Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 14
8
DÝRAVERNDARINN
r'eggí.Hann huggaði sig við það, að gamli timburmað-
urinn kæmi aítur. Og það var svo skrítið, að þegar
skipið kom til Englands, lá fyrir bréf til skipshunds-
ins, frá Noregi. Það var ekkert um að villast. Utaná-
skriftin var greinileg. Og þeir brostu i kampinn, skip-
verjarnir, — bréf til skipshundsins! En þeim var
vorkunn. Þeir vissu ekki, hvað þeim hafði farið á
milli, timburmanninum og I'eggí. Bréfið var þó ekki
frá timburmanninum sjálfum, heldur frá tólf ára
gömlum snáða, sem hann átti. Stýrimaðurinn las það
fyrir Peggí. Þeir vóru einir í klefa stýrimannsins og
Peggí lét fara vel um sig á legubekknum.
„Elsku Peggí. Pabbi hefir sagt mér svo margt
fallegt um þig, þó að þú sért bara hundur. Og hann
hefir lika sagt okkur, að þú værir raunbetri en flest-
ir kunningjar hans. Hvers vegna komst þú ekki heim
til okkar með honum pabba? Við hefðum séð um
það, að þér liði vel, og við hefðum orðið vinir. Pabbi
er oft að tala um þig og óska þess, að þú værir kom-
inn hingað. Gaman þætti mér að því að fá mynd
af þér. Líði þér nú vel og kærar kveðjur frá pabba
og Tuma.“
Peggi hafði hallað undir ílatt og hlustað á, með-
an stýrimaðurinn var að lesa bréfið. Skildi hann
orðin? Það er spurning, sem ekki verður svarað, en
vita skulum vér þaö, að meira býr i hunds heila og
sál, en vér mennirnir skynjum.
Stýrimaðurinn tók nú mynd af Peggí, skrifaði
Tuma bréf fyrir Peggi og lét hann sjálfan sleikja
frímerkið, og þar með var Peggi búinn að svara
Tuma, — myndin af Peggí var látin í bréfið. •— ■—
Þegar gamli timburmaðurinn kom á skipið aftur,
ætlaði alt um koll að keyra hjá þeim kunningjunum,
— honum og Peggi. Þeir höfðu svo margt um að
tala, að endalokin urðu þau, að Peggí sofnaði hjá
sínum bezta vini. Og þeir sváfu báðir yfir sig morg-
uninn næsta. ÞaS skifti litlu máli. Þeir vóru í höfn
og það var sunnudagur, og það var ekki til þess ætl-
azt, að unnið væri í skipinu þann dag.
Síðar um daginn fékk Peggí að fara með timbur-
manninum í land og var þá i fyrsta skifti skrýddur
glæsilegu hálsbandi, sem timburmaðurinn hafði kom-
ið með að heiman. Hálsbandið var með silfurplötu,
þar sem á var letrað nafnið „Pegg í“, svo að all-
ir mætti lesa. Og þó aö hálfgerð óþægindi væri að
þessu virðingarmerki öðru hverju, þá vóru þau eng-
an vegin sambærileg við upphefðina, sem i þvi var
fólgin, að bera það um hálsinn. Hálsl)andið hélt
Peggí litli, að væri einkennisbúningur sinn, — hann
vissi það ekki, greyið litla, að það var sett um háls
honum til þess, að á þvi mætti sjá, hvar hann ætti
heima, ef hann skyldi villast eitthvað frá félögum
sínum, skipverjunum.
En þrátt fyrir hálsbandið kom þruman. Peggí
týndist. Það var leitað að honum, eu hann fanst
hvergi. Skipið varð að fara úr höfn, og varla þarf
írá þvi aö skýra, að mjög var l’eggi harmaður.
Timburmaðurinn naut ekki svefns i margar nætur,
og svo mun verið hafa um marga hina skipsmenn-
ina, þó ekki bæri á. Matsveinninn sagði, að það vissi
á allskonar óhöpp, er skipshundurinn gengi á land.
Og það var ekki íjarri þvi, að skipshöfnin tryði á
það. En alt gekk sinn vana-gang. Alt var i sama horii
á skipinu, — annað en það, að Peggi var þar ekki
lengur. Þeir vóru að geta sér til ýmislegs um afdrif
hans .... til dæmis að einhver Spánverjinn heíði
náð í hann og soðið af honum súpu handa gestum
sínum. Og þeir vóru að segja það sín á milli, ao
gaman skyldi þeim þykja það að hafa þann þrjót
á milli handa sinna.
Þeir komu til min, í Sjómannastofuna, áður en
skipið fór frá Valencia og báðu mig að reyna að
hafa upp á hundinum, •—- hvað sem það kostaði.
Eg gerði það fyrir þá, að hefja leit að Peggí. Og
loks, þegar alt annað var árangurslaust, datt mér í
hug að leita til hunda-lögreglunnar, og þar fann eg
Peggí.------Hann hafði farið á land, eins og hann
var vanur, til þess að heilsa upp á kunningja sína
og ættingja. Þá hafði einhver orðið til þess að stela
af honum hálsbandinu, og þegar hann var að reyna
að stöðva ræningjann, var hann snaraður sjálfur og
honum varpað inn í búr á vagni, þar sem fyrir var
fjöldi af hunda-ræflum.
Það var í fyrsta skifti, sem Peggi ók i bifreið, og
hann hefði gilt það einu, þó að hann hefði aldrei i
bifreið komið. Peggí var fluttur á lögreglustöðina,
með öllum hinum hundunum. „Ef enginn sækir ]jig,
áður en vikan er liðin, þá verður þú drcpinn,“ —
hafði hann sagt, hunda-lögreglustjórinn. Peggí skildi
þetta og hann var ákaflega hræddur, því að jafnvel
er það svo, að hundarnir eru hræddir við að deyja.
Eg kom þangað inn, sem Peggí var, og eg held að
eg hefði þekt hundinn þann í hópi þúsunda. Mér er
nær að ætla, að hann hafi einnig kannazt við mig.
Hann starði á mig vonar-augum og veifaði rófunni.
— Þegar eg spurðist fyrir um það, hvort eg rhætti