Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 2
50 DÝRAVERNDARINN Myndin er af fögrum fyrirheitum, sem geymd eru hjá Jesajasi spámanni: „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman, og smásveinn gætir þeirra. Kýr og birnur munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum; og ljóni'S mun hey eta, sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér viS holudyr nöSrunnar, og barniS, nývaniS af brjósti, stinga hendi sinni inn i bæli höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn ilt fremja eSa skaSa gjöra; því aS jörSin er full af þekkingu á Drotni, eins og djúp sjávarins er vötnum huliS“ (Jes. II, 6—9). Skemtilegt er aS bregSa upp slíkum sólarmyndum fyrir æskulýSum. Nú er þess full þörf, aS menn meö fögrum mynd- um útmáli friSinn. ViS eigum aS kenna hinum ungu aS lita á ]iá staSi, sem viS störfum á, sem heilagt fjall drottins, þar sem menn vilja ekki ilt fremja eSa skaSa gjöra. í heiminum er hin harSasta barátta. Mönnunum er ekki hlíft og þá ekki heldur dýrunum. Eg hefi lesiS í fréttagrein frá stríSinu, aS átakanlegt sé, aS heyra kvein hinna særSu hesta. ÞaS er ekki mikiS sagt frá slíku í blööunum, en viS vitum, aS nú verSa skepnurnar mikiS aS liSa ásamt mönnunum. Það berst andvarp frá jörSunni, þungar stunur, eins og frá þjáSum sjúklingum. Páll postuli tók eftir þessu og talar um þaS meS djúpvitrum orSum: „Skepnan er undirorpin hégóm- anum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann. Vér vitum, aS öll skepnan stynur líka og hefir fæSingarhríSir alt til þessa.“ (Róm. 8, 20., 22). Hann talar um þetta andvarp og þessa þrá hjá öllu, sem lifsanda dregur. ViS ættum aS hafa opin eyru fyrir andvarpinu og hinni djúpu þ r á, þá mundum viS færast nær hver öSrum, og einnig líta á skepnurnar, sem okkur er trúaS fyrir, meS meiri nærgætni. Eg sé postulann fyrir mér. Hann er á ferSa- lagi, um borgir, bygS héruS og óbygSir. Hann veitir þvi eftir- tekt, hvernig fariS er meS skepnurnar, hann fer um heiSar og skóga og sér liiS frjálsa líf dýranna. En hann hefir einnig séS, hvernig uxarnir reyndu á krafta sína undir hinni þungu byrSi, og liann hefir hugsaS um andvarpiS, er hann sá svipu keyris- sveinsins reidda til höggs. Eftir andvarpinu hefir hann hlust-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.