Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Qupperneq 15
DÝRAVERNDARINN 9 taka hann meÖ mér, var mér svarað því, a'í'j sekt yrði aÖ greiða, en að alt samanlagt yr'Öi 25 pesetar. Eg sagði hunda-lögreglustjóranum frá því, aÖ Peggi væri alveg einstakur hundur og hvaÖ öllum þætti vænt um hann á skipinu, og a'S þeir vildi ekki missa hann fyrir riokkurn mun. En Jjetta var einmitt þaÖ, sem eg lief'Öi ekki átt að segja, því a'Ö árangurinn af þessu tali mínu varÖ sá einn, að hunda-lögreglu- stjórinn fór nú að glugga aftur í skýrslur sínar og þóttist svo hafa litiö í ranga skýrslu og sagði, að þegar hann færi nú að aðgæta betur, ])á væri það ekki 25 pesetar, heldur 50 pesetar, sem greiða ætti fyrir hundinn. — Fimtíu pesetar eru all-mikil fjár- liæð, — og eg hafði ekki á mér svo mikið af pening- um, en lofaði að koma næsta dag og leysa hundinn út. Eg sag'Öi það við Peggí þegar eg fór, að hann yrði að vera rólegur þangað til eg kæmi aftur meö pcningana. Það var eins og hann skildi ])aÖ ekki. a'Ö til jæssa Jiyrfti peninga, jwi að ekkert hafði hann gert annað af sér, en a'Ö skrafa ofurlítið við kunn- ingja sína, skikkanlegheita grey, og aldrei til þess vitað, að vi'Ö ])ví væri sektir. En svona er ])að nú í Spanía. Ef eg heföi getað skilið hann, J)á hefði Peggí eflaust getað sagt mér sitt af hverju um ])að, live hraksmánarlegt það væri, að sitja í tugthúsi með öllum þessum landkröbbum, sem ekki hefði nokkura hugmynd um, hvað ])að væri að vera skipshundur. Daginn eftir var Paggí leystur úr prísundinni, og víst þarf eg ekki að taka það fram, að hann var kátur að komast hjá aftökunni. Eg kom honum fyr- ir á „gistihúsi", þar til skipið hans kom aftur til Valencia. Peggi var sóttur samstundis og timbur- maðurinn greiddi allan kostnaðinn, — og jafnaði hon- um síðar niður á skipverja. Og nú var Peggí held- ur en ekki hossað. Engum datt í hug að atyrða hann. Átti hann ])ó raunar hvorttveggja skilið, hæði skamm- ir og barsmíð, fyrir framferði sitt. En svona var það nú sarnt. Öllum ])ótti vænt um Peggi á skipinu. Og ekki dettur mér i hug að reyna til ])ess að skýra frá, hvað þeir hvísluðust á, Peggí og timhurmáður- inn, kveldið það. Peggi þótti svo vænt um að vera kominn út á skip- ið aftur, að hann langaði ekki nokkura lifandi vitund til þess að fara i land, —■ og það var ])ess vegna alveg óþarft að hlekkja hann á hverju kveldi. — en 'iimburmaðurinn gerði það nú samt. Ef eg ætti að rita alla æfisögu skipshundsins, ])á niundi það geta orðið mikil bók. Hér skal þó staðar numið að sinni. En áður en eg lýk máli mínu, vil eg geta um hreystiverk, sem hann vann. Það var verið að draga skipið úr legu í skipakví. Léttadrengurinn hafði fallið fyrir horð, en allmikill skriður var kom- inn á skipið. Drengurinn var ósyndur, en stýrimað- urinn hafði orðið þess var, þegar hann féll útbyrðis. Plafði hann þrifið ,,kastlínu“ sem var við hendina og bundið annan enda hennar um háls Peggí og síðan skipað honum að stökkva fyrir borð. Peggí hafði stokkið fyrir l)orð og svnt með línuna til piltsins, sem náð hafði henni og bjargast á henni til skips. Þaö má ef til vill segja, að þetta hafi ekki verið beinlínis hreystiverk, — en það hjargaði lífi létta- drengsins. Mikið var Peggí hrósað af þessu, — og það var tekin mynd af honum, sem kom í blöðunum. Það eru ekki allir hundar, sem eiga þeirri upphefð að fagna, að komast í blöðin. En Peggí var heldur ekki neinn algengur hundur, — svo rnikið má eg segja. án þess að segja of mikið. Og Peggí var skramhi upp með sér af því aö hafa komizt í hlöðin. Timburmaðurinn hafði klipt myndina af honum úr einu hlaðinu og komið henni fyrir í dýrindis umgerð, sem hann tildraði á þvottaborðið sitt. Og Peggí sat þar oft tímunum saman og dáðist að sjálfum sér. En nú segi eg ekki meira af skipshundinum, hon- um Peggí, að sinni. Hann er enn á skipinu, er klefa- nautur timhurmannsins og uppáhald allrar skips- hafnarinnar, — og altaf dreymir hann um það, að þegar hann verður afskráður, þá ætlar hann að eiga heima á prestssetri og éta nautakjöt upp á hvern einasta dag. Thcódór Aruason þýddi. Rauiaö viö Örn iiaustiö 1927. Hefir ekki hestaskál hug til ljóÖa vakið. En — eitthvað Iiressir anda og sál Arnar-íótatakiíS. Ekki er að kvíða yfir því að liann mér ei dugi. Það er afl og þróttur í þessu Arnar-flugi. Lipru sporin léttfetans ljúft er við að una. Gleynta skal ég gölluni hans, gæðin lengur muna.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.