Dýraverndarinn - 27.05.1915, Side 15
DÝRAVERNDARINN
31
sýnist sem hann logi allur i fjöri. Þessa list og þenna ljóta
leik leika helst hestabraskararnir, þegar þeir eru aS sýna hvað
hesturinn, sem þeir vilja selja, sé ljómandi fjörugur, en kaup-
andi veröur stundum flatur fyrir þessari brellu seljanda og
kaupir háu veröi áburðarhest, sem reiöhestur væri.
Þaö er ljót sjón aö sjá mann koma á hlaupamóðum hesti,
löörandi um munninn í blóði, en slíkt hefur þó oft sést, og þá
að er gáð, er orsökin vanalega sú, að keðjan er of fast spent
eða járnmélið slæmt og ryðgað.
Góðir reiömenn gá að þvi æfinlega áður en þeir stíga á bak:
Hvort hnakkgjöröin sé mátulega föst.
Hvort hnakkurinn muni ekki meiða.
Hvort kverkólin sé ekki of föst.
Að keðjan sé eklci þrælslega spent, og
Að járnmélið sé ekki ryögað og lásarnir opnir.
* *
*
Vorið er komið og fuglarnir farnir að búa til hreiður sin
og verpa eggjum sinum; þeir syngja og tísta, hver með sínu
nefi, skaparanum lof og dýrð fyrir góða veðrið og yfir bólinu
sínu og eggjunum, en svo koma smalarnir og gangandi ferða
langar, sem rekast á dyngjurnar þeirra og róta öllu og rífa
alt í sig. Það er í fylsta máta harðýðgislegt að reka fuglinn úr
hreiðri sínu og láta greipar sópa ; að minsta kosti ættu foreldrar,
sem einhverntíma hafa staðið yfir moldum barna sinna, að
gæta varhuga við og vera þar ekki framarlega í flokki. Fugl-
arnir berja sér hörmulega yfir eggjamissi sínum, hjarta þeirra
svellur og svíöur af sárum harrni, og vé vitum ekki nema ein-
hverjir þeirra falli i valinn og deyi úr sorg. Annars skal eg
minna á fuglafriðunarlögin frá þinginu 1913. Með þeim lögum
eru flestallir fuglar friðaðir, ásamt eggjum þeirra. Fyrir hvert
friðlýst egg, sem tekið er, skal borga 1 krónu sekt, nejna
arnaregg 10 krónur. Því er heppilegast að láta alt eggjarán
liggja milli hluta og lofa vesalings sumargestunum okkar að
vera í friði með afkvæmi sín.
Allir foreldrar ættu i þessu efni, sem svo mörgu öðru, að
ganga á undan og áminna börn sín að gera fuglunum ekki
niein með eggjaráni.
JÓH. ÖGM. ODDSSON.