Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 8
56
DÝRAVERNDARINN
um þaö', aö meguröin væri ekki alment skoöuð sem neinn
verulegur galli; 35CK-500 kr., minna heyrðist ekki nefnt.
Því er nú ver, að svona útlítandi hross hneyksla alment
ekki; svona á vorin, áður en þau fara að taka verulegum
l^ata. Ef þau gerðu það, þyrði enginn, sem ekki vildi fá sig
brennimerktan sem skepnuniðing og kvalara, að kom fyrir
manna sjónir með slika hesta sem á kaupstefnuna komu, og
allra síst á fjölmennan mannfund, — og á kaupstefnu, til þess
að bjóða þessar skepnur, sem útgengilega vöru.
Eitt er áreiðanlega víst: Slík kaupstefna sem þessi, er ó-
hugsanleg i nokkru öðru siðuðu landi. ísland verður að telja
siðað land — þrátt fyrir þessa kauptsefnu. Og það er óhugs
anlegt að svona kaupstefna verði endurtekin. Kaupstefnur
þurfa að vera undir góðra manna stjórn; og stjórn, sem þekkir
hlutverk sitt, hefði hlotið að vísa heim miklum meiri hluta
þeirra hrossa, sem þarna voru saman komin, og banna eig-
endum þeirra að taka með þeim þátt í kaupstefnunni. Þeir
hinir, sömu, sem yrðu fyrir þeirri skömm, mundu tæplega
koma á næstu kaupstefnu með hneykslanlega magrar skepnur;
svo magra hesta, að það í raun og veru varðaði við lög, að
taka ])á til þeirrar brúkunar, að ríða þeim milli bæja.
Svona var þá sýnishornið af sunnlenskum sveitabúskap
18. júní 1917. — Illum heyfeng um kent og hörðu vori
Voru þá allar skepnur á Suðurlandsundirlendinu þessu líkt
útlítandi? Nei, sjálfsagt ekki; en það er eins og betri bænd-
urnir hafi dregið sig í hlé; alls ekk komið til kaupstefnunnar,
né heldur sent gripi þangað.
En í viðræðum við menn kom það í ljós, að fleiri skepnur
en hrossin hafi lifað við harðan kost í vetur og í vor í þess-
um sveitum. Kýrnar geldar, og ekki dæmalaust, að kálfar og
jafnvel svín hafi farið úr einhverri „ótukt“; þá sögu seljum
vér ekki dýrari en hún var keypt; þó nokkur heimili með 2—3
kúm alls endis feitmetislaus; verða að „éta þurt“; sælir eru
])eir, sem gátu náð i svolítið af lýsi, til að búa til „bræðing",
en heimilin vantaði þá tólgina; þau átu því þurt.
Svona var sagan. Hún er ljót; en hún skal sögð til athug-
unar góðum mönnum. Einhverjir firtast. Þeir mega það.
Hvað stoða lög um dýraverndun, og hvað hjálpa fyrirskip-