Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 8
D ÝRAVERN DARIN N af því gleymt, sem um hann heföi mátt segja, ef fyrr hefði verið ritað. Þó ætla eg að reyna að tína það til, sem eg man enn, enda eru það atvik, sem trauðla munu mér úr minni falla, þó að elli fær- ist yfir. Kápur var fremur srnár vexti, en svaraði sér vel, ullarstuttur en þó fallegur á lagðinn. Kvikur var hann á fæti og léttvigur i allri framgöngu. Þægur í heimahögum, en yrði hann manna var utan heima- haganna eða í leitum, var hann ljónstyggur og lét ekki höndla sig fvrr en heima. En þó hann væri smávaxinn, var þol hans og dugnaður frábær, og aldrei vissi eg til, að lmnn uppgæfist, ])ótt ann stríddi i ströngu við ofttrefli hríöarbylja, og hlífði sér lítt, þó að langt væri heim að sækja og altaí að þyngjast fyrir fæti. Eins og áður er sagt, syndi Kápur þegar á fyrsta vetri marga góða hæfileika til forustu. En á öörum vetri, þegar hann var kominn í sauðahópinn, virtist hann misjafnlega vel upplagður til þess að fara á undan. Má vera, að ]>ví hafi verið um að kenna, að niargir eldri sauðir vóru í hópnum, er þóttust fær- ari um að rá'öa ferðinni en þessi veturgamli ])eyi. er minstur var allra sauðanna. En ])ó fór altaf svo, að ]>egar veður versnaði og færðin þyngdist, tók Kápur forustuna og dugði þá vel. Og næsta vetur hafði hann unnið svo traust félaganna, að ])á fór hann allajafna á undan, hvernig sem viðraði, og var svo að sjá, að hinir sauðirnir vildu ekki af öðru vita. Þá fóru jafnframt að koma í Ijós hjá honum ýmsir ])eir vitsmunir, sem jafnan hefir ])ótt einkenna góðar forustukindur, og fanst mér þær gáfur og athygli hans þroskast betur og hetur eftir ])ví sem hann eldist. Var hann svo veðurglöggur, eða fann á sér allar veðurhreytingar, að af háttum hans mátti marka, hvort gott eða vont veður væri nærri. Er mér til efs, að nútíma veðurvitringarnir, sem tekið hafa vísindin í þjónustu sína til þess að segja fyrir um veðurfar, spái þar sannara, en mér reyndist Káp- ur gera. Og þó að eg tæki ekki alténd til greina ])að sem Kápur vildi segja mér og sýna með hátt- um sínum, þá var það frentur kappi minu að kenna: að halda sauðunum til heitar, heldur en ])ví. að eg efaðist um, að hann vissi, hvað í vændum væri, eftir að eg fór að taka betur eftir honum og skilja hann. Þegar góðviðri vóru i nánd, fór hann jafnan síð- astur inn í hús að kveldi og fyrstur sauðanna út úr dyrunum að morgni. En væri hríðarbylur nærri, ruddist hann fyrstur sauðanna inn i húsið að kveldi, hélt sig inn við gaflhlað að niorgni og drattaðist síðastur þeirra út. Og væri hann sérstaklega treg- ur á að fara út, brást ekki að veðurbreyting var mjög nærri. Ein saga þessu til sönnunar, er mér sérstaklega minnisstæð. Sauðahúsin vóru drjúgan spöl frá bænum, og var venja þá daga sem hugsað var um að beita sauð- unurn, að vera kominn til húsanna áður en dagur var á lofti. Morgun einn í svartasta skammdeginu var veðri svo farið, nokkuru fyrir dögun, að loft var kafþykt, en logn og hin mesta blíða. All-mikil lausamjöll lá á jörðu, en auðvelt var að krafsa til beitar. Bjóst eg því í skyndi til húsanna. Þegar eg kom inn í húsið, sem Kápur var í, stóð hann inn við gaflhlað og vildi ekki þaðan fara. Varð eg að lokum að taka hann og draga út úr dyrunum. Mundi eg þá eftir, að hann hafði kveldið áður ruðst fyrst- ur inn með meiri áfergju, en eg vissi dærni til áöur. Þóttist eg þá vita, að ekki mundi góðs að bíða, þeg- ar fram á daginn kæmi, en vildi þó freista að nýta beitina á meðan kostur væri. Fór eg svo að hotta sauðunum af stað, og gekk ])að treglega; var snjór- inn til mikilla þyngsla, en þó einkum hitt, að nú hrá svo við, að Kápur hélt sig aftast i hópnum og var mér ekki mögulegt að korna honum frani fyrir, hvernig sem eg reyndi. Þó kom svo um síöir, að mér tókst með miklum erfiðismunum, og fyrir dugnað hundsins rníns, að nudda sauðunum spöl- korn frá húsunum, og lét eg það gott heita. Var hvorttveggja, að eftir því sem meira birti, leizt mér veðúrútlit ískyggilegra, og svo var mér heldur ekki um, hvernig Kápur hagaði sér. Samstundis og eg hætti rekstrinum, dreifðust sauð- irnir, og fóru að krafsa og tína í sig, allir nema Kápur. Hann stóð kyrr í sömu sporurn, hengdi njð- ur höfuöið og leit ekki i jörð. Var eitthvað svo utan við sig og aumingjalegur, að mér meira en flaug í hug, að hann mundi vera veikur. Eg var svo á vakki í kringum sauðina rúma klukkustund, en þá hvessir af norðri í einu vetfangi og brestur á grenj- andi stórhrið, cn lausamjöllina skóf alt í kring um mig og kófið svo þykt, að eg sá tæ])lega niður fyrir fætur mér. Reið eg þá ekki lengi, lét hundinn gelta og sendi hatm kringum sauðina, en þeir vóru óöara komnir i harðan hnapp. Þá var Kápur fljótur að taka á rás og hópurinn á eftir honum. Eg hafði

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.