Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 16
% 10 DÝRAVERNDARINN r Utigangshross. — Hrefna og Perla. — I. Ekki er ofsögum sagt af harðneskju þeirri og kæruleysi, sem íslendingar hafa beitt vi'S útigangs- pening sinn. Frá því sögur hófust í landi þessu, og alt til vorra daga, hafa íslendingar á hverju einasta hausti sett fleira eða færra af búpeningi sínum á ,,GuS og gaddinn", sem kalla'ð er. í góðum og snjó- léttum vetrum hefir ræzt betur úr þessu, en til var stofnað; aðra vetur hefir það „slampast furðan- lega“, þó að flestum gleymdist að renna huganum að meðferðinni og öllu þvi, sem þær skepnur urðu að líða, er fram úr skrimptu. En altof oft hefir þessi rótgróni vani og margra akla kæruleysi, komið mönn- um og málleysingjum í koll. Þess vegna eru margir fellisvetrarnir ljótustu þættirnir í sögu þjóðarinnar, og þó eru þeir þættir aðeins skráðir í stórum drátt- um. Hitt er undan felt: allar hörmungarnar og kval- irnar, kuldinn og hungrið, sem skepnurnar áttu við að stríða áður en þær féllu. En þá sögu munu þó góðir drengir og sannir dýravinir geta lesið á milli linanna — og vikna við. Orðið kolfellir hefir átak- anlegri sögu að segja, en mörgum virðist kannske í fljótu bragði. En sem betur fer, hefir hugsunarháttur þjóðar- innar síðustu áratugi breyzt til batnaðar í þessu. Og veldur þar hvorttveggja nokkuru um, að ménning þjóðarinnar og allur manndómur hefir aukizt mjög, cn af því leiðir meiri mannúð í garð húsdýranna, og er slikt vel farið. Þó mun nokkuð á skorta enn — þvi miður —, a'ð útigangsfénaður sæti hér i landi þeirri mannúð, eða meðferð, sem skyldi. Eru það þó einkannlega hrossin, sem útundan verða í þessu efni, og mun það sérstaklega eiga sér stað 5 sumum hrossasveitunum svonefndu. Þar mun enn tiðkast — sumstaðar að minsta kosti — sá rótgróni vani, að ala upp fjökla hrossa, án þess að sjá þeim fyrir húsi eða fóðri. Má því nærri geta, hvernig slikum útigangshross- um liður, þegar langvarandi harðindi gerir, og jarð- bann er yfir alt. Eg er nú orðinn nógu gamall til þess að kannast við, að eg hefi verið þeirri synd seldur, að beita fénaði í misjöfnu veðri. En þó verð eg mér til máls- bóta að taka fram, að á meðan eg bjó, beitti eg aklrei horuðum eða veikbygðum skepnum, og hafði jafnan luis yfir litigangshross mín og hey til að miðla þeim, þegar tók fyrir beit í högum, sem sjaldan kom þó fyrir. Hinsvegar efast eg ekki um, að útigangshross- um muni oft líða illa, þótt i sæmilegum holdum sé, einkannlega í umhleypingum, þegar bleytuhríðir og frost skiftast á með svo stuttu millibili, að hrossin ná ekki að þorna áður en byrjar að frjósa. Þá er nauðsynlegt að geta skotið hrossunum inn, þótt ekki sé altaf látið mikiö í stallinn, þvi „hiti er á við hálfa gjöf“, segir gamalt spakmæli. II. Hjá útigangshrossum gætir oft mikilla vitsmuna og hygginda, og kemur það þeim vel, því að sjaldn- ast eru mennirnir nærri til þess að sýna þeim um- hyggju eða leiðbeina þeim. Verða þau því sjálf að hafa vit fyrir sér og bjargast af eigin rammleik á meðan kostur er. Tvær stóðhryssur hefi eg átt, sem sérstaka athygli vöktu vegna hygginda sinna. Og þó að sögur þær, sem eg hefi af þeim að segja, séu hvorki langar né stórurn merkilegar, þá færa þær þó mér og öðr- um heim sanninn um það, að útigangshross eru vits- munum gædd, engu síður en þeir hestar, sem ætla má, að eitthvað hafi lært, eða vitkast, af ýmsu því, er þeir höfðu saman við manninn að sælda. Vorið 1909 fluttist eg að Brautarholti á Kjalar- nesi og fór að búa þar. Tók eg þar við með öðrum gripum, brúnni stóðhryssu, sem eg þá strax nefndi Hrefnu. Var hún þar uppalin og undan móálóttri stóðhryssu, sem eg seldi þangað fyrir fáum árum. Var Hrefna mesta vænleiks-hross, mikil að allri vall- arsýn, ljónstygg og ódæl, enda ótamin alla æfi. En í ýmsum háttum sínum sýndi hún mikla vitsmuni. er einkum komu þó fram í forustuhæfileikum hennar. í Brautarholti eru nokkurar hættur hér og þar um landareignina, sem mest stafa frá illa frá-gengn- um mógröfum. Var því altítt að hestar færust í þeim. einkum þegar mikill snjór féll á þíða iörð. Oft vóru um to—20 hross í fylgd með Hrefnu um hagana, og hafði hún undantekningarlaust for- ustu fyrir þeim og réð ein öllu, enda var henni hlýtt í hvívetna. Og þau 5 ár, sem eg átti hana, kom það aldrei fyrir, að hún misti af sér hross í mógröf eða af öðrum slysum. Það var engu líkara, en að hún

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.