Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 5
D Ý R A V E R N D A R I N N • 53 Ljósasti votturinn um þaö er hve æðarvarpsræktinni fer lítiö frarn hjá oss. Þrátt fyrir alla viöleitni löggjafarvaldsins á aö friöa æöar- fuglinn til eflingar þessum atvinnuvegi, sýna margir honum fullan fjandskap með því aö drepa æðarfuglinn unnvörp- um, er þeir fá höndum undir komist. Og svo sljóft er almenningsálitiö fyrir gagni landsins, að þaö heldur verndarhendi sinni yfir æöarfuglamoröingj- unum. Jafnvel varpeigendumir sjálfir veigra sér viö aö ónáða þá, auk þess sem þeir hafa lengstum fylt fjandaflokk æöar- fuglsins með hóflausri eggjatöku og óskynsamlegri dún- töku og orðið þannig árlega tugum ])úsunda fugla aö bana. Meö þessari grimd og haröýögi gerum vér sjálfum oss stór- tjón og svíöum landiö okkar í staö þess aö prýða þaö. Þaö er sama þjóðarsmánin og liorfellisfarganiö, sem næstum ár- lega hleður valköstu af búpeningi vorum. Meö vaxandi menning og mannúö er vonandi aö þessum smánarblettum fækki á atvinnuvegum vorum. En þeir ]>urfa aö hverfa sem allra fyrst úr þessu, ef vér með réttu eigum aö geta talist siðuö þjóð. Vigur, 16. júní 1916. SIGURÐUR STEFANSSON. DÝRAVERNDUN EFTIR FRÚ INGUNNI EINARSDÓTTUR Á BJARMALANDI (Erindi flutt nö Þjórsártúni.) f þvi trausti að hin háttvirta samkoma misviröi þaö ekk, vil eg leyfa mér aö tala hér nokkur alvöruorö, ])ó aö síst vildi eg veröa til að gera gleðispjöll. Svo er mál meö vexti, aö eg hef eitt áhugamál ööru fremur, sem mig langar til aö tala um, og þaö er d ý r a v e r n d u n. Um hana þyrfti margt og mikið aö tala og enn þá meira aö gera til þess aö luigsjónir dýraverndara og dýravina kæmust i framkvæmd. En því miður hef eg fátt af ])ví, sem ötull dýraverndari ætti að hafa til aö bera, sem sé hvorki málsnild né starfs])ol, en eg hef áhuga og

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.