Dýraverndarinn - 27.05.1915, Page 14
3°
DÝRAVERNDARINN
ekkert væri um aö vera. En úr því aö þetta eru einu sinni lög,
hvort sem þau álítast réttlát eöa ranglát, þá er þaö samt ekki
rétt aö þau séu svona herfilega fótumtroöin átölulaust, og mig
furöar stórlega á því, aö eigendur aö eyjum þessum, sem hafa
svo stórkostlega tekjugrein af þessum fugli, skuli ekki vernda
betur rétt sinn en þeir gera. Ef þeim væri þaö mikið áhuga-
mál, aö lög þessi væru ekki virt að vettugi, þá trúi eg ekki
öðru en þeir gætu séö svo til, að þau kærnu aö fyllri notum
og stuðlaö þannig aö því, aö sá fugl, sem á annað l^orö er friö-
helgur, geti verið óhindraður af byssukjöftum fugladrápar-
anna.
Varpeigendur þarna úti í eyjunum þyrftu aö vakna —- og
ættu aö vaka vel.
* *
*
Þaö er ekki of mikiö sagt, þótt sagt sé, aö þaö er hrejn-
asta háöung að sjá suma mjólkurvagnahestana af Seltjarnar-
nesi og Álftanesi; mér virðast þeir öllu horaöri en úr Mos-
fellssveitinni, þótt þar sé ekki úr háum sööli að detta fyrir
sumum. Þeir hestar, sem eru í þessum stööugu vetrarferöum
á hverjum degi, þyrftu þó aö vera í góöum holdum, vegirnir
eru þá vanalega verri en á surnrin og snjókyngi stundum með
afbrigöum, aö eg ekki tali um flutningatækin sjálf, vagnana
og aktýgin, alt er karbætt og stagað ; ef kjálki brotnar, þá eru
vanalega negldar utan á hann fjórar spengur úr tveggja þuml-
unga plönkum, til aö gera það alt þyngra og erfiðara; ekki
er svo sem verið að hugsa um að fá sér nýja vagnkjálka þegar
í stað. Nei, það er svo kostnaðarsamt. Best að hvað sé eftir
öðru; það á svo einstaklega vel saman: kvikhoraöur hestur
dragandi á eftir sér helmingi þyngri vagnáhöld en þurfa að
vera. Miskunsemi og hagsýni haldast þar í hendur — og koma
fram í mörgum myndum, þegar það er skepna, sem er annars
vegar og á i hlut.
* *
*
Sumir reiðmenn hafa þann ljóta sið, að spenna svo fast
keðjuna á beislinu sínu, að hún skerst inn í kjálkabörðin á
hestinum, og eftir því sem fastara er tekið í taumana, eftir
því kreppir meira aö hestinum, svo hann þolir ekki viö og