Dýraverndarinn - 27.05.1915, Blaðsíða 10
2Ó
DÝRAVERNDARINN
DÝRAVERNDUNABFÉLA6IÐ.
Dýraverndunarfélagiö okkar hérna er alt of fámennt enn þá,
til þess aö þaö geti sýnt af sér verulegt gagn, margir hafa
látiö það í ljósi, aö þeir vildu koma, og aö nauösynlegt væri
að efla þann félagsskap, en þó hefir það dregist að sýna vilj-
ann í framkvæmdinni, sumir hafa jafnvel látið sér svo barna-
leg ummæli um munn fara, aö þeir vildu ekki koma í Dýra-
verndunarfélagið, fyr en það væri búið að fá sér lög samþykt
af alþingi, svo að hver og einn félagsmaöur hefði rétt til að
taka með valdi dýrin af þeim mönnum, sem illa færu með þau.
Að fá þannig lög frá alþingi okkar, sem að visu væri mjög
æskilegt,, er þó ekki framkvæmanlegt nema aö menn myndi
með sér félagsskap til aö fá það í gegn, og eftir því sem félags-
skapurinn er öflugri, mannfleiri og víðtækari, eftir því hlýt-
ur það að fara, hve fljótt okkur tekst að fá þjóðarfulltrúana
á okkar band.
Því ætti enginn, sem ber velvildarhug til dýranna, að láta
það undir höfuð leggjast að ganga í Dýraverndunarfélagið eða
í þær deildir, sem stofnaðar kynnu aö verð út um landið.
Að taka málstað hins mállausa og vernda rétt hans á sem
flestum sviðum, er fallega gert og sæmir hverjum góðum
dreng og konu, og ekki hvað síst er hér verkefni fyrir ung-
lingana og börnin, að vinna hér fyrir góðan málstað.
Eg hef heyrt menn oft kasta því fram, að réttur smælingj-
anna í þjóðfélaginu sé brotinn, að þeir séu kúgaðir af auð-
valdinu og undirokaðir af valdhöfunum. Þetta kann að vísu
að vera satt, en þó er eg sannfærður um það, að cinskis manns
réttur er þó eins þrælslega brotinn eins og réttur málleysingj-
anna.
Við mennirnir — þótt við sitjum lágt í mannfélagsstiganum
og okkur finnist við ekki ná rétt okkar gagnvart okkar yfir-
boðurum og við séum kreistir af klóm auðkýfinganna — þá
höfum við þó þá stóru og miklu náöargjöf fram yfir dýrin —
og það er málið — svo við getum látið í ljósi hugsanir okkar
yfir því misrétti, sem við þykjumst beittir.
Þegar við sjáum hestinn barinn, hundinn laminn fyrir sak-
leysi og kettinum hent út á klakann, þá getur maður ekki ann-
að en tekið efti'r bænarsvipnum, sem oft er á svip dýranna, en