Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 6
54 . DÝRAVERNDARINN vilja, og þaö eru þeir bræöurnir, Á h u g i og V i 1 j i, sem hafa knúö mig til þess aö koma á samkomu þessa og taka til máls. Þér sjáiö aö þeir eru nokkuö áleitnir, þegar þeim tekst upp, og eg er að vona, aö þeir leggi ekki leið síná fyrir ofan garö og neðan lijá ykkur heldur. Eins og flestum ykkar er ef til vill kunnugt, var stofnað dýraverndunarfélag fyrir tæpum tveimur árum í Reykjavik; en eg held aö þaö hefði átt aö vera stofnað fyrir 200 árum, því ef til vill heföi liagur dýranna og þjóðarinnar þá veriö annar og hetri en hann er nú. Félagið var ekki stofnað í þeim tilgangi aö ganga of nærri eignarrétti manna yfir dýrunum, heldur átti félagiö i heild sinni að vera miklu fremur sem líknarfélag, og þennan stutta tima, sem þaö hefur starfað, hefur þaö, eg held mér sé óhætt að segja þaö, gert ekki svo lítið til líknar „mestu munaðarleysingjunum", dýrunum. Og meðal annars vill það leitast viö aö koma þeirri skoðun inn hjá hinni ungu og upp vaxandi kynslóö, aö auk þess sem það er óhcyrileg skömm aö fara illa með skepnur, þá er það og líka ómótmælanlegt tjón bæði fyrir einstaklinginn, sem hlut á að máli, og þjóöina í heild sinni. Dýrin eru þörfustu hjúin okkar, hjú sem licimta ekkert annað kaup en aö fá ofan í sig og svo mannúðlega meðferö. Og þaö er ekki hátt kaup, nú á þessum kau])hækkunar-tímum! Þau heimta, segi eg, en þaö er ef til vill ekki alveg rétt, þau heimta sem sé ekkert, en f o r- s j ó n i n heimtar þaö. Ef vér kveljum dýrin sem hún hefur trúaö oss fyrir, getur svo fariö, að hún taki þau af oss, svo að vér sitjum þá eftir meö skömmina og skaðann. Og því miöur eru þau dærnin helst til tíö; jafnvel þótt meöferö á dýrum sé yfirleitt margfalt betri nú en hún var fyrir 30—40 árum. En það er langt frá því aö hún sé eins og hún ætti að vera, aö minsta kosti sumstaðar. Eins og eg sagöi áöan, viljum við reyna aö innræta hinni ungu og upp vaxandi kyn- slóð þá skoðun, aö það sé mönnum skömm og skaði, aö fara illa meö dýr, svelta þau, misþyrma þeim, eöa láta þau hafa slæm húsakynni eöa hirðingu. Og þessi sannindi eru svo ofur einföld; en eins og kunnugt er, á margur maöurinn miklu auöveldara meö aö tileinka sér langar þulur, flóknar reikn- ingsreglur og fjölhreyttan fróðleik, heldur en einföld sann- indi, sem setja snið sitt á hina ytri breytni hans og göfga hann. Þess vegna megum viö ekki leggja árar í bát me;ð

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.