaskrif og umræður um hrein- dýraveiðarnar og birtust ljótar sög- ur í blöðum um hvernig að þeim væri unnið. Vafalaust mun ýmis- legt hafa verið missagt og orðum aukið í þeirri umfjöllun en þó virð- ist mér ljóst að úrbóta sé þörf í þessu efni. Mun ég hér á eftir lýsa hugmyndum um hvernig þoka mætti málum þessum til betri veg- ar. 1. Tryggt verði að hreindýraveið- arnar fari fratn á vegum sveitar- stjórnar og hreindýraeftirlitsmanns á hverjum stað. Ráðuneytið mun raunar ætlast til að svona sé að málum staðið, sbr. reglugerð um hreindýraveiðar, en talsverður misbrestur mun vera á því í framkvæmd. Hér í Borgar- fjarðarhreppi hefur þessi háttur verið hafður á frá því að leyfi fékkst fyrst til veiða árið 1974 og gefist mjög vel. Fjórir til sex menn hafa unnið að veiðunum undir for- ystu hreindýraeftirlitsmannsins og hafa þeim að sjálfsögðu verið greidd þokkaleg laun fyrir. Hagn- aður hefur alltaf orðið af veiðun- um að undanskildu einu ári þegar millj. var skipt milli bænda í Borg- arfirði í hlutfalli við landverð jarða í fasteignamati. 2. Ráðinn verði maður í fullt starf til þess að hafa eftirlit með veið- unum. Hreindýraeftirlitsmaður Fljóts- dalshrepps hefur nú yfirumsjón með hreindýrum auk þess sem hann á einnig að fylgjast með störf- um hreindýraeftirlitsmanna, sem starfa í hverju sveitarfélagi á Aus:.- urlandi. Hér mun vera um illa launað aukastarf að ræða og aug- ljóst er að til þess að það verði meira en nafnið eitt, veitir ekki af manni í fullu starfi. Tveir yrðu að- alþættir í starfi eftirlitsmannsins: í fyrsta lagi að fylgjast með hreindýr- unum allt árið og gera tillögur um veiðar og skiptingu veiðileyfa og í öðru lagi að hafa umsjón og eftir- lit með veiðunum. 3. Sett verði ný lög um hreindýr og hreindýraveiðar. Núgildandi lög um hreindýr eru að stofni til frá 1940, og þá sett eingöngu til að kveða á um alfrið- un þeirra. Breyting var gerð á lög- unum 1954 og ráðherra þá veitt vald til að heimila veiðar, telji eft- irlitsmaður hreindýra að stofninum stafi ekki hætta af. Mennamálaráð- herrar hafa gefið út reglugerðir með stoð í fyrrnefndum lögum. Nú- verandi reglugerð sem að stofni til hefur verið óbreytt síðustu árin, er góð svo langt sem hún nær, en æskilegt væri að löggjafinn mark- aði skýrar stefnuna í þessum mál- um og tæki þá mið af þeirri reynslu sem fengist hefur síðan 1954 að veiðar voru leyfðar á ný. Viðurlög við brotum á lögunum þyrfti að þyngja. Ekki er líklegt að núgildandi hámarkssekt, eitt hundr- að nýkróna, hafi mikið varnaðar- gildi. Magnús Þorsteinsson, Höfn, Borgarfirði eystra. 8 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.