Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 16
Börnin skrífa
Akranesi, 30. 11. ’80
Kæri Dýraverndari!
Ég óska eftir að verði meira um
barnaefni í Dýraverndaranum, t. d.
framhaldssaga um dýr, leikir eða
jafnvel gátur.
Ég óska eftir svari sem fyrst.
Með fyrirfram þökk,
Sigríður Þ. Reynisdóttir,
Kirkjubraut 58,
300 Akranesi.
Blaðið þakkar Sigríði á Akranesi
bréfið og vissulega munum við taka
þessar ábendingar hennar til gaum-
gæfilegrar athugunar.
„Grímur geitskór" sendir blað-
inu eftirfarandi sögu, en tekur þó
fram að hann hafi ekki samið hana.
Sagan heitir
Lappi
i
Lalli og Lappi voru bestu vinir.
Lappi var einhver fallegasti hund-
urinn í Flórens, og Lalli, eigandi
hans, var lítill, haltur drengur. Þeir
áttu heima hjá mömmu Lalla og
systkinum hans í litlu húsi í skugga
stórrar dómkirkju.
Þau voru öll glöð og kát, nema
þegar þau voru svöng, en það var
oft, því að þau voru bláfátæk. Móð-
ir Lalla vann mikið, Systkini hans
unnu líka, og Lalli vann eins mikið
og hann gat. En hann gat ekki mik-
ið, af því að hann var haltur. Hann
sat löngum á tröppum stóru dóm-
kirkjunnar og horfði á fólkið, sem
kom og fór.
Einn morguninn, þegar hann sat
þar í sólskininu, nam ókunnur
herramaður staðar og horfði á hann.
- En hvað hundurinn þinn er
fallegur, drengur minn, sagði hann
vingjarnlega.
— Lappi er ljómandi, sagði Lalli.
Þér ættuð að sjá hann á sunnudög-
um, þegar nýbúið er að baða hann.
- Hve gamall er hundurinn?
- Hann er þriggja ára.
- Kann hann að gera nokkuð
skrýtið?
- Ég held nú það, sagði Lalli.
Lappi kann margar listir. Viljið þér
sjá hann leika eitthvað af þeim?
- Já, mig langar mikið til þess,
sagði herramaðurinn.
Lappi lék nú ýmsar listir, dans-
aði á afturfótunum, lagðist niður
og lést vera dauður, sat uppréttur
og betlaði með framlöppunum o. s.
frv.
Ókunni maðurinn klappaði samí
an lófunum.
- Lappi þinn er mesti listahund-
ur, sagði hann. Viltu koma heim
til mín með hann og láta hann
skemmta litlu, veiku barni, sem ég
á?
Lalli brosti og sagðist vilja það.
Maðurinn sagði honum að koma í
stóra gistihúsið eftir hádegið. Svo
fékk hann honum tvær krónur og
kvaddi hann.
Lalli hljóp heim og hélt fast ut-
an um krónurnar.
- Þetta gaf hann mér, af því að
Lappi lék fyrir hann, sagði Lalli og
fékk mömmu sinni peningana. Nú
getur þú keypt þér skóna, sem þig
vantar, og kaffið, sem þér þykir
svo gott að drekka á morgnana, og
margt fleira. Tvær krónur var mikí
ill auður í augum Lalla í þá daga.
II
Eftir hádegið trítluðu þeir Lappi
og Lalli upp að gistihúsinu. Þeim
var fylgt inn í fallega stofu með
gylltum veggjum og flossætum.
Ókunni maðurinn sat þar á stól, og
lítill, fölleitur drengur lá þar á
legubekk. Hann talaði útlent mál,
sem Lalli skildi ekki. Það sá Lalli,
að honum þótti gaman að sjá listir
Lappa, því að hann klappaði sam-
an lófunum og brosti.
Drengurinn gaf þeim góðgæti.
Lalli og Lappi borðuðu það með
bestu lyst. Ókunni maðurinn gaf
Lalla loks fimm krónur og sagði
honum, að nú mættu þeir fara
heim.
Á heimleiðinni var Lalli alltaf
að hugsa um, hve gaman það væri,
ef herramaðurinn kæmi á hverjum
degi til dómkirkjunnar. Vesalings
Lalli hafði ekki skilið það, sem ó-
kunni drengurinn hafði kallað á
eftir honum. Þegar hann var að
fara með Lappa, hafði drengurinn
sagt:
12
DÝRAVERNDARINN