Dýraverndarinn - 01.04.1927, Side 12
t>ÝRAVÉRNt>ARINti
3*
um og viðurkent er um allan heim að skilji skap-
lyndi þeirra til hlítar, eru Arabar, enda eru ótal
sögur skrásettar um vitsmuni og ágæti arabiskra
hesta, og hverng þeir liafa launað húsbóndanum
dáleika lians.“
111 meðferð á hestum.
Oft má sjá illa.meöterð á hestum hjer i höfub-
staðnum. Kom í vetur fyrir atvik, skemtilegt og
leiðmlegt í senn. Maður var með hest fyrir vagni
og hatðt of þungt á. Rar þar að rnann, er sá hvern-
íg ástatt var. 'ialar hann við ökumann og segir
honum, að við svo búið megi ekki standa, — hest-
urinn dragi of þungt hlass. Okumaður brást reiður
við, og kvað honum ekki koma það neitt við. Hinn
hatði engtn orð, en rekur ökumanni löðrung og
spenmr hestinn frá vagnínum. Ökuntaður hatði hægt
um sig. — hyrir kemur það og, að hestar sjást
standa fyrir vögnum langa-lengi, meðan þeir, sem
með þá fara, er einhverju öðru að sinna. Aðgætnir
menn taka eftir því, að hestar þessir er ualt af við
og við að taka upp fæturna til að hvíla þá. Ber slíkt
vott unt þreytu eða fótaveiki. Ilt er það, að þetta
skuli eiga sjer stað, og eru þeir menn þarfir, er
grípa fram í, þegar svona stendur á, og hlutast til
um að bót sje ráðin á þessu böli „þarfasta þjóns-
ins“. En helst þyrftu þessir menn að hafa lögreglu-
vald, eins og drepið var a i grein i sept.-okt.-hefti
síðasta árgangs. Ef þeir hefðu lögregluvald, væri
ekki hægt að segja með sanni, að þeim kærni ekk-
ert við, hvernig með dýr væri farið. Gætu þeir þvi
gengið að starfi sínu með meiri festu og öryggi, og
þyrftu, ef til vill, siður að taka til handanna, sem
er í raun rjettri alt af neyðarúrræði. Viljurn vjer
árjetta það, sem sagt var i áðurnefndri grein urn
dýralögreglu. Lögreglu þessa þyrfti helst að stofna
í öllum kauptúnum landsins. í sveitum ættu hrepp-
stjórar að hafa þetta lögregluvald. Hugmynd þessi
er góð, og í raun rjettri nauðsynlegt, að hún kom-
ist i framkvæmd. Væntum vjer þess, að hún verði
tekin til athugunar á næsta aðalfundi Dýravernd-
unarfjelagsins, og eitthvað gert til þess að koma
henni fram. Samúð með dýrum er ennþá fjarri þvi
að vera komin á það stig, að hún sé orðin eðli ntanna
samgróin. Væri svo, væri heldur ekki þörf á þessu
blaði. Þess vegna verður að hafa gát á því, hvernig
menn haga sjer gagnvart dynun. Það verður að
mynda utan um þau einskonar skjaldborg rnanna,
sem eru reiðubúnir og hafa vald til að hefjast
handa, þegar nauðsyn krefur. Þaö verður að starfa
fyrir dýraverndunarmálið í orði, — en ekki siður
í verki.
Lögreglukötturinn.
Hjer kemur góð saga um kisu, ný af nálinni frá
París.
Húsfreyjan i gistihúsi einu, Chalons-sur-Marne,
var í burtu, og á tneðan braust ungur maður inn
í svefnherbergi hennar og hnuplaði öllu lauslegu.
En áður hann kæmist á brott með þýfi sitt, heyröi
hann að húsfreyja gekk upp stigann og var því
nauðugur einn kostur að fela sig undir rúminu.
Til allrar ógæfu fyrir manninn kom kötturinn
nteð henni. En hann sjer það sem á gólfinu leyn-
ist, þótt húsmóðirin ltorfi liátt. Þegar hann kom
auga á innbrotsþjófinn, gleyntdi hann allri gest-
risni og vanalegri kurteisi, en setti klærnar á kaf
í lærið á honum og mjálmaði eins hátt og hljóðin
leyfðu.
Húsfreyjan rann á kattarkallið, og ræninginn
komst í hendur lögreglunnar, sem viðurkennir, að
hún hefði ekki getað gert það betur en kisa.
(Úr ritinu „Saga“, mars-ágúst 1925).
NÆSTA BLAÐ
„Dýraverndarans“ kemur út um næstu mánaða-
mót, maí-júní.
Ritstjóri: Grétar Fells.
Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands.