Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 8
56 DÝRAVERNDARINN þátt í útliti þeirra, hver fjárrekstrarmaSurinn var, því sumir voru mjög nærgætnir, en aörir ekki, heldur þvert á móti. Það er sorgleg sjón að sjá sauðkind, sem stööugt er barin og henni hrundið áfram, forugri og örmagna, og vita svo að hún hefur fyrir viku eða hálfum mánuði unað sér uppi á afrétt, mjallhrein og ljónstygg. Hún hefu.r orðið að þola mikið, áður en hún legst fyrir — stundum miskunnarlausar — hunda- og mannafætur og ofan í forina. Stundum komu naut til okkar, sem höfðu gengið klaufirnar upp i kviku svo að úr þeim lagaði hlóðið. Þau hrökluðust þá áfram í einum keng af kvölum, og ef numið var staðar eitt augnablik, voru þau óðara búin að fleygja sér niður. Stundum lágu slíkir ,,pislarvottar“ hreyfingarlausir heilan sólarhring og höfðu ekki rænu í sér til að éta, jafnvel þótt þeir væru glorhungr- aðir og strengdir upp i hrygg. Mér rann oft til rifja að sjá þessa blessaða aumingja, sem höfðu orðið að þola svo mikið fyrir hugsunarleysi og ónærgætni manna. Eg fór þá með marga grasviskina og með vatn til þeirra, J)ví að mér þótti sem augun þeirra jireytulcgu og döpru bæðu innilegar um einhverja líkn. en orð hefðu getaö gert. Og nú ekki alls fyrir löngu var eg á gangi eftir einni fjöl- förnustu götu bæjarins. Kom eg J)á auga á allmikla mann- ])yrpingu utan um einn hest. Einn unglingsdrengur var lát- inn teyma hann út á götuna, en af ])ví að hesturinn var mjög stirður, að líkindum af harðsperru, var annar drengur látinn 1)erja hann miskunnarlaust áfram með stóreflis svipu. Þetta var einn af hestum þeim, sem selja átti til útlandaH Inni í „porti“ þar rétt hjá var stór hestahópur. Þar út við vegg hýmdu fjórir hestar, sem teknir höfðu verið frá, enda báru þeir þess merki, og þau alt of sorgleg, að þeir höfðu ekki verið í vina höndum í vetur. Þeir voru svo magrir, að telja mátti í þeim hvert bein. Útlendingurinn, sem keypti hestaná, gekk að þessum fjórum, horfði á þá um stund og hristi svo höfuðið; eg lield að honum hafi ofboðið að sjá, hvernig „þarfasti þjónninn ‘ okkar var útlitandi, nú þegar honum var ætlaö að fara utan. Hvenær ætli sú siðferðislega „gullöld“ renni upp yfir þjóð vora, að slík meðferð á skepnum verði talin hreint og beint glæpsamleg? Það er bágt að segja hvenær það verður, en það eitt er víst, að einhvern tíma fer virðing bændanna ekki

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.