Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 3 veSriÖ á eftir mér heim til húsanna, enda gekk mér vel og greiÖlega. En ekki var áfergjan minni hjá Káp en kveldi'ð áður, um að ryðjast inn í húsíð og ekki nam hann staðar fyrr en inn við gaílhlað. Þessi bylur stóð í viku, svo að aldrei rofaði til. En þvi vil eg bæta við, að það var i fyrsta og ein- asta skiftið, að eg dró Káp út úr húsinu, þegar hann vildi ekki sjálfur fara. I þau skifti, sem það kom fyrir aftur, að hann sýndi jafnmikla tregðu i því að fara út, lét eg hann sjálfráðan og rak sauðina hvergi. Lofaði þeim aðeins að viðra sig og snópa í kringum húsin, enda var þess skamt að bíða, að yfir skylli eitthvert foraðsveðrið. Svo var það haust eitt í öndvegistíð, að öllu fénu var haldið inni í Djúpadal í Hafurstaðaf jalli; vóru Hafurstaðir þá í eyði, en landkostir ágætir og haust- beit góð þar innfrá. Seinnin hluta dagsins var eg á heimleið frá Hraunholtum, sem er næsti bær við Heggsstaði. Sé eg þá, hvar Kápur kemur eftir hlíð- inni innan við Heggsstaði og stefnir suður á dal. sem kallað var — Haffjarðardal, þar sem sauða- húsin vóru — og fylgdi honum allstór fjárbreiða. Þótti mér slæmt til þess að hugsa, vegna næstu smöl- unar, að Kápur yrði suður á dal, þvi að jafnan tókst smölun og heimrekstur greiðara, væri hanu með. Fór eg þvi í veg fyrir hann, sneri honum við og rak hópinn til baka. Varð þetta til þess, að eg hó- aði fénu saman og taldi það og vantaði þá aðeins 8 kindur aí því, sem þarna átti að vera. Þegar þessu var lokið, var komið myrkur; yfirgaf eg þá f jár- breiðuna i stórri brekku, — Kálfhólsbrekku — og hélt svo heimleiðis. Þegar risið var úr rekkja næsta morgun, var kom- in austan snjóbleytuhrið og talsverð ófærð. Týgjuð- um við okkur i skyndi, húsbóndi og eg, og fórum að vitja fjárins. Fundum við féð i einum ílota suð- ur af Kálfhólsbrekku, mjög brynjað, og hafði mikill snjór hnoðast á kvið þess og síður. Ekki stóð á Káp að taka á rás, þegar við rákum af stað’ Fylgdu honum tveir léttrækir sauðir, mórauður og gulkol- óttur, sem jafnan fylgdu honum eftir, en aldiæi þoldi hann þeim að taka af sér forustuna. En eftir þvi tókum við, að nokkurum sinnum fór hann aftur fyr- ir þá, og nuggaði snjó frá augunum á sér á þeim, og stóðu þeir kyrrir á meðan. Reksturinn sóttist seint, þyngsla ófærð, og hnoðaðist snjórinn meira og meira á féð. Tafði og, að enn vóru lömbin með fullorðna fénu, en þau óvön rekstri, og höfðu aldrei

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.