Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 21

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 21
Þetta skeður líka í vatninu. Hornsílið byggir hreiSur til varn- Þannig hagar náttúran þessu. Gorillur berja sér á brjóst meS ar hrognum sínum og karlfiskurinn biegir kynbræSrum sín- knýttum hnefum, fuglarnir syngja og við mennirnir setjum um frá meS broddunum og er þá oft mjög hugdjarfur. upþ rimlagirðingu. Frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar Dýraverndunarfélag Akureyrar hefur óskað eftir því við bæjar- stjórn, að félaginu verði veitt land- spilda undir dýragrafreit. Hefur verið tekið jákvætt undir þessa málaleitan og skipulagsnefnd falið að finna heppilegan stað. „Við vonumst eftir að landsvæði fáist undir grafreitinn, því við í stjórninni teljum það mikið nauð- synjamál, höfum raunar beðið svars í tvö ár," sagði Maríus Helgason, formaður Dýraverndunarfélagsins, í samtali við blaðið. Sagði Maríus, að eins og væri ættu dýraeigendur ekki aðra möguleika en grafa dýrin í garða sína þegar þau væru öll, ell- egar þá á víðavangi, og margir sæju ekki aðra leið en kasta þeim á haugana. DÝRAVERNDARINN „Þetta þykir mönnum sárt, því sem betur fer þykir flestum vænt um dýrin sín. Hér er því ekki ein- göngu á ferðinni hagsmunamál dýr- anna, heldur er þetta einnig mann- úðarmál gagnvart þeim sem eiga dýrin. Það hefur verið rætt um land norðan útivistarsvæðisins í Kjarna eða sunnan kirkjugarðsins. Ég held að það fyrrnefnda verði heppilegra. Ef þetta verður að veruleika, þá mun félagið sjá um að girða garð- inn og skipuleggja hann eins og hvern annan kirkjugarð. Ég veit ekki betur en þetta verði þá fyrsti dýragrafreiturinn á landinu," sagði Maríus Helgason. Stjórn Dýraverndunarfélags Ak- ureyrar hefur einnig haft þá reglu, að senda blöðum á Akureyri stutt- orðar ábendingar til birtingar um dýraverndunarmál. Eru nokkrar þeirra hér í blaðinu, því að í raun réttri eiga þær erindi til okkar allra. — Er ekki kominn tími til að kaupa á hann ól? 17

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.