Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 27.05.1915, Page 11

Dýraverndarinn - 27.05.1915, Page 11
DÝRAVERNDARINN 27 þeim er málsins varnaíS, blessuöum, þau geta ekki kvartað og veröa aö taka viö því, sem aö þeim er rétt; Þótt stúrin hljóti þau stundum aö v.ra yfir meöferöinni. Þegar Dýraverndunarfélagið hefur 2—300 meöl., þá getur þaö bygt sér hesthús og selt ferðamannahestum hey og skýli meö vægu veröi, því á slíku er oft þörf, þegar mannmargt er í borginni. Þegar Dýraverndunarfélagiö hefur oröiö 3—400 með- limi, þá getur þaö Dygt sér hundahús handa ferðamannahund- um, svo þeim geti liöið hér vel í ferðalögum, og sömuleiðih flækingshundum, sem týnst hafa frá húsbændum sínum. Þegar Dýraverndunarfélagiö hefur oröiö 1—2000 meölimi, þá getur þaö reist sér sjúkraskýli fyrir vanaöa og meidda hunda og hesta og önnur dýr, svo þau geti notið þar aðhjúkrunar góöra manna. Þetta mun nú þykja nokkuö stórkostlegar skýjaborgir, en engum efa er það bundiö, aö þetta getum viö, bara ef viljinn er nógu einbeittur, því aö „sigursæll er góður vilji“. Og góöur vilji, eindreginn vilj, er máttugasta valdið i heiminum. JÓH ÖGM ODDSSON„ EINA VIKU í BRUNARÚSTUM. í einu af húsunum, sem logaöi upp í „brunanum mikla“ i Reykjavik, var kjötbúð. Þar var köttur haföur til vörslu, og var ekki manna í þeim hluta hússins að nóttunni til. Um margt þurfti að hugsa og margs var að gæta nóttina þá; og enginn mundi víst eftir aumingja kisu; auövitaö eng- inn vitaö af henni þar nema húsráðandi. Húsið brennur til ösku; dag eftir dag horfir fjöldi fólks á rústirnar, og engan grunar, aö nokkurt líf leynist undir öskuhrúgunum, niðurfölln- um múrveggjum og brunnum röftum. En viku eftir brunann skreiöist kjötbúöarkötturinn út úr brunarústunum, aumur og aðfram kominn af brunasárum og hungri. Einhver var svo miskunsamur aö stytta honum þegar aldur. Þetta, aö köttur brennur lnni, eöa endar æfidagana eftir heillar viku látlausar þjáningar, þykir mörgum aö líkindum

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.