Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 14

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 14
Sædýrasafnið enn í Tímanum, 2. jú'.í 1981, birdst grein eftir Halldór Valdimarsson um Sædýrasafnið við Hafnarfjörð. Hún er byggð á athugunum Hall- dórs á staðnum og viðtali við Jón Gunnarsson (kallaðan ,sædýr'), for- stöðumann Sædýrasafnsins. Þar barmar Jón sér mjög, en í ummæl- um hans rekst hvað á annars horn eins og svo oft áður þegar hann ræðir ástand og horfur Sædýrasafns- ins. Hér á eftir fara nokkrar glefsur úr greininni. Fyrst segir Jón Gunn- arsson: „Við böfum ekki mikið svigrúm lengur og ef ekki gerist eittbvað í þessum málurn fyrir haustið, er fyr- irsjáanlegt að við lokum endanlega og leggjum safnið niður þegar kem- ur fram á vetur. Það virðist sama til hvers er leitað í kerfinu hér hjá okkur, það eina sem fcest eru lof- orð um að athuga málin, en svo gerist ekkert. Síðasta vonin er að eitthvað verulegt komi út úr hval- veðiunum hjá okkur í haust," sagði Jón Gunnarsson (sædýri), forstöðu- maður Sædýrasafnsins á Hvaleyrar- holti í Hafnarfirði, í viðtali við Timann í gcer. Látlaust hefur hann kvartað um fjármagnsskort. Og víst þarf mikið fé til þess að reka slíkan stað. En það eru heldur ekki neinir smápen- ingar, sem hann hefur fengið að valsa með í nafni Sædýrasafnsins frá ríkinu og fjölmörgum sveitar- félögum á suðvesturhorni landsins. Aftur á móti hefur það oft gengið illa að fá reikninga safnsins gerða upp. Síðar segir: „Nokkru af smcerri dýrum safns- ins hefur þegar verið lógað, þeim er auðveldast vceri að afla stað- gengla fyrir, ef safnið opnar aftur." Og rétt á eftir: „Ætli það endi ekki með því að við leggjuim þetta niður og förum að leita okkur að vinnu annars staðar. Við stöndum ekki undir þessu lengi í viðhót. Eg hef hins vegar ekki í hyggju að lóga dýrun- um, eins og ein dýraverndunarkona var að leggja til um daginn. Við seljum þau til annarra dýragarða, þar sem fer vel um þau. Við erum ekki búnir að vera að berjast hér árum saman við að halda lífi í þessu, til þess eins að lóga því." Hvað er nú? Má lóga dýrunum eða má það ekki? Jón Gunnarsson virðist eiga ákaflega erfitt með að skilja það sem við hann er sagt og er sérlega uppnæmur fyrir ummæl- um dýraverndunarmanna sem hann rangtúlkar eftir geðþótta hvar og hvenær sem er. í hvert skipti sem um dýrin í Sædýrasafninu hefur verið rætt eða ritað á opinberum vettvangi af hálfu dýraverndunar- manna, hefur það komið skýrt fram að það sé ósk okkar að dýrunum verði lógað EF ekki er hægt að búa þeim viðunandi iífsskilyrði eða ráðstafa þeim til ábyrgra aðila. Blaðamaður gerir eins og áður sagði ýmsar athuganir á staðnum: „Þegar að safninu er komið í dag, verður strax greinilegt að það er í niðurníðslu. Mannvirki eru öll far- Þetta undurfagra ljóð er úr bókinni Kirkjan á hafsbotni, eftir Arnliða Álfgeir. FOLI Hann kom á móti mér - hikandi, safnaði fíngerðum vöðvum, flipa, hófum og faxi í þanda titrandi hreyfing, sem festi augu mín líkt og srrengi á lifandi hörpu. Ótaminn fjögurra vetra foli. 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.