Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 27.05.1915, Síða 4

Dýraverndarinn - 27.05.1915, Síða 4
2Ó DÝRAVERNDARINN hor hundruðum saman; allir vita þaö, en enginn kærir. Of margir samsekir. YfirvaldiS veit af því eins og hver annar, en hann hreyfir sig ekki. Enginn hefur kært fyrir honum, og því siSur nokkur sannaö aS nokkur kind liafi farið ú r h o r. Fuglafriöunarlögin eru vitaskuld oft brotin; en margir hafa líka sætt sektum fyrir það. Allir vita, aö þaS er langt um hættulegra aS bana einni æSarkollu en drepa 200 fjár úr hor. Dýravinum þykir súrt í brotiö aö eiga ekki aS baki sér svo skýr og ótviræS lög, aö auöiS sé aö koma fram ábyrgS á hendur hverjum þeim, sem uppvis veröur aö illri meöferS á skepnum, þvi aS þeir treysta þvi, aö bætt löggjöf mundi bæta hag skepn- anna. En þó aS eitthvaS kunni aS vera til í því, aö lögin séu ófullkomin, teygjanleg og óákveSin, þá er það víst, aö fleira er að. Hugsunarháttur fólksins og landsvenjan hefur áreiSanlega áhrif á yfirvöldin. AS minsta kosti meöan ekki fást ítarleg og fullkomin dýraverndunarlög, má vinna aö þvi aö breyta hugs- unarhættinum og landsvenjunni til batnaSar. ÞaS er meira aö segja nauösynlegt aS gera, til aö geta gert sér nokkra veru- lega von um góö lög um dýraverndun. Og þó aS þau gætu orSiS til, — sem er harla ólíklegt meðan þingmenn eru af sama súrdeigi og fólkiö, og fólkiS óskar ekki eftir slíkum lög- um — þá yrSu þau dauSur Ijókstafur, eins og horfellislögin. Fáir yröu til aS kæra, og enginn fengi sekt. En þegar almenningsálitiö er oröiS svo ríkt, aS yfirvaldiS veit, aS heiöur þess liggur viö, ef þaö gegnir ekki réttmætum kærum, þá er ekki hætt viö því að það skelli skolleyrunum viö. Hitt er freisting, sem enginn lagagætir ætti aö vísu að falla fyrir, aS 1)eita lögunum vægilega samkvæmt almennings- álitinu, heldur en hitt, aö beita þeim á þann hátt, er ríöur al- gjört í bága viS almenningsálitið. Dýraverndarar meS okkar þjóS eiga langt i land, og þeir mega búast viö aö þurfa „aö taka landsynninginn“, en þeir ná landi á sínum tíma. Ef til vill ekki þeim mun fyr sem fyr eru s a m i n 1 ö g um dýraverndun.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.