Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 12
6o DÝRAVERNDARINN gætiö þess, að glata’ ei heiöri Gústav minn og Jón. Snertið hvorki egg né unga, elskiö fugla smá, aldrei ykkar tönn' né tunga tali illa um þá. Yfir hreiðrum englar vaka alla vorsins stund, blíðra mæðra bænir kvaka í birkiskógarlund. Viðkvæmt biðja guð að geyma gullin ung og smá. Til að seðja hungrið heima, hjálpar ást og þrá. En að kvöldi, hvílík gleði < hvíld og værð að fá, liggja’ á fjaðra’ og laufabeði litla hópnum hjá. Dreyma svo um drengi prúða dygðavegi á, klæðast sólar skærum skrúða skaparanum frá. Halla. ÚTIGÖNGUHROSSIN OG SKJÓLGARÐAR Þegar eg las í eipu tbl. Dýraverndarans greinina með fyrirsögninni: „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið“, þá datt mér í hug, að ekki væri gagn að þeim augunum, sem ekki sæist með. Það er lítii? skjól fyrir aumingja útigönguhrossin þó húsin séu til, ef þau (hrossin) eru ekki látin inn, þó áhlaupahríðar með afarfrosti standi yfir i fleiri daga.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.