Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1981, Qupperneq 25

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Qupperneq 25
Þessi mynd mun vera tekin á samkomu hvaljriðunarmanna á Lœkjartorgi fyrir nokkru síðan. - Ljósm. A. K. vogi hefur skapað vandamál og var það rætt á fundi heilbrigðisnefndar Kópavogs nýverið. Bragi Árnason, formaður nefndarinnar, reifaði mál- ið en síðan tók Ásgeir Pétursson bæjarfógeti til máls og ræddi um hundahald á stór-Reykjavíkursvæð- inu. Fógeti sagði að kvartanir hefðu borist frá íbúum bæjarins og hefðu sum málin verið leyst en önnur ekki. Þá voru ræddar hugmyndir um hvort æskilegt væri að reglu- gerð um hundahald yrði rýmkuð og þá settar strangar reglur um skrán- ingu og skráningargjald hunda og krafist vottorðs um hreinsun og að heimilt yrði að gera lögtak hjá hundaeiganda vegna gjalda. Ásmundur Guðmundsson, yfir- lögregluþjónn í Kópavogi, taldi mál þessi mjög erfið. Ekki væri hægt að fara inn á heimili og taka dýr þótt töluvert af kvörtunum hefðu borist. Fógeti lagði mikla áherslu á það í máli sínu að eftir að undanþágur til hundahalds voru rýmkaðar í ná- grannasveitarfélögunum, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit, hefði orðið aukning á hundahaldi í hinum sveitarfélögunum, Kópa- vogi og Reykjavík. Slíkt leiddi til þess að erfiðara væri nú að halda uppi gildandi reglum en áður var. Fógeti greindi frá því að hann mvndi á næstunni leggja fyrir heil- brigðisnefnd áætlun um fram- kvæmd samþykktar um hundahald í Kópavogi frá árinu 1975. - ]. H. Dagbl. HUNDAHALD LEYFT MEÐ ÁKVEÐNUM SKILYRÐUM Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum þann 30. júní sl., með 6 atkvæðum gegn 5, að DÝRAVERNDARINN leyfa hundahald í bænum með á- kveðnum skilyrðum. Á fundi þess- um var samþykkt að lögreglusam- þykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað jafnframt tillaga frá þeim Einari Þ. Mathiesen og Árna Gunnlaugssyni urn heimild til hundahalds með á- kveðnum skilyrðum. Fyrir var í lögreglusamþykkt heimild til leyfis fyrir hundi til lögreglu, hjálpar- sveita og blindra, en ekki ann- arra. Samþykkt sú sem gerð var, er á þá leið að einstaklingum er heim- ilt hundahald með vissum skilyrð- um. Skilyrðin eru m. a. þau að skrá verður hundinn og verður hundur- inn alltaf að bera skrásetningar- númer. Þá ber hundaeigendum að greiða árlega leyfisgjald vegna hundsins. Hundaeigendum er skylt að hafa hundinn ábyrgðartryggðan og skal hundurinn aldrei ganga laus á almannafæri, öðruvísi en í taumi og fylgd með aðila sem vald hefur á hundinum. Þá er óleyfilegt að fara með hund inn í sjúkra- og skólahús, matvöru- verslanir eða aðra staði þar sem matvara er um hönd höfð. Við brot á skilyrðum sem sett eru skal við- komandi hundur fjarlægður og ef um minniháttar brot er að ræða er eiganda gefinn kostur á að leysa hundinn út aftur. Ef brotið hins vegar er alvarlegt eða ítrekað, aftur- kallast leyfið. Þeir sem greiddu atkvæði með hundahaldi voru: Árni Gunnlaugs- son, Andrea Þórðardóttir, Einar Þ. Mathiesen, Jón Bergsson, Lárus Guðjónsson og Eiríkur Skarphéð- insson. Þeir sem á móti voru eru: Árni Grétar Finnsson, Stefán Jóns- son, Guðmundur Guðmundsson, Þorbjörg Samúelsdóttir og Gunn- laugur Jónsson. Morgunbl. 8. 7. ’81. SKEPNAN ALLTAF í RÉTTI Hér á landi ríkir sú regla að eig- endur dýra sem ekið er á úti á veg- um, fá þau bætt að fullu. Þetta 21

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.