Dýraverndarinn - 01.11.1928, Síða 5
JDÝRAVERNDARINN
51
sjálfur eins og auömjúkur og iörandi smásveinn.
Skammri stund eftir þetta seildist hann til mín
og þreifaði um hægri hönd mína.
Hann var aö leita sátta viö mig.
Þrettán eöa fjórtán vetrum síöar varö mér reik-
aö um Klapparstíg, milli Laugavegar og Hverfis-
g'ÖtU. 1 i
Jón beykir var þar viö iöjustöð sína að bylta
tómuin tunnum og sótti starfiö af ákafa.
Sumar tunnumar voru einbytnur, og var þeitn
hvolft á opiö. Þær hvíldu á staurum og steinum,
og voru því víða smugur undir þær.
Þegar Jón bylti einbytnu, sem var utarlega í röö-
inni, mælti hann fyrir munni sér og þó svo hátt,
að eg mátti vel heyra:
— Enn gefst mér færi á að liðsinna vesalingum
— og ótvíræð gleði var í rödd hans.
Eg varð forvitinn. Vék eg mér því til hans og
spurði, hvað honum bæri nú að höndum.
Andlit hans var snortið meðaumkunar- og gleði-
brosi, og hann sýndi mér, að undir tunnunni væri
kattaraumingi. með þrjá kettl’nga, nýgotna.
Undrun vakti mér, hve glaður Jón gat crðið við
þessa sýn.
-—• Mamnia er komin heim til mín fyrir fjölda-
mörgum árum, mælti hann, og um andlitið lék
barnslegt gleðibros. Við höfum nægtir alls. Guð
hefir blessað okkur. Og nú er hann að senda okk-
ur þenna háÞdrepna kattarvesaling, til þess að
reyna, hvort við kiósum fremur að vera tómlát og
mannúðarlaus en þakklát börn hans. En kettinum
skulum við hiúkra eins vel og við getum. Eg vil
feginn vera kattapabbi, hve nær sem drottni þókn-
ast — hvort sem kettirnir eru á fjórum fótum eða
tveimur.
Svc hló gamli maðurinn óblöndnum gleðihlátri.
Og hann kallaði á mömmu til að gleðjast með sér.
II.
BINDINDI.
Af litlu hefi eg jafnan haft að láta. Fæst mun
hafa náð meðalmensku hjá mér, en margt farið
])ar neðar. Og þetta er mér ljóst fyrir löngu síðan.
En þó að þessu sé svo farið, þá bý eg yfir þeirri
von, að fæstir nenni að leggja sig í að fyllast vand-
lætingu eða viðbjóði, segði eg nú frá tveimur af
þeim atvikum, sem orðið hafa á leið minni og mér
finnst, að enn séu i fylgd með mér.
Svo bar undir haustið 1888, að eg vann að slát-
urstörfum í kauptúni einu. Þar var margt fé fellt
og starfið sótt nokkuð af kappi.
Eg gekk jafnt að flestum þeim verkum, sem unn-
in eru við slátrun, og kom þar, að eg skar féð.
öðruhvoru.
Dag einn, sem eg gegndi þessu starfi, var í fjár-
rjettinni grá ær, nokkuð roskin. Henni fylgdi lamb,
eins að lit og hún, sýnilega síðborið. Annað var
eigi frábrugðið um háttu þessara kinda, en það,
að þær fylgdu livor annari, hversu sem féð barst
um réttina.
Þegar leið að nóni, kom sá, er sótti féð í réttina,
með gráa lambið. Ærin ætlaði að brjótast út á eftir
því, en þess var henni varnað. Og lambið var leitt
á afvikinn stað, þangað sem skorið var.
En þá hófst sú sókn ,er flestir, sem viðstaddir
voru, veittu athygli.
Ærin gerði hverja tilraun af annari, að hefja sig
til stökks yfir rjettarvegginn. Og jafnsnemma jarm-
aði hún, hátt og mikið.
Lambið brauzt um í höndum þess, er með það
fór, og jarmaði slíkt er það mátti.
Gamall og reyndur maður, sem þar var staddur,
sagði, að ærin og lambið væri að biðja sér lífs.
Á það féllust flestir þeir, sem þetta sáu og heyrðti.
Og að því var komið, að lambinu yrði sleppt aftur
inn í réttina.
En sá, er sláturstörfunum stýrði, virti þetta að
engu og skipaði, að skera lambið þegar í stað.
Því var fleygt niður og fætur þess gripnir.
Eg ætlaði að taka yfir snoppuna á ])ví. En áður
en eg fengi því fram komið, jarmaði það, titrandi
og sárt. Og jarmur ærinnar kvað við eigi síður
átakanlega og harmi lostinn.
Þess er ekki að dyljast, að mér féllust hendur.
Eg kastaði skurðarhnífnum, reisti lambið á fætur
og lét það aftur inn í réttina til móður sinnar.
Mér fannst, að eg væri að byrja að vinna níð-
ingsverk. Og eg veit eigi betur, en að sú tilfinn-
ing liíi enn með mér.
Síðan þetta var, hefi eg eigi getað fengið mig
til að skera nokkura sauðkind.
En út af þessu hefir tveim sinnum borið. I fyrra