Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 22
Blaðaúrklippur um málefni dýranna
HVENÆR
LÉTTIR ÞEIM SKUGGA?
Edda Bjarnadóttir skrifar'
„Velvakandi.
„Maðurinn er æðsta skepna jarð-
arinnar," stendur í bibíunni, en það
hefur hvarflað að sumum, þ. á m.
Kjarval okkar blessuðum, að hval-
urinn slagi hátt upp í manninn,
eða sé honum jafnvel fremri á ýms-
um sviðum. Hvalurinn pínir ekki
né drepur náunga sinn. Það gerir
maðurinn aftur á móti. Hann kvel-
ur einnig önnur dýr að nauðsynja-
lausu. Hvalveiðar eru engin nauð-
syn, en þjáningar fórnarlambanna
ómældar.
tlvar eru mörkin?
Þrátt fyrir einlæga sannfæringu
fjölda fólks um að hvalveiðar séu
siðleysi er haldið áfram að ráðskast
með alla stofna allra hvalategunda
og fullyrt, að það sé skynsamlegt að
veiða eins mikið og stofnarnir
framast þola. Hvar eru mörkin
Það eru margar eyður í vitneskju
manna um hvalinn, þetta gæflynda
risadýr, prýði hafsins og augnayndi
sæfara. Hvalaútgerðin var langt
komin með að útrýma öllum
stærstu hvalategundum heims og
sjálfri sér í leiðinni, þegar Alþjóða-
hvalveiðiráðið var stofnað. Þá var
tekið til við að friða í dauðans of-
boði til þess að bjarga fjármunum.
Alþjóðahvalveiðiráðið friðar ekki
hvali af siðferðilegum, mannúðar-
né fagurfræðilegum ástæðum.
18
Forsmáir gildi manngöfgandi en
óarðbœrra verðmæta
Alþjóðahvalveiðiráðið hefur al-
drei látið í ljós hvernig siðferðilega
sé hægt að réttlæta dráp hvala. Það
hefur bersýnilega engan áhuga á lif-
andi hvölum. Svona algjört neyslu-
sjónarmið er fram úr hófi ein-
strengingslegt og það sem verra er,
það forsmáir gildi manngöfgandi
en óarðbærra verðmæta.
Þegar sumrar á íslandi halda
fjögur svört skip til hafs með skut-
ulbyssur í stafni. Hvalvertíð hefst.
Hvenær léttir þeim skugga, sem
hún er á yndislegasta tíma ársins?"
Morgunbl. 31. 5. '81.
VAR VÍSAÐ ÚR LANDI
OG GREIDDU 100 KR. í SEKT
Mál Hollendinganna tveggja,
sem gripnir voru á Keflavíkurflug-
velli á föstudagsmorgun með 116
andaregg í fórum sínum, lauk með
dómssátt í gær og var þeim gert að
greiða hæstu sekt sem lög kveða á
um. Greiddu Hollendingarnir 100
krónur hvor í sekt, og var þeim
jafnframt vísað úr landi og fóru
þeir utan í gærmorgun.
Voru Hollendingarnir lýstir „per-
sona non grata" og fá þeir ekki að
koma til landsins næstu fimm árin
og gildir það sama um hin Norður-
löndin, þeir fá ekki að koma þangað
heldur.
„Svona sektir eru til þess eins
fallnar að laða eggjaþjófa til lands-
ins," sagði Árni Reynisson, fram-
kvæmastjóri Náttúruverndarráðs í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
hann var spurður álits á lyktum
máls eggjaþjófanna hollensku.
„Þessi sekt er hlægileg og mér
vitanlega hefur ekki staðið til að
breyta þessu. Að vísu stendur yfir
endurskoðun á lögum um fugla-
veiðar og fuglavernd og líklega
verður þetta eitthvað lagað í þeirri
endurskoðun, en málið er það að
við búum við 50% verðbólgu, en
upphæðir sektanna eru bundnar í
lögum, og verða þær hlægilegar á
örfáum árum. Þær verða algerlega
óvirkar og þýðingarlausar," sagði
Árni Reynisson.
Morgunbl. 21. 6. '81.
LEIÐBEININGAR
TIL ÖKUMANNA UM AKSTUR
FRAM HJÁ BÚFÉNAÐI
Enginn veit hversu margt búfjár
er drepið eða slasað árlega á vegum
landsins. En þessi slys fara ört vax-
andi með aukinni umferð og enn-
fremur fyrir aukna aðsókn búfjár-
ins að vegafláum, síðan farið var
að græða þá með sáðgresi. Fyrir
þetta verður ekki tekið fyrr en all-
ir aðalvegir verða friðaðir með girð-
ingum, en það á langt í land.
Margar ljótar sögur eru sagðar
um fórnardýrin, einkum limlesta
stórgripi. Oft eru sauðkindur einn-
ig limlestar, en sem betur fer, munu
þær í fleiri tilfellum drepast.
Sjaldnast gefur slysavaldurinn sig
fram, og mun ástæðan nokkurn
veginn augljós.
DÝRAVERNDARINN