Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 13

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 13
Straumandarhreiðrin í þrjú sumur hefur straumönd verpt hérna í rúnbrekkunni, en þar eru barrtré í uppvexti innan girð- ingar. Fyrsta sumarið fannst eitt hreið- ur. Það var við stofn blágrenis og alveg falið undir greinunum. Ég hefði ekki fundið það, ef öndin hefði ekki verið svo stygg að hún flaug af hreiðrinu þegar ég kom að trénu. Hún settist á ána, sem renn- ur rétt fyrir neðan túnbrekkuna og ég sá með undrun og gleði að þetta var straumönd. Ég hafði aldrei aldrei fundið straumandarhreiður áður, enda er mér sagt að það sé afar sjaldgæft að þau finnist. Hins vegar sá ég stundum straumönd með unga meðan ég átti leið um dalinn. Mér er sérstaklega minnis- stætt að einu sinni horfði ég á straumönd með unga koma niður Kálfabanaá, þar sem hún fellur freyðandi í stríðum straumi niður hlíðina. Þá sá ég að hún ber nafn með réttu, þegar ég horfði á hvern- ig öndin og ungarnir léku sér á straumnum. í fyrra voru tvö hreiður í tún- brekkunni, annað undir sitkagreni, en hitt fast við litla furu. Ég átti leið upp furubrekkuna, en hún er brött og greip ég í furugrein til þess að létta mér gönguna upp. Þá flaug straumönd undan trénu. í sumar var straumandarhreiður á sama stað og árið áður, undir sitkagreninu, en hitt var nokkru utar og ofar. Bjarki litli, dóttur- sonur minn, 8 ára gamall, fann það, DÝRAVERNDARINN Það var, eins og hin, falið undir greinum á grenitré, nálægt stórum steini í túnbrekkunni, en börnin hafa oft gaman af að leika sér í kringum hann. Ég var svo heppin að fá að sjá ungana í þessu hreiðri og var það einstök tilviljun. Þetta var 6. ágúst í sumar. Ég var úti á túni að raka dreif. Þá heyrði ég undarleg hljóð neðan frá ánni, það var grátklökkt kvak í önd. Bjurki litli og hún Guð- ný frá Tröð. sem er tveim árum eldri en hann, voru að leika sér í kringum stóra steininn í túnbrekk- unni. Ég fór á vettvang og sá þá hvers kyns var: Straumöndin hafði styggst af hreiðrinu og synti kvak- andi á ánni, en hvolpur sem fylgdi Guðnýju litlu, stóð á árbakkanum og varnaði landgöngu. Börnin tóku ekkert eftir þessu, þau voru upp- tekin af sínum leik. Ég flýtti mér að benda þeim á öndina á ánni og skýra fyrir þeim heimilisástæður Straumöndin er á frimerkjunum okkar núna. hennar. Guðný kallaði þá strax á hvolpinn. Ég læddist að hreiðrinu og sá að það var fullt af ungum. Við dáðumst litla stund að ungun- um og fórum svo öll burt úr trjá- garðinum svo að öndin gæti vitjað barna sinna. Daginn eftri kom ég að hreiðrinu og þá var það tómt En nokkrum dögum seinna sagðist Bjarki hafa séð allan hópinn á ánni. í desember 1979 Jóhanna Kristjánsdóttír, Kirkjubóli í ÖnundarfirÓ-i. Utigangshestur Spurt var í síðasta blaði hver væri höfundur kvæðisins um útigönguhestinn. Einn kaupandi blaðsins í Reykjavík og annar norður í landi sendu strax svör, sem voru samhljóða: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er höfundurinn og er þetta ljóð í bók hans „Ljóð frá liðnu sumri", bls. 111 og einnig er það í Ur- valsljóðum Davíðs frá Menningarsjóði 1977, bls. 174 G. H. 9

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.